Auðstétt verður til. Og þú borgar Gunnar Smári Egilsson skrifar 31. ágúst 2022 07:31 Í nokkrum greinum hef ég lýst skattabreytingum nýfrjálshyggjuáranna, hvernig skattbyrði var létt af fyrirtækjum svo eigendur þeirra gætu dregið meira fé til sín upp úr rekstrinum. Í síðustu grein sýndi ég hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin í kauphöllinni. Þar er meiri afgangur vegna minni skatta ekki notaður til fjárfestinga eða nýsköpunar heldur til að greiða meiri arð til eigenda og til uppkaupa á eigin hlutabréfum fyrirtækjanna, sem er önnur leið til að færa eigendum fé úr rekstrinum. 70% af hagnaði fyrirtækjanna fer þannig til eigenda, 19% í skatt til samfélagsins en aðeins 11% verða eftir í félögunum. Í annarri grein sýndi ég fram á hvernig skattbyrði var létt af fjármagnstekjum, hvernig þau sem hafa gríðarmiklar tekjur af fjármagni greiða lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fólk sem hefur litlar launatekjur, á varla í sig og á. Og ég benti á að fólk sem er með miklar fjármagnstekjur greiðir ekkert til sveitarfélagsins þar sem það býr, lifir þar í raun í boði ykkar hinna. Almenningur borgar fyrir skattalækkun hinna ríku Miðað við skattaframtöl fyrir árið 2021 má gera ráð fyrr sveitarfélögin missi um 19 milljarða króna vegna þess að útsvar er ekki lagt á fjármagnstekjur. Og þá bara vegna tekna 1% tekjuhæsta fólksins. 6 milljarða til til viðbótar ef við tökum fjármagnstekjur annarra með. Og sveitarfélögin misstu síðan 60 milljarða króna vegna þess að aðstöðugjald fyrirtækja var lagt af, veltuútsvar á fyrirtæki sem endurgjald fyrir þjónustu samfélagsins í sveitarfélaginu. Samanlagt eru þetta 85 milljarðar króna sem létt var af fyrirtækja- og fjármagnseigendum. Og hvernig var stoppað í gatið? Útsvar á launatekjur var hækkað úr 6,7% í 14,5%. Miðað við útsvarstekjur síðasta árs jafngildir það hækkun upp á 101 milljarð króna. Fyrirtækja- og fjármagnseigendur borga minni en þú borgar meira. Það var markmiðið. Þótt það hafi aldrei verið kynnt svo. 100 milljörðum hent út um gluggann… Lækkun tekjuskatts fyrirtækja færir eigendum þeirra um 60 milljarða króna miðað við uppgjör síðasta árs. Og niðurfelling á eignarsköttum fyrirtækja aðra 40 milljarða króna. Þetta fé, 100 milljarðar króna, var sótt í ríkissjóð. Þegar þessar skattalækkanir voru kynntar var ekki lögð fram áætlun um hvar finna ætti þetta fé, eins og krafist er þegar lagt er til að framlög til heilbrigðismála sé hækkað. Engar áætlanir voru lagðar fram um hvar ætti að skera niður á móti. Þessum tillögum fylgdu aðeins einhverjar trúarsetningar um að allt yrði svo miklu betra ef hin ríku yrðu ríkari, eitthvert hjal um að hagur allra hlyti þá að batna. … og meira til Eignaskattar á einstaklinga voru aflagðir á sama tíma og eignaskattar fyrirtækja, af Sjálfstæðisflokki og Framsókn 2005. Upplýsingar úr skattframtölum fyrir árið 2021 liggja ekki fyrir en miðað við framtölin 2020 þá jafngilti þetta því að ríkissjóður afsalaði sér 48,7 milljörðum króna. Talan verður mun hærra eftir eignabóluna 2021, 60 milljarðar króna hið minnsta. Og hverjir hrepptu vinninginn. 40% af fólki fékk ekkert. Næstu 20% fengu 3,3% af þessum peningum. Næstu 20% fengu 11,8%. Best settu 20 prósentin fengu því 84,9% af þessum happadrætti ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Og auðvitað er þessu ekki jafnt skipt innan þessara 20 prósenta. 