Horfði á þegar vinur hans réðst á manninn sem braut á dóttur hans Jón Þór Stefánsson skrifar 2. maí 2024 20:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rósa Ósk Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar sem átti sér stað í íbúð í Reykjavík í maí 2022. Árásarmanninum var gefið að sök að taka annan mann hálstaki. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi ári áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega á unglingsstúlku. Faðir stúlkunnar, góður vinur árásarmannsins, var viðstaddur árásina en tók ekki þátt í henni. Höfðu ekkert illt í hyggju Faðirinn gaf skýrslu hjá lögreglu í kjölfar atvika málsins. Hann sagðist hafa trúað árásarmanninum, vini sínum, fyrir því sem kom fyrir dótturina. Þeir hefðu farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, en ekki haft neitt illt í hyggju. Umrætt heimili var í fjölbýlishúsi nálægt skóla þar sem önnur börn föðurins stunduðu nám. Tvímenningarnir hefðu ætlað að tryggja öryggi þeirra, en í framburði árásarmannsins fyrir dómi kemur fram að sést hafi til mannsins í nágrenni við skólann. Fyrir dómi útskýrði árásarmaðurinn að hann og faðirinn hefðu vitað í hvaða fjölbýlishúsi maðurinn byggi, en ekki í hvaða íbúð. Þeir hefðu bankað hjá nágrönnum hans og fengið leiðbeiningar frá þeim. Síðan hafi þeir bankað upp á hjá manninum og hann komið til dyra. Báðir vildu meina að eftir að maðurinn hefði orðið mjög aggresívur þegar hann bar kennsl á föðurinn. Árásarmaðurinn vildi meina að hann hefði veifað handlelggjunum og ýtt nokkrum sinnum við honum. Hann vildi meina að til þess að verja sig frá árás mannsins hefði hann gripið um báðar hendur hans. Síðan hefðu átökin stöðvast þegar nágranni hefði komið á vettvang og stíað þeim í sundur. Tvímenningarnir hafi síðan gengið rólegir í burtu. Kannaðist ekki við komur að barnaskóla Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti henni á annan vef. Sjálfur sagðist hann hafa verið rólegur og ekki ógnandi á neinn hátt, en hissa þegar hann áttaði sig á því að þetta væri faðir stúlkunnar sem væri að banka upp á. Hann hefði sagt að dómsmálinu væri lokið og spurt hvað þeir vildu honum. Þá hefðu mennirnir nálgast hann og árásarmaðurinn tekið hann hálstaki. Hann sagðist hafa fallið í jörðina, og legið á gólfinu á meðan árásarmaðurinn hélt honum áfram í hálstaki. Að hans sögn var um að ræða fast hálstak sem þrengdi að öndunarvegi hans. Þetta hefði gerst hratt með öskrum og látum Að lokum hefði nágranni hans komið honum til aðstoðar og losað hann undan manninum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við neitt af þeim toga að hann hefði verið að venja komur sínar að barnaskóla. Ekki neitt slíkt hefði átt sér stað. Tveir nágrannar mannsins báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa séð árásarmanninn taka nágranna sinn hálstaki. Að mati dómsins bendir allt til þess að framburður árásarmannsins séu eftiráskýringar sem eigi ekki við rök að styðjast. Þá þótti framburður föðurins bera merki um að hann væri vinur árásarmannsins og faðir stúlku sem maðurinn hefði brotið á kynferðislega. Framburðir þeirra voru því ekki lagðir til grundvallar og þótt dómnum sannað að árásin hefði átt sér stað líkt og lýst væri í ákæru. Ekki var fallist á útskýringu árásarmannsins að um neyðarvörn væri að ræða. Líkt og áður segir hlaut árásarmaðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 800 þúsund krónur í lögmannskostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Árásarmanninum var gefið að sök að taka annan mann hálstaki. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi ári áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega á unglingsstúlku. Faðir stúlkunnar, góður vinur árásarmannsins, var viðstaddur árásina en tók ekki þátt í henni. Höfðu ekkert illt í hyggju Faðirinn gaf skýrslu hjá lögreglu í kjölfar atvika málsins. Hann sagðist hafa trúað árásarmanninum, vini sínum, fyrir því sem kom fyrir dótturina. Þeir hefðu farið að heimili mannsins sem varð fyrir árásinni, en ekki haft neitt illt í hyggju. Umrætt heimili var í fjölbýlishúsi nálægt skóla þar sem önnur börn föðurins stunduðu nám. Tvímenningarnir hefðu ætlað að tryggja öryggi þeirra, en í framburði árásarmannsins fyrir dómi kemur fram að sést hafi til mannsins í nágrenni við skólann. Fyrir dómi útskýrði árásarmaðurinn að hann og faðirinn hefðu vitað í hvaða fjölbýlishúsi maðurinn byggi, en ekki í hvaða íbúð. Þeir hefðu bankað hjá nágrönnum hans og fengið leiðbeiningar frá þeim. Síðan hafi þeir bankað upp á hjá manninum og hann komið til dyra. Báðir vildu meina að eftir að maðurinn hefði orðið mjög aggresívur þegar hann bar kennsl á föðurinn. Árásarmaðurinn vildi meina að hann hefði veifað handlelggjunum og ýtt nokkrum sinnum við honum. Hann vildi meina að til þess að verja sig frá árás mannsins hefði hann gripið um báðar hendur hans. Síðan hefðu átökin stöðvast þegar nágranni hefði komið á vettvang og stíað þeim í sundur. Tvímenningarnir hafi síðan gengið rólegir í burtu. Kannaðist ekki við komur að barnaskóla Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti henni á annan vef. Sjálfur sagðist hann hafa verið rólegur og ekki ógnandi á neinn hátt, en hissa þegar hann áttaði sig á því að þetta væri faðir stúlkunnar sem væri að banka upp á. Hann hefði sagt að dómsmálinu væri lokið og spurt hvað þeir vildu honum. Þá hefðu mennirnir nálgast hann og árásarmaðurinn tekið hann hálstaki. Hann sagðist hafa fallið í jörðina, og legið á gólfinu á meðan árásarmaðurinn hélt honum áfram í hálstaki. Að hans sögn var um að ræða fast hálstak sem þrengdi að öndunarvegi hans. Þetta hefði gerst hratt með öskrum og látum Að lokum hefði nágranni hans komið honum til aðstoðar og losað hann undan manninum. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við neitt af þeim toga að hann hefði verið að venja komur sínar að barnaskóla. Ekki neitt slíkt hefði átt sér stað. Tveir nágrannar mannsins báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa séð árásarmanninn taka nágranna sinn hálstaki. Að mati dómsins bendir allt til þess að framburður árásarmannsins séu eftiráskýringar sem eigi ekki við rök að styðjast. Þá þótti framburður föðurins bera merki um að hann væri vinur árásarmannsins og faðir stúlku sem maðurinn hefði brotið á kynferðislega. Framburðir þeirra voru því ekki lagðir til grundvallar og þótt dómnum sannað að árásin hefði átt sér stað líkt og lýst væri í ákæru. Ekki var fallist á útskýringu árásarmannsins að um neyðarvörn væri að ræða. Líkt og áður segir hlaut árásarmaðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 800 þúsund krónur í lögmannskostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira