Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2024 11:22 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir einstakt hversu mörg mál tengd bílastæðafyrirtækinu Base Parking rati á borð þeirra. Vísir/Arnar Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. Fréttastofa hefur undanfarna daga fjallað um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli. Fjölmargir hafa stigið fram og ekki sagt farir sínar sléttar eftir viðskipti við fyrirtækið. Frásagnirnar skipta tugum ef ekki hundruðum. Meðal þeirra mála sem oftast koma upp eru seinkanir þegar bílum er skilað, týndir lyklar, tjón á bifreiðum, grunsamlega hækkað kílómetragjald eða rusl og matarleifar í bílunum. Þá hafa margir lýst því að erfiðlega hafi gengið að ná sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins sem svari kvörtunum seint eða alls ekki. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kannast vel mál af þessu tagi. „Í fyrsta lagi er það náttúrulega alveg glatað að lenda í því að svona sé farið með eigur manns. Þegar neytendur treysta fyrirtæki fyrir eigum sínum þá verður að vanda til verka. Ekki síst þegar um bíla er að ræða sem geta verið mjög dýrir og því alveg glatað að lenda í svona.“ Um það bil eitt mál á mánuði Breki segir um það bil eitt mál á mánuði berast til Neytendasamtakanna, þar sem Base Parking kemur við sögu. Öðru máli gegni um önnur fyrirtæki í sama bransa, þar sem eitt og eitt mál komi vissulega upp en ekkert þessu líkt. Um það bil eitt mál á mánuði ratar á borð Neytendasamtakanna vegna Base Parking. Vísir/Arnar „Þetta er alveg einstakt, hvað mál tengd þessu fyrirtæki koma oft á okkar borð. Þetta eru svona svipuð mál og hafa verið til umfjöllunar. Lyklar hafa verið að týnast eða kílómetrastaða hefur hækkað grunsamlega mikið í geymslu hjá fyrirtækinu og þar fram eftir götunum.“ Þá segir Breki að það sé skýrt í lögum að verði fólk fyrir tjóni, eigi það rétt á bótum. Því miður geti hinsvegar oft verið erfitt að sanna tjónið og heimfæra kostnað. Hann hvetur fólk til að hafa samband við Neytendasamtökin sem geti verið því innan handar. „Við höfum verið í sambandi við þetta fyrirtæki og það verður nú að segjast að þó það taki yfirleitt langan tíma, að okkar mati allt of langan tíma, þá hefur nú náðst niðurstaða í þau mál sem við höfum haft til meðferðar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendsamtakanna. Neytendur Bílar Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Fréttastofa hefur undanfarna daga fjallað um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli. Fjölmargir hafa stigið fram og ekki sagt farir sínar sléttar eftir viðskipti við fyrirtækið. Frásagnirnar skipta tugum ef ekki hundruðum. Meðal þeirra mála sem oftast koma upp eru seinkanir þegar bílum er skilað, týndir lyklar, tjón á bifreiðum, grunsamlega hækkað kílómetragjald eða rusl og matarleifar í bílunum. Þá hafa margir lýst því að erfiðlega hafi gengið að ná sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins sem svari kvörtunum seint eða alls ekki. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kannast vel mál af þessu tagi. „Í fyrsta lagi er það náttúrulega alveg glatað að lenda í því að svona sé farið með eigur manns. Þegar neytendur treysta fyrirtæki fyrir eigum sínum þá verður að vanda til verka. Ekki síst þegar um bíla er að ræða sem geta verið mjög dýrir og því alveg glatað að lenda í svona.“ Um það bil eitt mál á mánuði Breki segir um það bil eitt mál á mánuði berast til Neytendasamtakanna, þar sem Base Parking kemur við sögu. Öðru máli gegni um önnur fyrirtæki í sama bransa, þar sem eitt og eitt mál komi vissulega upp en ekkert þessu líkt. Um það bil eitt mál á mánuði ratar á borð Neytendasamtakanna vegna Base Parking. Vísir/Arnar „Þetta er alveg einstakt, hvað mál tengd þessu fyrirtæki koma oft á okkar borð. Þetta eru svona svipuð mál og hafa verið til umfjöllunar. Lyklar hafa verið að týnast eða kílómetrastaða hefur hækkað grunsamlega mikið í geymslu hjá fyrirtækinu og þar fram eftir götunum.“ Þá segir Breki að það sé skýrt í lögum að verði fólk fyrir tjóni, eigi það rétt á bótum. Því miður geti hinsvegar oft verið erfitt að sanna tjónið og heimfæra kostnað. Hann hvetur fólk til að hafa samband við Neytendasamtökin sem geti verið því innan handar. „Við höfum verið í sambandi við þetta fyrirtæki og það verður nú að segjast að þó það taki yfirleitt langan tíma, að okkar mati allt of langan tíma, þá hefur nú náðst niðurstaða í þau mál sem við höfum haft til meðferðar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendsamtakanna.
Neytendur Bílar Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira