Seðlabankinn haldi raunaðhaldinu þéttu á meðan „verkið er óklárað“
Þótt verðbólgan sé að ganga niður þá er hún enn fjarri markmiði en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur verið skýr um að vilja bíða eftir trúverðugum vísbendingum um að sú þróun haldi áfram, sem eru ekki komin fram, áður en ráðist verður í lækkun vaxta og mun því halda á meðan raunaðhaldinu þéttu, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Samstaða er um það að vaxtastiginu verði haldið óbreyttu til næstu fimmtán vikna en stóra spurningin er hver framsýna leiðsögnin verður – og telja sumir að bankinn þurfi að senda sterk skilaboð um mikið aðhald í peningastefnunni næstu misserin.
Tengdar fréttir
Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga
Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“