Innlent

Út­lendinga­lög, til­vísanir og skóla­bygging í Laugar­dal

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við þingmann Pírata sem segir greinilegt að alger samstaða sé innan stjórnarflokkanna um breytingar á útlendingalögum. 

Einnig heyrum við í formanni heimilislækna sem fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi kynnt breytingar á tilvísankerfinu en vill þó fleiri og stærri skref. 

Ný skólabygging í Laugadalnum sem er nú áformuð hefur hlotið gagnrýni frá íbúum hverfisins. Borgarfulltrúi segist skilja uppnámið vel, en segir að forsendur hafi breyst. 

Í íþróttapakkanum förum við yfir oddaleikina tvo sem fram fóru í körfunni í gærkvöldi og fjöllum um næstu leiki Vals í handboltanum sem eru ansi mikilvægir.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 15. maí 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×