10% best setta fólkið fékk 67,7% af heildinni. Og 1% ríkasta fólkið fékk 24,7% af upphæðinni. Það er jafn mikið og 86% þeirra fengu sem eiga minnst. Svona eru allar skattabreytingar nýfrjálshyggjuáranna. Stjórnlaus fjáraustur til hinna ríkustu. Arðsemi er aðeins fyrir einn, eigandann Sveitarfélögin töpuðu 85 milljörðum króna og ríkissjóður 160 milljörðum. Á ársgrundvelli. Þetta eru þrír nýir Landspítalar á ári. Mest af þessu var bætt upp með því að hækka skattana á þér en restin birtist í veikari grunnkerfum og grotnandi innviðum. Og til hvers? Kenningin var að þetta myndi hleypa nýju lífi í samfélagið og almenn velsæld myndi dreifast út. Það gekk ekki eftir. Aukning landsframleiðslu á mann hefur verið mun minni á nýfrjálshyggjuárunum en áratugina þar á undan. Tíminn sem páfagaukar nýfrjálshyggjunnar lýstu sem kennslubókardæmi um ömurlegar afleiðingar ríkisafskipta og ofurskatta voru mun blómlegri en nýfrjálshyggjutíminn. Hvernig má það vera? Ástæðan er að einsýni á arðsemi fyrirtækja sem mælikvarða, ekki bara á gengi fyrirtækjanna sjálfra heldur heilu atvinnugreinanna og samfélagsins alls. Arðsemi er mælikvarði á hversu mikið fé eigandinn getur dregið upp úr fyrirtæki. Það er góð arðsemi í fyrirtæki sem eigandinn skrælir að innan, borgar fólki léleg laun og okrar á viðskiptavinum þótt það fyrirtæki sé þjóðhagslega stórhættulegt. Fyrirtæki sem borgar góð laun, selur vörur á sanngjörnu verði, fjárfestir í nýsköpun og framþróun en skilar litlum hagnaði er með litla arðsemi þótt það sé þjóðhagslega frábært. Þannig er innbyggt í nýfrjálshyggjuna að hún vinnur gegn samfélaginu. Þið getið gælt við þá draumsýn að hagur eigenda fyrirtækja og samfélagsins fari ætíð saman, en þið eruð þá með eigenda í huga sem hugsar til langs tíma og vill byggja upp fyrirtæki í sátt við starfsfólk, viðskiptavini, samfélag og náttúru. En fjármálavæddur kapítalismi nýfrjálshyggjunnar býr ekki til slíka eigendur heldur eyðir þeim, færir fé til braskara í leit að skyndigróða sem kaupa fyrirtæki slíkra eigenda, hirða úr þeim verðmætin og hrækja út hræinu. Bara gamlir sigrar í kauphöllinni Ágæt leið til að skilja fjármálavæddan kapítalisma nýfrjálshyggjunnar er að skoða fyrirtækin í kauphöllinni. Bera þau vitni síkvikum sköpunarkrafti lifandi markaðskerfis sem ætíð poppar upp með nýjar og nýjar lausnir? Eða eru þetta meira og minna fyrirtæki sem búin voru til fyrir nýfrjálshyggju, en hafa síðan gengið kaupum og sölum og safnast nú upp í æ stærri og sálarlausari hrauka? Skoðum málið. Íslandsbanki er gamlir bankar í grunninn; Útvegsbankinn, Iðnaðarbankinn, Verslunarbankinn, Samvinnubankinn og meira að segja Alþýðubankinn, en líka opinberir sjóðir eins og Fiskveiðisjóður, Iðnlánasjóður, Útflutningslánasjóður og Iðnþróunarsjóður – allt fyrirbrigði sem áttu stóran þátt í að byggja upp byggðir og atvinnu á síðustu öld. Arion banki er síðan Búnaðarbankinn gamli, ríkisbanki að upplagi. Icelandair er náttúrlega gamla ríkisfyrirtækið Flugleiðir og Loftleiðir, sem ríkið tók yfir, nema hvað búið er skræla hótelin og ferðaskrifstofurnar af. Eimskip var byggt upp af íslenskum almenningi og meira að segja landsmönnum sem flúið höfðu til Vesturheims. Síminn er ríkisfyrirtæki sem byggði upp fjarskipti á Íslandi. Sjóvá og Vís eru rótgróin tryggingafélög úr gamla Íslandi, félagslega rekin og vernduð af ríkisvaldinu. Brim er að mestu Bæjarútgerð Reykjavíkur, Útgerðarfélag Akureyrar og líka félagslega uppbyggðar útgerðir ofan af Skaga. Síldarvinnslan varð til með samtakamætti fólks á Neskaupstað, sem kallaður var Litla Moskva, sem sambland af bæjarútgerð og samlagsfélagi útgerðarmanna. Iceland Seafood er í grunninn gamla Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, félag sem byggðist upp af einokun á saltfiskútflutningi, auk þess sem þarna inni eru Síldarútvegsnefnd og Sjávarafurðadeild Sambandsins. Kvika banki er að hálfu TM, sem var tryggingararmur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Eik, Reginn og Reitir eru fasteignafélög sem hafa fyrst og fremst keypt upp gamlar fasteignir. Festi og Hagar eru samansafn af verslunum sem tóku við þegar kaupfélögin misstu fótanna, að viðbættum lyfjabúðum og bensínstöðvum, uppsöfnuð hrúgöld sameininga í skjóli fákeppni. Nova og Sýn eru angar af samkeppni einkaaðila við Landssímann og eiga litlar rætur aftur fyrir nýfrjálshyggju. Origo er safn nokkurra upplýsingatæknifélaga, Skel gamli Skeljungur í grunninn og Ölgerð Egils Skallgrímssonar gömul gosdrykkjaverksmiðja en fyrst og fremst safn af heildsölum, afrakstur uppkaupa og samruna. Marel var stofnað á grunni rannsókna hjá Raunvísindastofnun Háskólans á þróun rafeindavogar sem nota mætti í veltingi út á sjó, en hefur síðan vaxið mikið með yfirtökum á öðrum fyrirtækjum víða um heim. Kannski er þessi gamla rafeindavog eina uppgötvunin sem finna má í kauphöllinni, eina fyrirbrigðið sem stæði undir goðsögn kapítalismans um frumkvæði og nýsköpun. Að öðru leyti eru félögin í kauphöllinni dæmi um fjármálavæddan kapítalisma. Fyrirtæki sem hefur gott aðgengi að fjármagni kaupir upp önnur fyrirtæki og sogar undir sig rekstur þeirra. Ekkert nýtt verður til. Yfirstjórnin fjarlægist fólkinu sem býr til verðmætin og fókus rekstrarins fer frá framleiðslu og þjónustu yfir á arðsemi, sem er kurteislegt orð yfir hversu mikið fé eigendur geta dregið til sín. Markmið með yfirtökum og samruna er að finna hin svokölluðu samlegðaráhrif sem í reynd eru sjaldnast annað en aukið vinnuálag og lægri laun þeirra sem keyra áfram reksturinn. Þar sem það gengur ekki til lengdar eru fasteignir seldar úr félögunum og jafnvel grunninnviðir, eins og símafyrirtækin eru að gera núna. Söluverðið er fært upp til eigendanna. Félögin eru veikluð til lengri tíma fyrir skammtíma hagnað sem eigendurnir hirða. Eftir sitja sálarlaus fyrirtæki sem er vond fyrir umhverfið og samfélagið, sem vont að vinna hjá og vont að versla við. Svo birtast þau í fréttum og þykjast vera að bugast af samfélagslegri ábyrgð, tilbúin að leysa loftslagsvandann (sem þau bjuggu til) og stuðla að betra samfélagi (sem þau eyðilögðu). Markmiðið var alltaf að skapa auðstétt, með ykkar peningum Þetta er það sem við fáum fyrir að lækka skatta á hin ríku, fjármagnseigendur og allra stærstu eigendur allra stærstu fyrirtækjanna. Ef við lækkum skatta á fyrirtæki stinga eigendurnir fénu sem losnar í vasann. Það fer ekkert í að bæta fyrirtækin, það afl sem skilið er eftir er notað til að kaupa upp fyrirtæki til að sýna með því vöxt þótt ekkert hafi í raun vaxið. Það er enginn betur