Enn ósamið við tugi þúsunda opinberra starfsmanna og samningar lausir Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2024 11:50 Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM losnuðu um þessi mánaðarmót. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að það setji vonandi aukinn þunga í viðræður við ríki og sveitarfélög. Stöð 2/Arnar Kjarasamningar við aðildarfélög rúmlega fjörutíu þúsund opinberra starfsmanna runnu út nú um mánaðamótin. Formaður BSRB segir viðræðum um nýja samninga miða ágætlega en helst væri tekist á um jöfnun launa á almenna- og opinbera vinnumarkaðnum. Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM urðu lausir hinn 1. apríl. Það á því eftir að semja fyrir mikinn fjölda fólks eða 24 þúsund félagsmenn BSRB og átján þúsund félagsmenn BHM, samtals fjörutíu og tvö þúsund manns. Auk þess á eftir að semja við um 10.500 félagsmenn Kennarasambands Íslands. Samningar aðildarfélaga kennara eru hins vegar enn ekki lausir og er misjafnt eftir aðildarfélögum hvenær á árinu þeir losna. Öll þessi bandalög og aðildarfélög þeirra hafa átt í viðræðum við ríki og sveitarfélög undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að vonandi aukist þunginn í viðræðunum nú þegar samningar eru lausir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir eitt helsta ágreiningsmálið vera hvernig ljúka megi jöfnun launa á almenna og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Arnar „Forsenda þess að viðundirritum kjarasamninga við opinbera launagreiðendur er að gengið verði frá næsta skrefi varðandi jöfnun launa milli markaða. Sömuleiðis þurfi að betrumbæta og vinna með vaktavinnuna sem við sömdum um í þar síðustu samningum. Það er heljarinnar verkefni,“ segir Sonja Ýr. Aðildarfélögin nítján innan BSRB fari fram saman í sameiginlegum málum eins og nefnd voru hér að framan ásamt styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og öðrum smærri atriðum. „Svo verður að koma í ljós hvort þau (félögin) vilji taka sig saman heilt á litið. En eins og staðan er núna er það ekki þannig.“ Hvað er langt í land með jöfnun á milli markaða, hvernig er staðan á því máli? „Það er eins og oft áður, gæti klárast á morgun eða hinn en svo gæti það dregist yfir þó nokkuð margar vikur. Það er stundum flókið. Þetta er eins og að spá í kristalkúlu hvernig megi gera þetta með sem bestum hætti,“ segir formaður BSRB. Eins og er væri ekki farið að huga að neinum aðgerðum. Það gæti aftur á móti breyst dragist viðræður á langinn án þess að fari að sjást til lands í viðræðunum. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM urðu lausir hinn 1. apríl. Það á því eftir að semja fyrir mikinn fjölda fólks eða 24 þúsund félagsmenn BSRB og átján þúsund félagsmenn BHM, samtals fjörutíu og tvö þúsund manns. Auk þess á eftir að semja við um 10.500 félagsmenn Kennarasambands Íslands. Samningar aðildarfélaga kennara eru hins vegar enn ekki lausir og er misjafnt eftir aðildarfélögum hvenær á árinu þeir losna. Öll þessi bandalög og aðildarfélög þeirra hafa átt í viðræðum við ríki og sveitarfélög undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að vonandi aukist þunginn í viðræðunum nú þegar samningar eru lausir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir eitt helsta ágreiningsmálið vera hvernig ljúka megi jöfnun launa á almenna og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Arnar „Forsenda þess að viðundirritum kjarasamninga við opinbera launagreiðendur er að gengið verði frá næsta skrefi varðandi jöfnun launa milli markaða. Sömuleiðis þurfi að betrumbæta og vinna með vaktavinnuna sem við sömdum um í þar síðustu samningum. Það er heljarinnar verkefni,“ segir Sonja Ýr. Aðildarfélögin nítján innan BSRB fari fram saman í sameiginlegum málum eins og nefnd voru hér að framan ásamt styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og öðrum smærri atriðum. „Svo verður að koma í ljós hvort þau (félögin) vilji taka sig saman heilt á litið. En eins og staðan er núna er það ekki þannig.“ Hvað er langt í land með jöfnun á milli markaða, hvernig er staðan á því máli? „Það er eins og oft áður, gæti klárast á morgun eða hinn en svo gæti það dregist yfir þó nokkuð margar vikur. Það er stundum flókið. Þetta er eins og að spá í kristalkúlu hvernig megi gera þetta með sem bestum hætti,“ segir formaður BSRB. Eins og er væri ekki farið að huga að neinum aðgerðum. Það gæti aftur á móti breyst dragist viðræður á langinn án þess að fari að sjást til lands í viðræðunum.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20