Erlent

Þrír menn á­kærðir í Bret­landi vegna tengsla sinna við Hong Kong

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mennirnir voru dregnir fyrir dómara í Lundúnum.
Mennirnir voru dregnir fyrir dómara í Lundúnum. Getty

Þrír karlmenn eru í haldi lögregluyfirvalda á Bretlandseyjum og liggja undir grun um að hafa unnið fyrir öryggisyfirvöld í Hong Kong. Nákvæmar sakir liggja ekki fyrir.

BBC greindi frá þessu í morgun en í frétt blaðsins segir að upphaflega hafi ellefu verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins, sem varðar brot á bresku þjóðaröryggislöggjöfinni.

Um var að ræða tíu menn og eina konu en öll hafa verið látin laus utan mannanna þriggja.

Mennirnir þrír eru Chi Leung (Peter) Wai, 38 ára, Matthew Trickett, 37 ára, og Chung Biu Yuen, 63 ára.

Mennirnir hafa verið ákærðir en yfirvöld segja rannsókn málsins enn standa yfir og hafa biðlað til fólks um að hafa ekki uppi vangaveltur  á meðan.

Engin ógn er sögð steðja að almenningi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×