Boltinn er enn hjá vinnumarkaðnum Halldór Benjamín Þorbergsson og Konráð S. Guðjónsson skrifa 21. nóvember 2022 09:30 Það kom mörgum á óvart þegar peningastefnunefnd Seðlabanks ákvað að hækka vexti um aðeins 0,25 prósentustig í október síðastliðnum. Vextir höfðu þá hækkað um 3,5 prósentustig á árinu og verðbólga 9,3% - langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiðinu. Á sama tíma, sem kom kannski enn meira á óvart, gaf seðlabankastjóri í skyn að ekki myndi endilega koma til frekari vaxtahækkana. Á kynningarfundi vaxtaákvörðunarinnar sagði seðlabankastjóri: „… við erum búin að hækka vexti. Áhrifin eru komin fram. Ætla aðrir að taka við boltanum? Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum af okkur?“ Hvað varðar vinnumarkaðinn getum við afdráttarlaust sagt: Vinnumarkaðurinn er með boltann og á eftir að senda hann – vonandi áfram á næsta mann eða í mark en ekki út af og upp í stúku. Vendipunktur í kjaraviðræðum? Nýlega hafa SGS, VR/LÍV og samflot iðnaðarmanna vísað kjaraviðræðum við SA til ríkissáttasemjara. Um er að ræða hópa sem semja fyrir meirihluta launafólks á almennum markaði og gefa því eðli máls samkvæmt tóninn í almennri launaþróun næstu misseri. Með því færist nýr taktur í kjaraviðræðurnar og ýmislegt getur gerst. Það sem skiptir mestu máli er að flestir samningsaðilar hafa talað fyrir því að ljúka tiltölulega stuttum kjarasamningum hratt og örugglega. Samtök atvinnulífsins hafa t.a.m. lagt mikla áherslu á að hækka laun og verja kaupmátt upp að því marki að það kalli ekki á vaxtahækkanir Seðlabankans. Fær vinnumarkaðurinn að taka við boltanum? Þetta ferli er í þessum skilningi rétt svo að hefjast. Til að halda áfram með myndmál seðlabankastjóra má jafnvel segja að vinnumarkaðurinn sé rétt svo að grípa boltann. Miklar vaxtahækkanir ofan í skilaboðin síðast og stöðuna nú mætti því túlka sem svo að Seðlabankinn hafi aldrei gefið boltann og að vinnumarkaðurinn hafi í raun ekki tækifæri á að spila með. Veruleikinn er sá að það er raunhæft markmið að ná niður verðbólgu án þess að það komi til frekari vaxtahækkana ef launahækkanir og fleiri þættir eru innan þess ramma sem samræmist því að verðbólgan taki að hjaðna. Til að það markmið verði að veruleika er æskilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans sitji hjá að þessu sinni. Ekki aðkallandi að hækka vexti núna Óháð stöðunni á vinnumarkaði, sem er jú alls ekki það eina sem peningastefnunefnd þarf af horfa til, er hægt týna til ýmis rök fyrir að vextir Seðlabankans ættu að hækka. Má þar helst nefna minnkandi vaxtamun við útlönd, hækkun verðbólguálags á markaði, meiri verðbólgu í október en reiknað var með og að húsnæðisverðshækkanir hafa reynst þrálátari en flestir reiknuðu með. Án þess að fara í smáatriðin er margt sem bendir til þess að þessir þættir breyti ekki stóru myndinni, t.a.m. að horfur eru á minnkandi verðbólgu og áhrif mikilla vaxtahækkana á árinu á verðbólgu eru enn vart byrjuð að koma fram. Frá sjónarhóli Seðlabankans vitum við líka að raunvaxtastig á ólíka mælikvarða skiptir miklu máli. Á mælikvarða verðbólgu og fjögurra ólíkra mælikvarða á eins árs verðbólguvæntingar hefur það raunvaxtastig áfram þokast upp á við eftir síðustu vaxtaákvörðun – ólíkt því sem var þegar vextir fóru hratt hækkandi. Við lifum í heimi viðvarandi óvissu og því mögulegt að það muni koma til þess að vextir þurfi að hækka á næstunni. En eins og þróunin hefur verið liggur ekki á að hækka vexti á þessum tímapunkti. Lækkandi vextir eru sameiginlegt hagsmunamál Fái vinnumarkaðurinn tækifæri til að spila af ábyrgð úr kjarasamningagerð með Seðlabankann á hliðarlínu skapast tækifæri til að ná í senn niður verðbólgu og vöxtum. Þetta skiptir heimilin gríðarlega miklu máli því eins og þekkt er orðið eru það bæði hækkandi vextir og almennar verðhækkanir sem kroppa í kaupmátt fólks um þessar mundir. Með því að snúa þeirri þróun við má auka kaupmátt umtalsvert. Hvað varðar fyrirtækin eru áhrifin hliðstæð. Líklega er stærsta ástæðan fyrir almennt góðri afkomu íslensks atvinnulífs á síðasta ári lágt vaxtastig og hagstæð fjármögnunarskilyrði. Það gerði þeim kleift að vinna til baka öll störfin sem glötuðust í faraldrinum og kom vafalítið í veg fyrir að fjölmörg fyrirtæki legðu upp laupana. Núna hefur staðan snúist í 180 gráður og bara spurning um hversu mikið en ekki hvort verðbólga, vextir, og veiking krónunnar séu að klípa í afkomu fyrirtækja rétt eins og heimila. Fimmtungs lækkun hlutabréfaverðs frá áramótum gæti gefið einhverja vísbendingu. Aðalatriðið er einfalt: Minni verðbólga og lækkun vaxta er sameiginlegt hagsmunamál sem allir þurfa að vinna að og vinnumarkaðurinn þarf að fá tækifæra til að leysa. Óbreyttir vextir á miðvikudaginn yrðu gott innlegg í þá lausn. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SAKonráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Konráð S. Guðjónsson Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar peningastefnunefnd Seðlabanks ákvað að hækka vexti um aðeins 0,25 prósentustig í október síðastliðnum. Vextir höfðu þá hækkað um 3,5 prósentustig á árinu og verðbólga 9,3% - langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiðinu. Á sama tíma, sem kom kannski enn meira á óvart, gaf seðlabankastjóri í skyn að ekki myndi endilega koma til frekari vaxtahækkana. Á kynningarfundi vaxtaákvörðunarinnar sagði seðlabankastjóri: „… við erum búin að hækka vexti. Áhrifin eru komin fram. Ætla aðrir að taka við boltanum? Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum af okkur?“ Hvað varðar vinnumarkaðinn getum við afdráttarlaust sagt: Vinnumarkaðurinn er með boltann og á eftir að senda hann – vonandi áfram á næsta mann eða í mark en ekki út af og upp í stúku. Vendipunktur í kjaraviðræðum? Nýlega hafa SGS, VR/LÍV og samflot iðnaðarmanna vísað kjaraviðræðum við SA til ríkissáttasemjara. Um er að ræða hópa sem semja fyrir meirihluta launafólks á almennum markaði og gefa því eðli máls samkvæmt tóninn í almennri launaþróun næstu misseri. Með því færist nýr taktur í kjaraviðræðurnar og ýmislegt getur gerst. Það sem skiptir mestu máli er að flestir samningsaðilar hafa talað fyrir því að ljúka tiltölulega stuttum kjarasamningum hratt og örugglega. Samtök atvinnulífsins hafa t.a.m. lagt mikla áherslu á að hækka laun og verja kaupmátt upp að því marki að það kalli ekki á vaxtahækkanir Seðlabankans. Fær vinnumarkaðurinn að taka við boltanum? Þetta ferli er í þessum skilningi