Lífið

„Ef ég gæti hnoðað einn úr tíu bestu væri það himna­ríki á jörð“

Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa
Það vantaði ekki lífsgleðina í hana Stellu
Það vantaði ekki lífsgleðina í hana Stellu RAX

Guðríður Jóna, oftast kölluð Stella, bjó allt sitt líf ásamt þremur bræðrum, Erlendi, Eiríki, og Guðmundi, í eyjunni Knarrarnesi á Mýrum.

Ekkert þeirra giftist eða eignaðist börn svo búskapur lagðist af í eyjunni þegar þau fluttust þaðan á dvalarheimili eitt af öðru. Stella sagðist þekkja nokkra ágæta menn en enginn einn væri nógu frambærilegur. Hún var góð söngkona og hafði fengið inngöngu í söngskóla í Þýskalandi en hætti við þegar foreldrar hennar lögðust gegn því að hún flytti úr eyjunni.

„Þau lifðu draum foreldra sinna.“

Stella sagði að Eiríkur hefði orðið leiðinda sagnfræðingurRAX

Systkinunum var margt til lista lagt og hefðu öll getað átt farsælan frama á öðrum sviðum en búskap en foreldrar þeirra trúðu því að hag þeirra væri best borgið í eyjunni og töluðu þau ofan af því að flytja þaðan.

Sögu systkinanna má sjá í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan.

Fleiri þætti úr smiðju RAX má sjá á sjónvarpsvef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×