Léttir fyrir markaðinn en „erfiði kaflinn“ við að ná niður verðbólgu að hefjast
Það var léttir fyrir skuldabréfamarkaðinn að sjá mælda verðbólgu í apríl í lægri mörkum væntinga, segir fjárfestingastjóri, og verðbólguálag lækkaði um 0,15 til 0,2 prósentustig. Sérfræðingar telja að stýrivextir Seðlabankans verði ekki lækkaðir í maí en líkur hafi aukist á að þeir lækki í ágúst. Erfiði kaflinn í baráttunni við verðbólguna sé fram undan. „Við þurfum því að sjá meiri hjöðnun verðbólgu til að vextir geti lækkað eitthvað að ráði,“ að mati sjóðstjóra.
Tengdar fréttir
Bankastjóri: Vanskil hjá fyrirtækjum aukast og raunvaxtastig er of hátt
Vanskil fyrirtækja vaxa frá mánuði til mánaðar. Bankastjóri Arion banka segir að raunvaxtastig sé orðið of hátt og óttast að fyrirtæki verði nauðbeygð að segja upp starfsfólki. Fyrir vikið gæti atvinnuleysi aukist. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þurfi að taka tillit til þess við vaxtaákvarðanir að áhrif þeirra komi ekki fram að fullu fyrr en eftir 18 mánuði.
Óttast að stýrivextir lækki seinna vegna lítils aðhalds í fjármálaætlun
Við fyrstu sýn er ekki hægt að segja að tiltrú fjárfesta á að ríkið sé að styðja við peningastefnu Seðlabankans muni aukast við þessa fjármálaáætlun, segir sjóðstjóri skuldabréfa sem telur að það gæti farið svo beðið verði með að lækka stýrivexti fram á næsta ár í ljósi þess hve lítið aðhald er í ríkisfjármálum.