Langt í að þeir nái sér að fullu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2024 19:47 Zak Nelson telur það kraftaverk að hann og unnusti hans séu á lífi. Við hittum hann á setustofu sjúklinga á Landspítalanum, þar sem hann hefur varið nær öllum sínum tíma síðustu viku. Vísir/Dúi Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Zak Nelson og Elliot kærasti hans lentu á Íslandi snemma morguns föstudagsins 19. apríl. Þeir biðu ekki boðanna; náðu í bílaleigubíl og hófu ferðalag sitt. Stefnan var tekin á Suðurlandið. Þeir skoðuðu Strokk og Kerið, fengu sér pylsu og voru á leið á gististað sinn síðdegis þegar ósköpin dundu yfir. Á þjóðveginum rétt vestan við Hellu lentu þeir í harkalegum árekstri. „Allt í einu birtist bíll á minni akrein. Röð bíla kom á móti okkur og einn úr röðinni kom yfir á minn vegarhelming. Ég náði ekki að bregðast við, ég var á níutíu kílómetra hraða, hámarkshraða. Og...“ segir Zak og líkir eftir árekstri með látbragði, þar sem hann ræðir við fréttamann á setustofu sjúklinga á þriðju hæð á Landspítalanum við Hringbraut. „Ég heyri Elliot gráta lágt. Og ég er vankaður, við vorum á hliðinni þarna.“ Bíllinn sem Elliott og Zak voru á gjöreyðilagðist við áreksturinn. Þeir voru báðir fluttir með hraði á Landspítalann í Reykjavík. Þar kom í ljós að Elliott hafði slasast alvarlega, hlotið innvortis blæðingar, og var sendur í bráðaaðgerð þá og þegar. En rétt áður náði hann að bera upp mikilvæga spurningu. „Okkur var rúllað saman í rúmunum og hann lá þarna og ég brast í grát. Hann sneri sér að mér og sagði: Viltu giftast mér? Þarna á gjörgæslunni. Og ég svaraði: Já! Auðvitað!“ Zak og Elliot trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Við tók erfið bið eftir því að Elliot kæmi úr aðgerðinni og því mikill léttir þegar í ljós kom að hún hafði gengið vel. Elliot liggur þó enn á Landspítalanum og ekki er útlit fyrir að hann verði útskrifaður fyrr en eftir eina til tvær vikur. „Ég var heppinn, marðist bara illa. Bílbeltið stóð fyrir sínu.“ Heldurðu að bílbeltið hafi bjargað ykkur? „Já. Marblettirnir voru afleiðing bílbeltisins en það blasir við að ef þess hefði ekki notið við væri ég ekki hér. Mjög margir hér á spítalanum hafa sagt okkur að við séum heppnir að vera enn á lífi.“ Áður en lagt var af stað í ferðina örlagaríku. Zak segir starfsfólk Landspítalans hafa reynst þeim ómetanlegt. Hann sé því óendanlega þakklátur fyrir að hafa bjargað ástinni í lífi hans. „Þú getur ekki vitað hvað ást er fyrr en tiltekna manneskju rekur á fjörur þínar. Elliot er sú manneskja. Og að halda að þú gætir misst hana er hryllilegt. Við eigum langan veg fyrir höndum. Ég held að það sé nokkuð langt í að við náum okkur að fullu andlega.“ Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Zak Nelson og Elliot kærasti hans lentu á Íslandi snemma morguns föstudagsins 19. apríl. Þeir biðu ekki boðanna; náðu í bílaleigubíl og hófu ferðalag sitt. Stefnan var tekin á Suðurlandið. Þeir skoðuðu Strokk og Kerið, fengu sér pylsu og voru á leið á gististað sinn síðdegis þegar ósköpin dundu yfir. Á þjóðveginum rétt vestan við Hellu lentu þeir í harkalegum árekstri. „Allt í einu birtist bíll á minni akrein. Röð bíla kom á móti okkur og einn úr röðinni kom yfir á minn vegarhelming. Ég náði ekki að bregðast við, ég var á níutíu kílómetra hraða, hámarkshraða. Og...“ segir Zak og líkir eftir árekstri með látbragði, þar sem hann ræðir við fréttamann á setustofu sjúklinga á þriðju hæð á Landspítalanum við Hringbraut. „Ég heyri Elliot gráta lágt. Og ég er vankaður, við vorum á hliðinni þarna.“ Bíllinn sem Elliott og Zak voru á gjöreyðilagðist við áreksturinn. Þeir voru báðir fluttir með hraði á Landspítalann í Reykjavík. Þar kom í ljós að Elliott hafði slasast alvarlega, hlotið innvortis blæðingar, og var sendur í bráðaaðgerð þá og þegar. En rétt áður náði hann að bera upp mikilvæga spurningu. „Okkur var rúllað saman í rúmunum og hann lá þarna og ég brast í grát. Hann sneri sér að mér og sagði: Viltu giftast mér? Þarna á gjörgæslunni. Og ég svaraði: Já! Auðvitað!“ Zak og Elliot trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Við tók erfið bið eftir því að Elliot kæmi úr aðgerðinni og því mikill léttir þegar í ljós kom að hún hafði gengið vel. Elliot liggur þó enn á Landspítalanum og ekki er útlit fyrir að hann verði útskrifaður fyrr en eftir eina til tvær vikur. „Ég var heppinn, marðist bara illa. Bílbeltið stóð fyrir sínu.“ Heldurðu að bílbeltið hafi bjargað ykkur? „Já. Marblettirnir voru afleiðing bílbeltisins en það blasir við að ef þess hefði ekki notið við væri ég ekki hér. Mjög margir hér á spítalanum hafa sagt okkur að við séum heppnir að vera enn á lífi.“ Áður en lagt var af stað í ferðina örlagaríku. Zak segir starfsfólk Landspítalans hafa reynst þeim ómetanlegt. Hann sé því óendanlega þakklátur fyrir að hafa bjargað ástinni í lífi hans. „Þú getur ekki vitað hvað ást er fyrr en tiltekna manneskju rekur á fjörur þínar. Elliot er sú manneskja. Og að halda að þú gætir misst hana er hryllilegt. Við eigum langan veg fyrir höndum. Ég held að það sé nokkuð langt í að við náum okkur að fullu andlega.“
Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51