Lífið

„Þetta var svo­lítið biblíuleg mynd“

Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa
Guðmundur Eyjólfur horfir dreyminn út fjörðinn sinn
Guðmundur Eyjólfur horfir dreyminn út fjörðinn sinn RAX

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndaði Guðmund Eyjólf á trébáti sem hét Rúna þar sem Guðmundur sigldi um Ísafjarðardjúp og veiddi fisk. 

Ragnar vildi ná mynd sem sýndi hvernig það er stunda fiskveiðar á svona litlum og opnum báti þegar hann náði myndinni sem hann var ánægður með. Guðmundur Eyjólfur horfði dreyminn út fjörðinn sinn, sólstafir gengu niður úr skýjunum fyrir aftan hann og fugl flaug fyrir ofan hann. Ragnar hallaði sjóndeildarhringnum í myndinni, sem telst óvanalegt, því hann vildi skapa þau áhrif að áhorfandanum fyndist hann vera á sjó með Guðmundu Eyjólfi.

„Þú átt að rugga með myndinni.“

Söguna af myndinni af Guðmundi Eyjólfi á Rúnu má sjá í nýjasta þættinum af RAX Augnablik, í spilaranum hér að neðan.

Fleiri þætti úr smiðju RAX má sjá á sjónvarpsvef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×