Innherji
Ættu ekki að vænta kröfulækkunar á löngum ríkisbréfum þegar vextir lækka
Ef marka má þróunina hjá nýmarkaðsríkjum sem hófu vaxtalækkunarferli á síðasta ári þá er ósennilegt að skuldabréfafjárfestar njóti góðs af því að færa sig yfir í lengri ríkisbréf þegar fyrstu vaxtalækkanirnar koma til framkvæmda, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, enda sé þá mestöll kröfulækkun bréfanna komin fram. Vaxtarófið á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði hefur verið niðurhallandi um nokkurt skeið, og því lítið upp úr því að hafa fyrir fjárfesta að lengja í skuldabréfasöfnum, en væntingar eru um að peningastefndin lækki vexti síðar á árinu.
Icelandair flutti ellefu prósent færri ferðamenn til landsins í júlí
Þrátt fyrir að Icelandair hafi flutt metfjölda farþega í júlí, umsvifamesti mánuður félagsins að jafnaði á hverju ári, vegna aukningar í tengifarþegum milli Evrópu og Bandaríkjanna þá var áfram samdráttur í ferðum til Íslands en sú þróun hefur haft neikvæð áhrif á einingatekjurnar. Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur ferðamönnum sem komu til landsins með Icelandair fækkað um ríflega níutíu þúsund á milli ára.
„Ekkert hrun“ í ferðaþjónustu en stöðnun getur hitt sum fyrirtæki illa fyrir
Nýjustu tölur um fjölda gistinátta erlendra ferðamanna í júní benda til þess að það sé „ekkert hrun“ í ferðaþjónustu, að sögn hagfræðinga Arion banka, en fyrir atvinnugrein sem hefur vaxið hratt og fjárfest í samræmi við það getur stöðnun hitt mögulega sum fyrirtæki illa fyrir. Stöðug fækkun að undanförnu í gistinóttum ferðamanna frá Bretlandi, næst fjölmennasta þjóðin til að sækja landið heim, gæti aukið á árstíðarsveifluna en þeir hafa verið duglegir að ferðast til Íslands yfir vetrarmánuðina.
Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði
Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum.
Sviptingar á markaði ættu ekki að koma á óvart í óvissu efnahagsástandi
Heldur mikil bjartsýni hefur verið um nokkurt skeið í sýn margra á efnahagsástandið hér á landi, að mati hlutabréfagreinanda, sem segir að það „viti ekki á gott“ þegar ríkissjóður sé rekinn með viðvarandi halla og laun hækki stöðugt umfram framleiðni, og því eigi sviptingar á hlutabréfamarkaði ekki að koma á óvart. Við þessar aðstæður séu fjárfestar að leita í öryggið en miðað við nýjustu verðmatsgreiningar eru skráð félög hins vegar að meðaltali vanmetinn um meira en 40 prósent.
Er hlutverk Bitcoin að breytast?
Nýverið hefur Bitcoin fjarlægst það að vera rafrænn gjaldmiðill til hversdagslegar verslunar yfir í að vera verðmætaforði – fjárfesting og vörn gegn verðbólgu, ekki ósvipað gulli.
Telur „alls ekki“ að flugfargjöld Play á heimamarkaðinum séu ósjálfbær
Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra.
„Óvænt bakslag“ en ein verðbólgumæling breytir ekki heildarmyndinni
Þegar leiðrétt er fyrir sveiflukenndum liðum í vísitölu neysluverðs, ásamt ytri þáttum sem tengjast ekki íslensku hagkerfi, þá virðist verðbólguþrýstingurinn enn vera nokkuð yfir markmiði Seðlabankans þótt hann hafi vissulega minnkað frá því að hann náði hámarki. Óvænt hækkun verðbólgunnar í þessum mánuði breytir ekki heildarmyndinni, að mati hagfræðinga Arion banka, en þeir benda á að verð á bæði innlendum vörum og þjónustu hefur verið að hækka af mikið að undanförnu.
Marel lækkar enn afkomuspána vegna óvissu og krefjandi rekstrarumhverfis
Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára.
Verðbólgan ekki að „taka aftur á skeið“ en leiðin að markmiði verður löng
Skörp hækkun verðbólgunnar í júlí, langt umfram spár greinenda, þýðir að möguleg vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í næsta mánuði er núna „endanlega út af borðinu,“ að mati aðalhagfræðings Kviku banka, og biðin eftir vaxtalækkunarferlinu gæti jafnvel lengst fram yfir áramót. Það er áhyggjuefni hve yfirskotið er á breiðum grunni og er til marks um að „síðasta mílan“ geti orðið nefndinni óþægur ljár í þúfu.
Umsvifamikill verktaki byggir upp stöðu í Icelandair
Eigandi eins umsvifamesta verktakafyrirtækis landsins, sem hagnaðist um marga milljarða króna á liðnu ári, er kominn í hóp stærri hluthafa Icelandair eftir að hafa byggt upp nærri eins prósenta eignarhlut í flugfélaginu. Hlutabréfaverð Icelandair, sem hefur fallið um meira en sextíu prósent á einu ári, er núna í sögulegri lægð en rekstrarafkoman hefur versnað skarpt samhliða minnkandi eftirspurn í flugferðum til Íslands og lækkandi fargjöldum.
Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi afkomuhorfa
Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir.
Markaðurinn er að átta sig á því að verðbólgan sé eins og „slæm tannpína“
Fjárfestar voru „fullbjartsýnir“ á að verðbólgan myndi ganga hratt niður á árinu með tilheyrandi vaxtalækkunum Seðlabankans, að sögn forstöðumanns fjárfestinga hjá Sjóvá, en neikvæð afkoma af skráðum hlutabréfum – ásamt stórum brunatjónum – réð hvað mestu um að tryggingafélagið tapaði yfir 400 milljónum á öðrum fjórðungi. Í þessu árferði hárra vaxta sé erfitt fyrir aðra eignaflokka að keppa við víxla og stutt skuldabréf en Sjóvá bætti engu að síður verulega við stöðu sína í Marel.
Arion: Ferðaþjónusta mun sækja í sig veðrið á næsta ári
Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna.
Auka enn stöðu sína í Festi þegar stærstu einkafjárfestarnir voru keyptir út
Lífeyrissjóðir keyptu umtalsverðan hluta bréfa af tveimur stærstu einkafjárfestunum í Festi þegar þeir losuðu um allan sinn eignarhlut sinn í smásölurisanum fyrir samtals tæplega þrjá milljarða fyrr í þessum mánuði. Umsvif einkafjárfesta í félaginu er núna hverfandi en samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða í Festi er á sama tíma óðum að nálgast hátt í áttatíu prósent.
Nærri níu af hverjum tíu íbúðum verið keyptar af fjárfestum á árinu
Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert húsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir fasteign til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt íbúðir sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru fjárfestar af ýmsum toga.
Almenningur dæmdur úr leik
Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert íbúðarhúsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir íbúð til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt fasteignir á yfirstandandi ári eru fjárfestar af ýmsum toga.
Skel stendur að kaupum á belgísku verslunarkeðjunni INNO
Fjárfestingafélagið Skel í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia er að ganga frá kaupum á öllu hlutafé belgísku verslunarkeðjunnar INNO. Skel mun fara með helmingshlut í nýju félagi sem er stofnað í kringum kaupin á INNO sem er með árlega veltu upp á jafnvirði tugi milljarða króna.
Verulega er farið að hægja á vexti útlána lífeyrissjóða til heimila
Vísbendingar eru um að mjög sé farið að hægja á útlánavexti lífeyrissjóða til heimila en sjóðirnir hafa ekki veitt minna af slíkum lánum frá því á haustmánuðum ársins 2021. Frá áramótum hafa sjóðsfélagalánin nærri helmingast miðað við sama tímabil í fyrra þegar lífeyrissjóðirnir buðu upp á hagstæðari kjör en bankarnir.
Hækkun fasteignaverðs „helsti drifkraftur“ verðbólgunnar síðasta áratug
Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu, einkum á síðustu tíu árum, verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir um 37 prósent hækkunar vísitölu neysluverðs á því tímabili, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Meginástæða þeirrar hækkunar sé íbúðaskortur vegna „athafnaleysis“ sveitarfélaga í að tryggja nægt lóðaframboð með áhrifamiklum og alvarlegum afleiðingum á þróun efnahagslífsins, meðal annars með því að ýta undir ójöfnuð og draga úr framlegð.
Akur færir virði fisksalans Gadusar niður um nærri helming
Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka.