settur þótt Hagar kaupi Olís og Festi N1. Það eina sem gerist er að nokkrum er sagt upp og eigendurnir greiða sér launin þeirra út sem arð á næsta ári. Og þegar búið var að lækka skatta á fyrirtæki var fjármagnstekjuskattur lækkaður og eignaskattar aflagðir. Fyrst var búið til svigrúm fyrir eigendurna til að borgar sér arð, svo var skatturinn á arðinn lækkaður og loks skatturinn á auðinn strikaður út. Þá ætti að vera ljóst til hvers leikurinn var gerður. Markmiðið var alltaf að búa til auðstétt svo sterka að hún gæti náð til sín öllum völdum í samfélaginu og haldið þeim. Völd sín notaði auðstéttin til að hefta opinberan rekstur og draga úr almannavaldi yfir fyrirtækjum, veikja verkalýðshreyfinguna, spilla stjórnmálastéttinni, yfirtaka fjölmiðlana og koma í veg fyrir að almenningur næði völdum í samfélaginu. Markmiðið var auðræði þar sem allar ákvarðanir sem einhverju skipta eru teknar af hinum svokallaða markaði þar sem hver króna hefur eitt atkvæði, en sem minnst ákveðið innan lýðræðisvettvangsins, í samtökum almennings, á þingi eða sveitarstjórnum, á vettvangi þar sem hver íbúi hefur eitt atkvæði. Og þar erum við nú. Hvað ætlar þú að gera í því? Fleiri greinar um skatta Ég hvet þig til að lesa aðrar greinar mínar um skatta. Eins og þú sérð af þessari eru skattamálin sjálfur vígvöllurinn þar sem auðstéttin tryggði sér völd. Okkur mun ekki takast að ná völdunum af auðvaldinu nema endurheimta völdin yfir sköttunum. Þessar greinar eru komnar, fleiri á leiðinni: 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs 4. Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig 5. Mesta rán Íslandssögunnar Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í nokkrum greinum hef ég lýst skattabreytingum nýfrjálshyggjuáranna, hvernig skattbyrði var létt af fyrirtækjum svo eigendur þeirra gætu dregið meira fé til sín upp úr rekstrinum. Í síðustu grein sýndi ég hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin í kauphöllinni. Þar er meiri afgangur vegna minni skatta ekki notaður til fjárfestinga eða nýsköpunar heldur til að greiða meiri arð til eigenda og til uppkaupa á eigin hlutabréfum fyrirtækjanna, sem er önnur leið til að færa eigendum fé úr rekstrinum. 70% af hagnaði fyrirtækjanna fer þannig til eigenda, 19% í skatt til samfélagsins en aðeins 11% verða eftir í félögunum. Í annarri grein sýndi ég fram á hvernig skattbyrði var létt af fjármagnstekjum, hvernig þau sem hafa gríðarmiklar tekjur af fjármagni greiða lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fólk sem hefur litlar launatekjur, á varla í sig og á. Og ég benti á að fólk sem er með miklar fjármagnstekjur greiðir ekkert til sveitarfélagsins þar sem það býr, lifir þar í raun í boði ykkar hinna. Almenningur borgar fyrir skattalækkun hinna ríku Miðað við skattaframtöl fyrir árið 2021 má gera ráð fyrr sveitarfélögin missi um 19 milljarða króna vegna þess að útsvar er ekki lagt á fjármagnstekjur. Og þá bara vegna tekna 1% tekjuhæsta fólksins. 