Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum“

Kol­beinn Kristins­son, þunga­vigtar­kappi og at­vinnu­maður okkar í hnefa­leikum, á fyrir höndum mikil­vægan bar­daga á sínum tap­lausa at­vinnu­manna­ferli til þessa annað kvöld. Eftir fá­dæma ó­heppni og niður­fellda bar­daga vegna meiðsla er Kol­beinn klár í slaginn á ný. Sigur annað kvöld hefur þá burði að koma at­vinnu­manna­ferli hans á næsta stig.

Þver­tekur fyrir að hafa unnið gegn Óskari

Sancheev Manoharan, fyrr­verandi að­stoðar­þjálfari Óskars Hrafns Þor­valds­sonar hjá norska úr­vals­deildar­fé­laginu Hau­gesund og nú­verandi aðal­þjálfari liðsins, þver­tekur fyrir full­yrðingar Óskars þess efnis að hann hafi verið að vinna gegn honum.

Íslandsmeistarinn Aron er hvergi nærri hættur

Aron Pálmars­son varð á dögunum Ís­lands­meistari í hand­bolta með FH. Tak­mark sem hann stefndi að með upp­eldis­fé­laginu allt frá heim­komu fyrir tíma­bilið nú náð. En FH-ingurinn er ekki saddur. Hann ætlar sér fleiri titla hér á landi og segist ekki skilja um­ræðuna um mögu­leg enda­lok á hans ferli.

Guð­mundur orð­laus

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica, var að vonum gífurlega stoltur af leikmönnum sínum sem þvinguðu fram hreinan úrslitaleik gegn Álaborg í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær með eins marks sigri á heimavelli. Guðmundur var nær orðlaus í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir leik. Eitthvað sem er til marks um stolt hans af því hvernig lið Frederica tókst á við þessa prófraun.

Leyni­skyttur gættu Trump og Roon­ey: „Hvað er eigin­­lega í gangi hér?“

Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seti, er frægasti ein­stak­lingurinn sem enska knatt­spyrnu­goð­sögnin Wa­yne Roon­ey hefur spilað golf með og sagði Eng­lendingurinn kostu­lega sögu af þeim golf­hring í þættinum The Overlap á Sky Sports sem fyrr­verandi liðs­fé­lagi hans hjá Manchester United sem og enska lands­liðinu, Gary N­evil­le stýrir.

„Ég er ekki krafta­verka­maður“

„Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knatt­spyrnu­þjálfarinn Freyr Alexanders­son sem vann mikið af­rek með liði Kortrijk í belgísku úr­vals­deildinni. Af­rek sem gerir Frey að afar eftir­sóttum þjálfara og á hann mikil­vægan fund í dag með stjórn fé­lagsins. Freyr segist ekki vera krafta­verka­maður eins og margir halda fram.

Tekur ekki við Chelsea sem vill ráða nýjan stjóra í vikunni

Kieran McKenna, knattspyrnustjóri Ipswich Town mun ekki taka við Chelsea sem er í stjóraleit eftir að Mauricio Pochettino var sagt upp störfum á dögunum. Frá þessu greinir Sky Sports en talið er að þrír stjórar standi eftir sem mögulegir arftakar Pochettino á Brúnni. 

Jón Arnar grét það ekki að sjá Daníel slá þrjá­tíu ára Ís­lands­­met sitt

Fyrr­verandi tug­þrautar­kappinn Jón Arnar Magnús­son grætur það ekki að hafa séð Ís­lands­met sitt í lang­stökki, sem stóð í þrjá­tíu ár, verða slegið af Daníel Inga Egils­syni í gær. Jón Arnar er sendi hamingju­óskir á Daníel um leið og hann sló metið og er gríðar­lega á­nægður fyrir hans hönd.

Klökkur Jóhann Berg beygði af í við­tali

Eins og við sögðum frá fyrr í dag mun íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson leika sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun. Jóhann Berg er á förum frá félaginu sem hann hefur varið tíma sínum hjá undanfarin átta ár og auðsjáanlegt í viðtali, sem hefur nú birst á samfélagsmiðlareikningum Burnley, hversu mikils virði þessi tími hefur verið fyrir Jóhann Berg.

Slot stað­festir að hann taki við Liverpool

Hollendingurinn Arne Slot stað­festi í dag að hann myndi taka við knatt­spyrnu­stjóra­stöðunni hjá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Liver­pool af Þjóð­verjanum Jur­gen Klopp sem lætur af störfum eftir loka­um­ferð deildarinnar á sunnu­daginn kemur.

Sjá meira