Körfubolti

Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron

Bronny James, sonur LeBron James, mun spila með karli föður sínum á komandi tímabili í NBA-deildinni í körfubolta. Los Angeles Lakers valdi Bronny í nýliðavali deildarinnar en annað lið var með soninn á óskalista sínum en vildi virða óskir föðurins.

Körfubolti

Telur að Thomas sé betri en Basile

Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrifust af Devon Thomas í fyrsta leik hans fyrir Grindavík. Jón Halldór Eðvaldsson telur Grindvíkinga betur setta með hann en Dedrick Deon Basile sem lék með þeim í fyrra.

Körfubolti

Þurfti að leita til tann­læknis eftir vænan oln­boga

Sigurður Pétursson, leikmaður Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta, þurfti að leita á náðir neyðarþjónustu tannlækna eftir leik liðsins við Álftanes í Forsetahöllinni á fimmtudagskvöldið. Hann var illa útleikinn eftir að hafa fengið olnboga á kjammann.

Körfubolti

„Verðum að vera harðari“

Jamil Abiad stýrði Íslandsmeisturum Vals í fjarveru Finns Freys Stefánssonar er liðið mátti þola 14 stiga tap gegn Stjörnunni í 1. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Körfubolti

„Borgarnes-Bjarni grjót­harður í þessum leik“

Baldur Þór Ragnarsson stýrði Stjörnunni til sigurs í sínum fyrsta keppnisleik síðan hann tók við liðinu í sumar. Stjörnumenn réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta leik nýja þjálfarans og unnu 14 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Vals.

Körfubolti

„Ennis­bandið var slegið af honum“

Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var töluvert í sviðsljósinu undir lok leiksins gegn Keflavík. Bekkur Álftnesinga fékk tvær tæknivillur dæmdar á sig í framlengingunni fyrir mótmæli en Álftnesingar þurftu að lúta í gras eftir spennuleik gegn Keflavík.

Körfubolti

Maté: Erum að fara að tapa fullt af leikjum

Þjálfari Hauka, Maté Dalmay, var sjáanlega svekktur með það hvernig lið hans mætti til leiks gegn Hetti fyrr í kvöld. Gólfið á Ásvöllum var skúrað með Haukaliðinu og héldu strákarnir hans Viðars á moppunni. Leiknum lauk með 80-108 sigri gestanna og byrjun tímabilsins gæti varla verið verri.

Körfubolti

Finnur Freyr í bann fyrir lætin í Kefla­vík

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna framkomu hans í leik liðs hans við Keflavík í Meistarakeppni KKÍ síðustu helgi. Hann missir af leik Vals við Stjörnuna annað kvöld.

Körfubolti

Teitur í Ljóna­gryfjunni: „Eitt­hvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“

Ljóna­gryfjan. Í­þrótta­húsið sem hefur reynst Njarð­víkingum svo vel. Hefur verið form­lega kvatt með síðasta keppnis­leiknum í húsinu. Körfu­bolta­goð­sögnin Teitur Ör­lygs­son er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upp­lifað þar stórar gleði­stundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljóna­gryfjuna og segja frá sögu hennar.

Körfubolti

Gaz-leikur Pa­vels: Stans­laust djamm gegn bingó­kvöldi

Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld.

Körfubolti