6 milljarða til til viðbótar ef við tökum fjármagnstekjur annarra með. Og sveitarfélögin misstu síðan 60 milljarða króna vegna þess að aðstöðugjald fyrirtækja var lagt af, veltuútsvar á fyrirtæki sem endurgjald fyrir þjónustu samfélagsins í sveitarfélaginu. Samanlagt eru þetta 85 milljarðar króna sem létt var af fyrirtækja- og fjármagnseigendum. Og hvernig var stoppað í gatið? Útsvar á launatekjur var hækkað úr 6,7% í 14,5%. Miðað við útsvarstekjur síðasta árs jafngildir það hækkun upp á 101 milljarð króna. Fyrirtækja- og fjármagnseigendur borga minni en þú borgar meira. Það var markmiðið. Þótt það hafi aldrei verið kynnt svo. 100 milljörðum hent út um gluggann… Lækkun tekjuskatts fyrirtækja færir eigendum þeirra um 60 milljarða króna miðað við uppgjör síðasta árs. Og niðurfelling á eignarsköttum fyrirtækja aðra 40 milljarða króna. Þetta fé, 100 milljarðar króna, var sótt í ríkissjóð. Þegar þessar skattalækkanir voru kynntar var ekki lögð fram áætlun um hvar finna ætti þetta fé, eins og krafist er þegar lagt er til að framlög til heilbrigðismála sé hækkað. Engar áætlanir voru lagðar fram um hvar ætti að skera niður á móti. Þessum tillögum fylgdu aðeins einhverjar trúarsetningar um að allt yrði svo miklu betra ef hin ríku yrðu ríkari, eitthvert hjal um að hagur allra hlyti þá að batna. … og meira til Eignaskattar á einstaklinga voru aflagðir á sama tíma og eignaskattar fyrirtækja, af Sjálfstæðisflokki og Framsókn 2005. Upplýsingar úr skattframtölum fyrir árið 2021 liggja ekki fyrir en miðað við framtölin 2020 þá jafngilti þetta því að ríkissjóður afsalaði sér 48,7 milljörðum króna. Talan verður mun hærra eftir eignabóluna 2021, 60 milljarðar króna hið minnsta. Og hverjir hrepptu vinninginn. 40% af fólki fékk ekkert. Næstu 20% fengu 3,3% af þessum peningum. Næstu 20% fengu 11,8%. Best settu 20 prósentin fengu því 84,9% af þessum happadrætti ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Og auðvitað er þessu ekki jafnt skipt innan þessara 20 prósenta. 10% best setta fólkið fékk 67,7% af heildinni. Og 1% ríkasta fólkið fékk 24,7% af upphæðinni. Það er jafn mikið og 86% þeirra fengu sem eiga minnst. Svona eru allar skattabreytingar nýfrjálshyggjuáranna. Stjórnlaus fjáraustur til hinna ríkustu. Arðsemi er aðeins fyrir einn, eigandann Sveitarfélögin töpuðu 85 milljörðum króna og ríkissjóður 160 milljörðum. Á ársgrundvelli. Þetta eru þrír nýir Landspítalar á ári. Mest af þessu var bætt upp með því að hækka skattana á þér en restin birtist í veikari grunnkerfum og grotnandi innviðum. Og til hvers? Kenningin var að þetta myndi hleypa nýju lífi í samfélagið og almenn velsæld myndi dreifast út. Það gekk ekki eftir. Aukning landsframleiðslu á mann hefur verið mun minni á nýfrjálshyggjuárunum en áratugina þar á undan. Tíminn sem páfagaukar nýfrjálshyggjunnar lýstu sem kennslubókardæmi um ömurlegar afleiðingar ríkisafskipta og ofurskatta voru mun blómlegri en nýfrjálshyggjutíminn. Hvernig má það vera? Ástæðan er að einsýni á arðsemi fyrirtækja sem mælikvarða, ekki bara á gengi fyrirtækjanna sjálfra heldur heilu atvinnugreinanna og samfélagsins alls. Arðsemi er mælikvarði á hversu mikið fé eigandinn getur dregið upp úr fyrirtæki. Það er góð arðsemi í fyrirtæki sem eigandinn skrælir að innan, borgar fólki léleg laun og okrar á viðskiptavinum þótt það fyrirtæki sé þjóðhagslega stórhættulegt. Fyrirtæki sem borgar góð laun, selur vörur á sanngjörnu verði, fjárfestir í nýsköpun og framþróun en skilar litlum hagnaði er með litla arðsemi þótt það sé þjóðhagslega frábært. Þannig er innbyggt í nýfrjálshyggjuna að hún vinnur gegn samfélaginu. Þið