Skoðun

Kerfisbundnar brottvísanir og stríðið gegn flóttafólki

Eyrún Ólöf Sigurðardóttir skrifar

Fregnir af málum Blessing Newton og Uhunoma Osayomore, sem embættismenn íslenska ríkisins hafa tekið ákvörðun um að endursenda til Nígeríu þar sem bæði voru þolendur mansals, þurfa engum að koma á óvart sem á annað borð fylgist með fréttum eða samfélagsumræðu hér á landi.

Skoðun

Breytingar á reglugerð

Andrea Þórey Hjaltadóttir skrifar

Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu.

Skoðun

Til hamingju með Ráð­gjafar­stofu inn­flytj­enda

Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar

Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað.

Skoðun

Verka- og lág­launa­fólk á enga vini í at­vinnu­stjórn­málum

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Við sem tilheyrum stétt verka og láglaunafólks höfum lengi vitað að við erum ávallt aftast í áheyrnar-röðinni hjá þeim sem fara með völd, ef að við komumst þá í röðina á annað borð. Við vitum að allt er gert til að hlusta ekki á það sem við segjum.

Skoðun

Mis­skilningur hjá Mennta­sjóði náms­manna

Kristófer Már Maronsson skrifar

Hið fræga frítekjumark námsstuðnings hefur í mörg ár verið deiluefni milli námsmanna og ríkisins. Tekjur námsmanns (sem eru skilgreind sem skattstofn í úthlutunarreglum) skerðir framfærslustuðning um 45% fyrir hverja krónu umfram frítekjumark. Frítekjumark skólaársins 2020-2021 er 1.364.000 krónur sem er að vissu leyti ruglandi fjárhæð.

Skoðun

Flokkurinn, sem gleymdi upp­runa sínum og til­gangi og geltist

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í eina tíð var eitt helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins „stétt-með-stétt“. Og, þetta var meira en slagorð. Þetta var stefnumörkun, sem var framkvæmd og stóðst. Þingmenn voru með margvíslegan bakgrunn; komu úr ólíkum starfsgreinum, höfðu ólíka menntun og feril að baki. Flokkurinn hafði oft um 40% fylgi. Þjóðarflokkur.

Skoðun

Ár­legur lestur Passíu­sálmanna

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Árlegur lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu hófst í síðustu viku og verða þeir að öllu óbreyttu lesnir fram að páskum. Þessi hefð hefur verið við lýði síðan árið 1944. Eins miklar mætur og ég hef á íslensku máli og menningu er ég algjörlega mótfallinn þessari hefð.

Skoðun

Bláfugl, SA og gervivertaka

Steindór Ingi Hall skrifar

Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu.

Skoðun

Að­gengi fyrir börn af er­lendum upp­runa

Alexandra Briem skrifar

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin.

Skoðun

Opið bréf frá hollvinum Punktsins

Guðrún Margrét Jónsdóttir,Barbara Hjartardóttir,Halldóra Kristjánsdóttir Larsen,Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifa

Punkturinn hefur verið starfræktur á Akureyri síðan 1994 þegar hann var stofnaður sem alhliða handverkstæði fyrir atvinnulaust fólk. Hlutverk hans hefur þróast og umsvif þjónustunnar aukist til muna á þessum tæplega 30 árum.

Skoðun

Með fullt hús fjár

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru.

Skoðun

Dýr­mæt þjónustu­tæki­færi enn til staðar í Boða­þingi

Hálfdán Henrýsson,María Fjóla Harðardóttir og Sigurður Garðarsson skrifa

Fyrir um 20 árum síðan tóku Kópavogsbær og Sjómannadagsráð upp samstarf um skipulag nýs hverfis í Boðaþingi. Meginhugmyndin var að skipuleggja þétta byggð sem sérstaklega yrði skipulögð með þarfir eldra fólks í Kópavogi í huga.

Skoðun

Nokkur orð um at­löguna að Sam­herja

Kristinn Sigurjónsson skrifar

Samherji er eitt af leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum Evrópu og á og rekur eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Erlendis nýtur fyrirtækið mikillar virðingar. Ekki síst vegna afurða í hæsta gæðaflokki og vegna tækninýjunga og brautryðjendastarfs á sviði veiða og vinnslu.

Skoðun

Þekkti ekki dómaframkvæmd

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Jón Steinar Gunnlaugsson ber saman meiðyrðamál hans á hendur Þorvaldi Gylfasyni og mál Benedikts Bogasonar á hendur honum sjálfum. Og kemst að þeirri niðurstöðu að Benedikt hafi vaðið áfram hugsunarlaust eins og bolakálfur.

Skoðun

Hafa drengir gleymst í skóla­kerfinu? Já

Júlíus Viggó Ólafsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson skrifa

„Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Nei.“ Þetta var fyrirsögn Þorsteins V. Einarssonar í Instagrampistli hans í gær, þar sem hann gerði lítið úr þeim áhyggjum sem varpað hefur verið fram um slæma stöðu drengja í íslenska menntakerfinu.

Skoðun

Á­hrifa­valdar og á­huga­fjár­festar

Baldur Thorlacius skrifar

Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta.

Skoðun

Stóriðjustefnan = nýju fötin keisarans

Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar

Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er verndun náttúrunnar haldbesta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir.

Skoðun

Sæti í stefnumótun Íslands til framtíðar

Berglind Guðmundsdóttir skrifar

Ég velti oft fyrir mér hvernig ég myndi vilja sjá Ísland fyrir komandi kynslóðir. Ég finn fyrir vaxandi áhuga unga fólksins á vissum málaflokkum, til að nefna orkumálum, náttúruvernd og heilbrigðismálum.

Skoðun

Forgangsröðun velferðarmála

Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu.

Skoðun

Það er engin skeið

Björn Hákon Sveinsson skrifar

Heilbrigðisstarfsfólk leitast alla daga við að finna orsakir einkenna fólks og meðhöndla eftir bestu getu.

Skoðun

Að þora inn í gin úlfsins

Marta Eiríksdóttir skrifar

Með þessari grein ætla ég að gera tilraun til þess að fá engin skítköst í þessu blessaða „kommenta“kerfi sem væri annars svo frábært að leggja alveg niður, því ég hef grun um að það þjóni engum fallegum tilgangi, þegar upp er staðið.

Skoðun

Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði

Þórarinn Lárusson skrifar

Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks.

Skoðun

Er Covid-ótti aðeins fyrir útvalda?

Helga Birgisdóttir skrifar

Ekki það að ég mæli með ótta, en merkilegt nokk, þá er metist um hann og vinsældir hans vaxa hratt. „Iss piss, með ÞINN ótta; hann er bara rugl og sýnir að þér er sama um alla aðra.“ Jebb, þú ógnar fjöldanum; ef þú deilir ekki rétta ríkisóttanum. Svo þú þegir - skiljanlega. Vilt ekki að aðrir haldi að þú viljir drepa einhvern.

Skoðun