Körfubolti

Be­verl­ey í fjögurra leikja bann

Siggeir Ævarsson skrifar
Patrick Beverley hefur komið víða við á löngum ferli en samningur hans við Bucks er að renna út
Patrick Beverley hefur komið víða við á löngum ferli en samningur hans við Bucks er að renna út vísir/Getty

Patrick Beverley, leikmaður Milwaukee Bucks, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af NBA deildinni en hann kastaði bolta í áhorfanda þegar lið hans tapaði gegn Indiana Pacers þann 2. maí.

Atvikið átti sér stað undir lok leiksins en Beverley var tekinn af velli skömmu áður en honum lauk. Hann átti í einhverjum orðaskiptum við áhorfanda fyrir aftan bekk liðsins, bað hann um að kasta til sín bolta en grýtti honum svo til baka af töluverðu afli.

Indiana vann leikinn, 120-98, og einvígið, 4-2 samanlagt og eru leikmenn Milwaukee Bucks nú komnir í sumarfrí. Bannið tekur því ekki gildi fyrr en næsta haust en Beverley er einnig refsað fyrir ófaglega framkomu í garð Malinda Adams, blaðamanns ESPN en hann neitaði að svara spurningum hennar eftir leik þar sem hún er ekki áskrifandi að hlaðvarpi hans.

Það er alls óvíst með hvaða liði Beverley tekur bannið út en samningur hans við Bucks er að renna út. Beverley, sem verður 36 ára í júlí, gæti allt eins lagt skóna á hilluna í sumar en Bucks er sjöunda NBA liðið sem hann leikur með á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×