getið gælt við þá draumsýn að hagur eigenda fyrirtækja og samfélagsins fari ætíð saman, en þið eruð þá með eigenda í huga sem hugsar til langs tíma og vill byggja upp fyrirtæki í sátt við starfsfólk, viðskiptavini, samfélag og náttúru. En fjármálavæddur kapítalismi nýfrjálshyggjunnar býr ekki til slíka eigendur heldur eyðir þeim, færir fé til braskara í leit að skyndigróða sem kaupa fyrirtæki slíkra eigenda, hirða úr þeim verðmætin og hrækja út hræinu. Bara gamlir sigrar í kauphöllinni Ágæt leið til að skilja fjármálavæddan kapítalisma nýfrjálshyggjunnar er að skoða fyrirtækin í kauphöllinni. Bera þau vitni síkvikum sköpunarkrafti lifandi markaðskerfis sem ætíð poppar upp með nýjar og nýjar lausnir? Eða eru þetta meira og minna fyrirtæki sem búin voru til fyrir nýfrjálshyggju, en hafa síðan gengið kaupum og sölum og safnast nú upp í æ stærri og sálarlausari hrauka? Skoðum málið. Íslandsbanki er gamlir bankar í grunninn; Útvegsbankinn, Iðnaðarbankinn, Verslunarbankinn, Samvinnubankinn og meira að segja Alþýðubankinn, en líka opinberir sjóðir eins og Fiskveiðisjóður, Iðnlánasjóður, Útflutningslánasjóður og Iðnþróunarsjóður – allt fyrirbrigði sem áttu stóran þátt í að byggja upp byggðir og atvinnu á síðustu öld. Arion banki er síðan Búnaðarbankinn gamli, ríkisbanki að upplagi. Icelandair er náttúrlega gamla ríkisfyrirtækið Flugleiðir og Loftleiðir, sem ríkið tók yfir, nema hvað búið er skræla hótelin og ferðaskrifstofurnar af. Eimskip var byggt upp af íslenskum almenningi og meira að segja landsmönnum sem flúið höfðu til Vesturheims. Síminn er ríkisfyrirtæki sem byggði upp fjarskipti á Íslandi. Sjóvá og Vís eru rótgróin tryggingafélög úr gamla Íslandi, félagslega rekin og vernduð af ríkisvaldinu. Brim er að mestu Bæjarútgerð Reykjavíkur, Útgerðarfélag Akureyrar og líka félagslega uppbyggðar útgerðir ofan af Skaga. Síldarvinnslan varð til með samtakamætti fólks á Neskaupstað, sem kallaður var Litla Moskva, sem sambland af bæjarútgerð og samlagsfélagi útgerðarmanna. Iceland Seafood er í grunninn gamla Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, félag sem byggðist upp af einokun á saltfiskútflutningi, auk þess sem þarna inni eru Síldarútvegsnefnd og Sjávarafurðadeild Sambandsins. Kvika banki er að hálfu TM, sem var tryggingararmur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Eik, Reginn og Reitir eru fasteignafélög sem hafa fyrst og fremst keypt upp gamlar fasteignir. Festi og Hagar eru samansafn af verslunum sem tóku við þegar kaupfélögin misstu fótanna, að viðbættum lyfjabúðum og bensínstöðvum, uppsöfnuð hrúgöld sameininga í skjóli fákeppni. Nova og Sýn eru angar af samkeppni einkaaðila við Landssímann og eiga litlar rætur aftur fyrir nýfrjálshyggju. Origo er safn nokkurra upplýsingatæknifélaga, Skel gamli Skeljungur í grunninn og Ölgerð Egils Skallgrímssonar gömul gosdrykkjaverksmiðja en fyrst og fremst safn af heildsölum, afrakstur uppkaupa og samruna. Marel var stofnað á grunni rannsókna hjá Raunvísindastofnun Háskólans á þróun rafeindavogar sem nota mætti í veltingi út á sjó, en hefur síðan vaxið mikið með yfirtökum á öðrum fyrirtækjum víða um heim. Kannski er þessi gamla rafeindavog eina uppgötvunin sem finna má í kauphöllinni, eina fyrirbrigðið sem stæði undir goðsögn kapítalismans um frumkvæði og nýsköpun. Að öðru leyti eru félögin í kauphöllinni dæmi um fjármálavæddan kapítalisma. Fyrirtæki sem hefur gott aðgengi að fjármagni kaupir upp önnur fyrirtæki og sogar undir sig rekstur þeirra. Ekkert nýtt verður til. Yfirstjórnin fjarlægist fólkinu sem býr til verðmætin og fókus rekstrarins fer frá framleiðslu og þjónustu yfir á arðsemi, sem er kurteislegt orð yfir hversu mikið fé eigendur geta dregið til sín. Markmið með yfirtökum og samruna er að finna hin svokölluðu samlegðaráhrif sem í reynd eru sjaldnast annað en aukið vinnuálag og lægri laun þeirra sem keyra áfram reksturinn. Þar sem það gengur ekki til lengdar eru fasteignir seldar úr félögunum og jafnvel grunninnviðir, eins og símafyrirtækin eru að gera núna. Söluverðið er fært upp til eigendanna. Félögin eru veikluð til lengri tíma fyrir skammtíma hagnað sem eigendurnir hirða. Eftir sitja sálarlaus fyrirtæki sem er vond fyrir umhverfið og samfélagið, sem vont að vinna hjá og vont að versla við. Svo birtast þau í fréttum og þykjast vera að bugast af samfélagslegri ábyrgð, tilbúin að leysa loftslagsvandann (sem þau bjuggu til) og stuðla að betra samfélagi (sem þau eyðilögðu). Markmiðið var alltaf að skapa auðstétt, með ykkar peningum Þetta er það sem við fáum fyrir að lækka skatta á hin ríku, fjármagnseigendur og allra stærstu eigendur allra stærstu fyrirtækjanna. Ef við lækkum skatta á fyrirtæki stinga eigendurnir fénu sem losnar í vasann. Það fer ekkert í að bæta fyrirtækin, það afl sem skilið er eftir er notað til að kaupa upp fyrirtæki til að sýna með því vöxt þótt ekkert hafi í raun vaxið. Það er enginn betur settur þótt Hagar kaupi Olís og Festi N1. Það eina sem gerist er að nokkrum er sagt upp og eigendurnir greiða sér launin þeirra út sem arð á næsta ári. Og þegar búið var að lækka skatta á fyrirtæki var fjármagnstekjuskattur lækkaður og eignaskattar aflagðir. Fyrst var búið til svigrúm fyrir eigendurna til að borgar sér arð, svo var skatturinn á arðinn lækkaður og loks skatturinn á auðinn strikaður út. Þá ætti að vera ljóst til hvers leikurinn var gerður. Markmiðið var alltaf að búa til auðstétt svo sterka að hún gæti náð til sín öllum völdum í samfélaginu og haldið þeim. Völd sín notaði auðstéttin til að hefta opinberan rekstur og draga úr almannavaldi yfir fyrirtækjum, veikja verkalýðshreyfinguna, spilla stjórnmálastéttinni, yfirtaka fjölmiðlana og koma í veg fyrir að almenningur næði völdum í samfélaginu. Markmiðið var auðræði þar sem allar ákvarðanir sem einhverju skipta eru teknar af hinum svokallaða markaði þar sem hver króna hefur eitt atkvæði, en sem minnst ákveðið innan lýðræðisvettvangsins, í samtökum almennings, á þingi eða sveitarstjórnum, á vettvangi þar sem hver íbúi hefur eitt atkvæði. Og þar erum við nú. Hvað ætlar þú að gera í því? Fleiri greinar um skatta Ég hvet þig til að lesa aðrar greinar mínar um skatta. Eins og þú sérð af þessari eru skattamálin sjálfur vígvöllurinn þar sem auðstéttin tryggði sér völd. Okkur mun ekki takast að ná völdunum af auðvaldinu nema endurheimta völdin yfir sköttunum. Þessar greinar eru komnar, fleiri á leiðinni: 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs 4. Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig 5. Mesta rán Íslandssögunnar Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun