Tilgreind séreign – Á ég að skrá mig? Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. október 2023 08:01 Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign. En eigum við að þiggja það boð? Það hentar ekki endilega öllum en mikilvægt er að kynna sér kosti þess og galla svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun sem hentar aðstæðum hvers og eins. Munurinn á tilgreindri séreign og samtryggingu Ekki er þetta til að einfalda kerfi sem nú þegar er ansi flókið, en við verðum þó að skilja um hvað valið stendur. Samtrygging eru þau hefðbundnu lífeyrisréttindi sem við flest þekkjum. Með iðgjaldagreiðslum söfnum við okkur rétti til mánaðarlegra greiðslna ævilangt, óháð ævilengd, auk áfallalífeyris. Við stýrum ekki sjálf hvernig slíkur lífeyrir er ávaxtaður og ráðum ekki úttektarfyrirkomulagi hans umfram að ákveða hvenær hefja skal lífeyristöku. Tilgreind séreign á lítið sem ekkert skylt við samtryggingu. Engar tryggingar fylgja séreigninni og þegar hún hefur að fullu verið tekin út og notuð er hún búin. Í raun er tilgreind séreign mjög svipuð viðbótarlífeyrissparnaði (sem er valfrjáls tegund séreignar) eða sparnaði í banka; við ráðum hvernig hún er ávöxtuð og að miklu leyti hvenær og með hvaða hætti við tökum hana út. Kostir og ókostir Lítum á nokkur atriði sem geta haft áhrif á hvort við viljum safna tilgreindri séreign, en henni verður ekki safnað nema við tilkynnum okkar lífeyrissjóði um þá ákvörðun. Kostir Mun meiri sveigjanleiki við úttekt Dreifa má greiðslum frá í fyrsta lagi 62 ára aldri til 67 ára eða taka út eftir hentisemi eftir að 67 ára aldri er náð. Ekki er hægt að stýra úttekt samtryggingar nema að því leiti að ákveða hvenær greiðslur skulu hefjast. Möguleiki á minni skerðingum almannatrygginga Þar sem stýra má úttekt tilgreindrar séreignar má sækja hana áður en sótt er um greiðslur frá Tryggingastofnun (TR). Samtrygging er hins vegar greidd ævilangt og skerðir því greiðslur TR eftir að þær hefjast. Séreign erfist að fullu Við andlát erfist tilgreind séreign með sama hætti og aðrar eignir samkvæmt lögum. Samtrygging erfist ekki, en í stað arfs er eftir atvikum greiddur maka- og barnalífeyrir. Fleiri valkostir um ávöxtun Velja má ávöxtunarleið og geymslustað, sem ekki býðst við söfnun samtryggingarréttinda. Hentar þeim eldri Sé fólk í aldurstengdri réttindaávinnslu lífeyris safnast samtryggingarréttindi hægar eftir því sem við eldumst. Því eykst hvati til þess að safna tilgreindri séreign með árunum. Fólki yfir ákveðnum aldri, til dæmis fimmtugu, í aldurstengdri réttindaávinnslu, er því oft bent á kosti þess að safna tilgreindri séreign. Ókostir Minni tryggingar Í samtryggingu erum við tryggð fyrir langlífi með ævilöngum réttindum, örorku með örorkulífeyri og fjölskyldu okkar tryggðar greiðslur með maka- og barnalífeyri. Engar slíkar tryggingar fylgja tilgreindri séreign. Gæti síður hentað ungum Yngra fólk í aldurstengri réttindaávinnslu safnar mjög miklum lífeyrisréttindum, en auk þess dýrmætum áfallalífeyrisrétti. Með því að sleppa tilgreindri séreign á yngri árum má því tryggja sig mun betur fyrir mögulegri örorku og safna jafnvel um leið enn hærri fjárhæðum í formi samtryggingar en hefði safnast í tilgreinda séreign. Gæti síður hentað eldri í jafnri ávinnslu Sé sjóðfélagi í jafnri réttindaávinnslu dregur ekki úr hraða uppsöfnunar samtryggingar eftir því sem fólk eldist. Því safnar sextugur sjóðfélagi réttindum að sama krafti og tvítugur. Slík ávinnsla er ekki algeng, en getur til dæmis fylgt greiðslum í A deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Eins og sjá má ekki alhæfa um hvort landsmenn skuli skrá sig í tilgreinda séreign eða ekki, en fyrir marga virðst það þó ansi hreint heillandi kostur. Lífeyrisréttindi eru dýrmæt og mikilvæg og því borgar sig að taka ákvarðanir á borð við þessar af yfirvegun og eftir að kostir og gallar hafa verið metnir með tilliti til okkar aðstæðna. Höfundur er fjármálaráðgjafi og býður meðal annars upp á námskeið og ráðgjöf um lífeyrismál. www.bjornberg.