Bein útsending: Starliner ber geimfara til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 23:02 Starliner á toppi Atlas V eldflaugar í Flórída. AP/Terry Renna Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli. Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Atlas V eldflaugin verður notuð til mannaðs geimskots. Hún er framleidd af United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Þróun Starliner hefur tengið mun lengri tíma en til stóð upprunalega og hafa gallar og önnur vandræði komið niður á ferlinu. Tvö ár eru liðin frá fyrsta tilraunaskoti Starliner út í geim. Sjá einnig: Starliner á loks að bera geimfara Eðli málsins samkvæmt er nokkuð algengt að geimskotum sé frestað á það sömuleiðis við þetta tiltekna geimskot. Litlar líkur eru taldar á því að veðrið muni koma í veg fyrir geimskotið en tæknilegir gallar geta alltaf stungið upp kollinum. Að þessu sinni er enginn svokallaður skotgluggi. Geimfarinu verður annað hvort skotið upp á slaginu 02:34 eða því verður ekki skotið upp. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Boeing í spilaranum hér að neðan. Hún hefst klukkan 22:30 en eins og áður segir, er geimskotið ekki fyrr en klukkan 02:34 í nótt. Heppnist geimskotið verður Starliner einungis sjötta tegund geimfars í Bandaríkjunum til að bera geimfara út í geim. Geimfarið er hannað til að bera allt að sjö geimfara en að þessu sinni verða þeir einungis tveir. Um borð í geimfarinu verða þau Barry Wilmore, sem er 61 árs gamall og fyrrverandi flugmaður í sjóher Bandaríkjanna, og Sunita Williams, sem er 58 ára og einnig fyrrverandi flugmaður hjá sjóher Bandaríkjanna. Bæði eiga sér einnig langa sögu hjá NASA og hafa þau varið fleiri en fimm hundruð dögum á braut um jörðu. Geimurinn Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Boeing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Atlas V eldflaugin verður notuð til mannaðs geimskots. Hún er framleidd af United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Þróun Starliner hefur tengið mun lengri tíma en til stóð upprunalega og hafa gallar og önnur vandræði komið niður á ferlinu. Tvö ár eru liðin frá fyrsta tilraunaskoti Starliner út í geim. Sjá einnig: Starliner á loks að bera geimfara Eðli málsins samkvæmt er nokkuð algengt að geimskotum sé frestað á það sömuleiðis við þetta tiltekna geimskot. Litlar líkur eru taldar á því að veðrið muni koma í veg fyrir geimskotið en tæknilegir gallar geta alltaf stungið upp kollinum. Að þessu sinni er enginn svokallaður skotgluggi. Geimfarinu verður annað hvort skotið upp á slaginu 02:34 eða því verður ekki skotið upp. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Boeing í spilaranum hér að neðan. Hún hefst klukkan 22:30 en eins og áður segir, er geimskotið ekki fyrr en klukkan 02:34 í nótt. Heppnist geimskotið verður Starliner einungis sjötta tegund geimfars í Bandaríkjunum til að bera geimfara út í geim. Geimfarið er hannað til að bera allt að sjö geimfara en að þessu sinni verða þeir einungis tveir. Um borð í geimfarinu verða þau Barry Wilmore, sem er 61 árs gamall og fyrrverandi flugmaður í sjóher Bandaríkjanna, og Sunita Williams, sem er 58 ára og einnig fyrrverandi flugmaður hjá sjóher Bandaríkjanna. Bæði eiga sér einnig langa sögu hjá NASA og hafa þau varið fleiri en fimm hundruð dögum á braut um jörðu.
Geimurinn Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Boeing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira