Fréttir

Káfaði á fréttakonu í beinni

Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn.

Erlent

Eins og gott hjóna­bands­próf

Parið Rut og Kristján Torfi tefldi fjárhag sínum í tvísýnu þegar þau ákváðu að kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Þau vilja að ungt fólk hafi tækifæri til að stunda smábátaútgerð og segja tímann á sjó fínasta sambandspróf.

Innlent

Hefja formlega rannsókn á Biden

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens.

Erlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þingveturinn hófst í dag þegar Alþingi var sett og fjármálaráðherra kynnti fjárlög næsta árs. Fjárlögin einkennast af aðhaldi sem á að vinna gegn verðbólgu og búa í haginn fyrir vaxtalækkun.

Innlent

Guðni vísaði til slagara Bríetar við setningu Alþingis

Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, lagði á­herslu á breytingar á ís­lensku sam­fé­lagi og fjöl­breyti­leika þess við setningu Al­þingis í dag. Hann sagði að í stjórnar­skrá mætti koma fram að ís­lenska sé þjóð­tunga Ís­lendinga og opin­bert mál á Ís­landi.

Innlent

„Þetta er gríðarlegt högg“

Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir það gríðarlegt högg að sjá að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Hann kveðst þó vongóður um að því fáist breytt, verkefni samtakanna haldi áfram að stækka líkt og umræðan síðustu daga sýni fram á.

Innlent

Vilja bæta sig eftir að innra eftirlit virkaði ekki sem skyldi

Forstjóri Arctic Sea, sem á Arctic Sea Farm, viðurkennir að innra eftirlit fyrirtækisins hafi ekki virkað sem skyldi í ljósi alvarlegs umhverfisslyss sem varð í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga berast ábendingar um eldislaxa sem veiddir hafa verið í íslenskum ám á hverjum degi en ábendingarnar eru orðnar 106 talsins.

Innlent

Eld­gosin upp­haf elda á Reykja­nes­skaganum

Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. 

Innlent

Allir nema einn út­skrifaðir eftir rútu­slysið

Allir nema einn af þeim aðilum sem voru fluttir á Landspítala eftir rútuslys við Blönduós síðastliðinn föstudag hafa verið útskrifaðir. Þetta staðfestir Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, en þeir sem voru í rútunni voru starfsmenn bæjarins.

Innlent

„Við þurfum að fara fram á að­hald í ríkis­rekstrinum“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna.

Innlent

Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar

Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup.

Innlent