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geta lækkað verðbólgu og stórbætt lífskjör
Íbúðaskortur skapar ójafnvægi á húsnæðismarkaði sem veldur hækkunum á verði fasteigna, segir framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags. Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir 37% hækkun verðbólgunnar.
Greinendur vænta þess að afkoma bankanna haldi áfram að versna
Greinendur gera að jafnaði ráð fyrir því að hagnaður stóru viðskiptabankanna sem skráðir eru í Kauphöll Íslands muni dragast nokkuð saman milli ára á öðrum ársfjórðungi. Útlit er fyrir að hagnaður bankanna fyrir tekjuskatt dragist saman um 18 til 20 prósent en miðað við þær spár munu þeir ekki ná arðsemismarkmiðum sínum.
Erlendir fjárfestar minnka við sig í ríkisbréfum annan mánuðinn í röð
Eftir stöðugt innflæði fjármagns um nokkurt skeið vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum ríkisskuldabréfum hefur sú þróun snúist við að undanförnu og hafa þeir núna verið nettó seljendur síðastliðna tvo mánuði. Dvínandi áhugi erlendra fjárfesta kemur á sama tíma og ríkissjóður áformar umtalsvert meiri útgáfu ríkisbréfa á seinni helmingi ársins en áður var áætlað.
Verðbréfafyrirtæki fá líklega að greiða hærri kaupauka en bankar
Líklega verður verðbréfafyrirtækjum heimilt að greiða hærri kaupauka en viðskiptabankar þegar reglur vegna EES-samningsins verða leidd í lög hérlendis á næsta ári. Gildandi rammi er sagður óþarflega flókinn og íþyngjandi fyrir flest verðbréfafyrirtæki. Fjármála- og efnahagsráðuneytið bendir á að verðbréfafyrirtæki hafi ekki hliðstætt kerfislægt mikilvægi og lánastofnanir og því séu „ekki viðlíka samfélagslegir hagsmunir“ af því að takmarka áhættutöku þeirra með sama hætti og gildir um starfsemi banka.
Arcus hagnaðist um fimm milljarða og eigið fé eykst í 20 milljarða
Fasteignaþróunarfélagið Arcus, sem er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, hagnaðist um 4,7 milljarða króna á árinu 2023. Hagnaðurinn jókst um milljarð króna milli ára. Arcus er systurfélag ÞG Verks.
Fá tíu ár til að selja hlut sinn í grænlenskum útgerðum
Grænlenska heimastjórnin samþykkti nýlega ný fiskveiðistjórnarlög sem munu knýja erlenda aðila sem eiga í þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum til að selja hlut sinn á næstu tíu árum. Þrjú íslensk félög eiga þriðjungshlut í útgerðum í Grænlandi, þar af tvö útgerðarfélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands.
Fjárfestar keypt yfir helming nýrra íbúða á síðustu fimmtán árum
Þegar litið er til nýrra íbúða sem hafa bæst við húsnæðismarkaðinn á undanförnum fimmtán árum þá hefur tæplega helmingur þeirra farið til einstaklinga sem eiga aðeins eina íbúð á meðan fyrirtæki og fjárfestar hafa keypt um 54 prósent íbúða sem hafa verið byggðar á tímabilinu, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Vegna íbúðaskuldar sem hefur safnast upp og aðstæðna á lánamörkuðum telur hann að það séu að verða til kynslóðir sem að óbreyttu missa af tækifærum til að byggja upp eigið fé.
Íbúðaskorturinn skapar efnahagslega misskiptingu
Eigið húsnæði er yfir 70% af eignum almennings 66 ára og eldri, segir framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags, sem kallar eftir meiri samstöðu um að auðvelda fólki fyrstu íbúðarkaup til að stuðla að því að eignamyndun á fasteignamarkaði dreifist á allan almenning í stað fárra eignameiri eða fasteignafélaga.
Tveir af stærstu hluthöfunum seldu í Íslandsbanka fyrir vel á annan milljarð
Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Íslandsbanka minnkuðu stöðu sína fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í liðnum mánuði þegar bankinn bauðst til að kaupa bréf hluthafa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi. Hlutabréfaverð bankans hefur rétt úr kútnum undanfarna daga en stjórnvöld áforma að ráðast í tugmilljarða sölu síðar á árinu í gegnum almennt útboð.