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign. En eigum við að þiggja það boð? Það hentar ekki endilega öllum en mikilvægt er að kynna sér kosti þess og galla svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun sem hentar aðstæðum hvers og eins. Munurinn á tilgreindri séreign og samtryggingu Ekki er þetta til að einfalda kerfi sem nú þegar er ansi flókið, en við verðum þó að skilja um hvað valið stendur. Samtrygging eru þau hefðbundnu lífeyrisréttindi sem við flest þekkjum. Með iðgjaldagreiðslum söfnum við okkur rétti til mánaðarlegra greiðslna ævilangt, óháð ævilengd, auk áfallalífeyris. Við stýrum ekki sjálf hvernig slíkur lífeyrir er ávaxtaður og ráðum ekki úttektarfyrirkomulagi hans umfram að ákveða hvenær hefja skal lífeyristöku. Tilgreind séreign á lítið sem ekkert skylt við samtryggingu. Engar tryggingar fylgja séreigninni og þegar hún hefur að fullu verið tekin út og notuð er hún búin. Í raun er tilgreind séreign mjög svipuð viðbótarlífeyrissparnaði (sem er valfrjáls tegund séreignar) eða sparnaði í banka; við ráðum hvernig hún er ávöxtuð og að miklu leyti hvenær og með hvaða hætti við tökum hana út. Kostir og ókostir Lítum á nokkur atriði sem geta haft áhrif á hvort við viljum safna tilgreindri séreign, en henni verður ekki safnað nema við tilkynnum okkar lífeyrissjóði um þá ákvörðun. Kostir Mun meiri sveigjanleiki við úttekt Dreifa má greiðslum frá í fyrsta lagi 62 ára aldri til 67 ára eða taka út eftir hentisemi eftir að 67 ára aldri er náð. Ekki er hægt að stýra úttekt samtryggingar nema að því leiti að ákveða hvenær greiðslur skulu hefjast. Möguleiki á minni skerðingum almannatrygginga Þar sem stýra má úttekt tilgreindrar séreignar má sækja hana áður en sótt er um greiðslur frá Tryggingastofnun (TR). Samtrygging er hins vegar greidd ævilangt og skerðir því greiðslur TR eftir að þær hefjast. Séreign erfist að fullu Við andlát erfist tilgreind séreign með sama hætti og aðrar eignir samkvæmt lögum. Samtrygging erfist ekki, en í stað arfs er eftir atvikum greiddur maka- og barnalífeyrir. Fleiri valkostir um ávöxtun Velja má ávöxtunarleið og geymslustað, sem ekki býðst við söfnun samtryggingarréttinda. Hentar þeim eldri Sé fólk í aldurstengdri réttindaávinnslu lífeyris safnast samtryggingarréttindi hægar eftir því sem við eldumst. Því eykst hvati til þess að safna tilgreindri séreign með árunum. Fólki yfir ákveðnum aldri, til dæmis fimmtugu, í aldurstengdri réttindaávinnslu, er því oft bent á kosti þess að safna tilgreindri séreign. Ókostir Minni tryggingar Í samtryggingu erum við tryggð fyrir langlífi með ævilöngum réttindum, örorku með örorkulífeyri og fjölskyldu okkar tryggðar greiðslur með maka- og barnalífeyri. Engar slíkar tryggingar fylgja tilgreindri séreign. Gæti síður hentað ungum Yngra fólk í aldurstengri réttindaávinnslu safnar mjög miklum lífeyrisréttindum, en auk þess dýrmætum áfallalífeyrisrétti. Með því að sleppa tilgreindri séreign á yngri árum má því tryggja sig mun betur fyrir mögulegri örorku og safna jafnvel um leið enn hærri fjárhæðum í formi samtryggingar en hefði safnast í tilgreinda séreign. Gæti síður hentað eldri í jafnri ávinnslu Sé sjóðfélagi í jafnri réttindaávinnslu dregur ekki úr hraða uppsöfnunar samtryggingar eftir því sem fólk eldist. Því safnar sextugur sjóðfélagi réttindum að sama krafti og tvítugur. Slík ávinnsla er ekki algeng, en getur til dæmis fylgt greiðslum í A deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Eins og sjá má ekki alhæfa um hvort landsmenn skuli skrá sig í tilgreinda séreign eða ekki, en fyrir marga virðst það þó ansi hreint heillandi kostur. Lífeyrisréttindi eru dýrmæt og mikilvæg og því borgar sig að taka ákvarðanir á borð við þessar af yfirvegun og eftir að kostir og gallar hafa verið metnir með tilliti til okkar aðstæðna. Höfundur er fjármálaráðgjafi og býður meðal annars upp á námskeið og ráðgjöf um lífeyrismál. www.bjornberg.is
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun