Innlent

Nafnið Hroði of hroða­legt

Jón Þór Stefánsson skrifar
Eiginnafnið Hroði þykir geta orðið fólki til bana og því má fólk ekki skýra börnin sín því.
Eiginnafnið Hroði þykir geta orðið fólki til bana og því má fólk ekki skýra börnin sín því. Getty

Mannanafnanefnd birti í dag þrjá úrskurði sína þar sem tvö nöfn voru samþykkt og einni beiðni hafnað.

Nú hafa nöfnin Freysi og Klaki verið samþykkt. Bæði eru karlkyns eiginnöfn. Öðru karlmannseiginnafni var hins vegar hafnað. Fólk má ekki heita Hroði.

Í úrskurði nefndarinnar segir að nafnið brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og sé í samræmi við íslenskar ritreglur. Nafninu var hafnað þar sem það geti orðið nafnbera þess til ama.

Vísað er íslenska orðsifjabók í úrskurðinum:

  1. Hrotti, rudd;, ruddaskapur; árvöxtur, brimsúgur, ruddaveður, †óró, erjur, deila, vindsheiti
  2. Uppgangur eða slím í lungum eða öðrum öndunarfærum
  3. Rusl, úrgangur, óþverri.

Þar af leiðandi segir nefndin að Hroði hafi neikvæða og óvirðulega merkingu.

„Það hefur einnig mjög óvirðulega merkingu í skyldum orðum eins og hroðalegur, hroðamenni og hroðaverk.“

Þess má geta að í byrjun mánaðar samþykkti mannanafnanefnd einnig kvenkyns eiginnanfið Lóla.


Tengdar fréttir

Cyrus og Herkúles fá já en Bergman bannaður

Mannanafnanefnd hefur samþykkt ný eiginnöfn á borð við Herkúles, Bjartdís, Kriss og Cyrus. Þá var nöfnunum Bergman og Boom báðum hafnað bæði sem eiginnafni og millinafni.

Nú má heita Hendrix og Tótla

Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×