Viðskipti innlent

Sjö vilja taka við af Gunnari

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Jakobsson er hættur sem varaseðlabankastjóri.
Gunnar Jakobsson er hættur sem varaseðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm

Alls bárust sjö umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 9. apríl síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 30. apríl. Gunnar Jakobsson baðst á dögunum lausnar og var Arnór Sighvatsson settur tímabandið í embættið.

Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að umsækjendur um embættið hafi verið:

  • Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður
  • Eggert Þröstur Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
  • Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri
  • Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi
  • Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri
  • Lúðvík Elíasson, forstöðumaður
  • Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri

Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra.

Þriggja manna hæfnisnefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipar mun fara yfir umsóknir og meta hæfni umsækjenda, sbr. 7. mgr. 4. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Einn nefndarmanna skal skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabankans en formaður er skipaður án tilnefningar.


Tengdar fréttir

Ósammála nefndinni og biðst lausnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fallist á beiðni Gunnars Jakobssonar um lausn úr embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands. Gunnar hefur einn viljað lækka stýrivexti á tveimur fundum peningastefnunefndar í röð. Hann hefur þegið starfstilboð erlendis frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×