rétt svo að hefjast. Til að halda áfram með myndmál seðlabankastjóra má jafnvel segja að vinnumarkaðurinn sé rétt svo að grípa boltann. Miklar vaxtahækkanir ofan í skilaboðin síðast og stöðuna nú mætti því túlka sem svo að Seðlabankinn hafi aldrei gefið boltann og að vinnumarkaðurinn hafi í raun ekki tækifæri á að spila með. Veruleikinn er sá að það er raunhæft markmið að ná niður verðbólgu án þess að það komi til frekari vaxtahækkana ef launahækkanir og fleiri þættir eru innan þess ramma sem samræmist því að verðbólgan taki að hjaðna. Til að það markmið verði að veruleika er æskilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans sitji hjá að þessu sinni. Ekki aðkallandi að hækka vexti núna Óháð stöðunni á vinnumarkaði, sem er jú alls ekki það eina sem peningastefnunefnd þarf af horfa til, er hægt týna til ýmis rök fyrir að vextir Seðlabankans ættu að hækka. Má þar helst nefna minnkandi vaxtamun við útlönd, hækkun verðbólguálags á markaði, meiri verðbólgu í október en reiknað var með og að húsnæðisverðshækkanir hafa reynst þrálátari en flestir reiknuðu með. Án þess að fara í smáatriðin er margt sem bendir til þess að þessir þættir breyti ekki stóru myndinni, t.a.m. að horfur eru á minnkandi verðbólgu og áhrif mikilla vaxtahækkana á árinu á verðbólgu eru enn vart byrjuð að koma fram. Frá sjónarhóli Seðlabankans vitum við líka að raunvaxtastig á ólíka mælikvarða skiptir miklu máli. Á mælikvarða verðbólgu og fjögurra ólíkra mælikvarða á eins árs verðbólguvæntingar hefur það raunvaxtastig áfram þokast upp á við eftir síðustu vaxtaákvörðun – ólíkt því sem var þegar vextir fóru hratt hækkandi. Við lifum í heimi viðvarandi óvissu og því mögulegt að það muni koma til þess að vextir þurfi að hækka á næstunni. En eins og þróunin hefur verið liggur ekki á að hækka vexti á þessum tímapunkti. Lækkandi vextir eru sameiginlegt hagsmunamál Fái vinnumarkaðurinn tækifæri til að spila af ábyrgð úr kjarasamningagerð með Seðlabankann á hliðarlínu skapast tækifæri til að ná í senn niður verðbólgu og vöxtum. Þetta skiptir heimilin gríðarlega miklu máli því eins og þekkt er orðið eru það bæði hækkandi vextir og almennar verðhækkanir sem kroppa í kaupmátt fólks um þessar mundir. Með því að snúa þeirri þróun við má auka kaupmátt umtalsvert. Hvað varðar fyrirtækin eru áhrifin hliðstæð. Líklega er stærsta ástæðan fyrir almennt góðri afkomu íslensks atvinnulífs á síðasta ári lágt vaxtastig og hagstæð fjármögnunarskilyrði. Það gerði þeim kleift að vinna til baka öll störfin sem glötuðust í faraldrinum og kom vafalítið í veg fyrir að fjölmörg fyrirtæki legðu upp laupana. Núna hefur staðan snúist í 180 gráður og bara spurning um hversu mikið en ekki hvort verðbólga, vextir, og veiking krónunnar séu að klípa í afkomu fyrirtækja rétt eins og heimila. Fimmtungs lækkun hlutabréfaverðs frá áramótum gæti gefið einhverja vísbendingu. Aðalatriðið er einfalt: Minni verðbólga og lækkun vaxta er sameiginlegt hagsmunamál sem allir þurfa að vinna að og vinnumarkaðurinn þarf að fá tækifæra til að leysa. Óbreyttir vextir á miðvikudaginn yrðu gott innlegg í þá lausn. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SAKonráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun