Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna ofsaaksturs undir áhrifum Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2024 12:22 Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á ökutækinu við bílveltuna. Bíllinn hafnaði 176 metrum frá staðnum þar sem hann fór út af veginum. RNSA Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundinir til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók bíl sem endaði utan vegar við Meðallandsveg, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um nótt í júli 2022. Einn farþegi, tvítug kona, sem var í aftursæti bílsins lést og annar farþegi slasaðist. Í ákæru segir að maðurinn hafi ekið bílnum undir áhrifum áfengis, en víndandmagn í blóði mældist 1,23 prósent. Manninum var gefið að sök að aka á 174 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Vegna þess hafi hann ekki haft fullt vald á bílnum sem varð til þess að hann missti stjórn, fór þvert yfir báðar akreinar vegarins og hafnaði utan vegar og valt síðan fjórar veltur. Maðurinn játaði sök, en í dómi málsins segir að hann hafi sýnt mikla iðrun og„ljóst að sakarefni máls þessa er honum þungbær.” Rannsóknarnefnd samgönguslysa fjallaði um málið í skýrslu árið 2023. Lesa má nánar um það hér. Í þeirri skýrslu kemur fram að hin látna hafi látist vegna fjöláverka. Þá slösuðust tveir aðrir farþegar alvarlega en annar þeirra var í framsæti og hinn í aftursæti. Ökumaðurinn hlaut sjálfur minniháttar áverka. Þá segir að allir hafi verið í öryggisbelti þegar slysið varð. Margar milljónir í bótagreiðslur Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um það sem honum er gefið að sök. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm, þar sem sex mánuðir eru skilorðsbundnir. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefði ekki hlotið refsingu áður. Þá er maðurinn sviptur ökurétti í tvö ár og sex mánuði. Manninum er einnig gert að greiða farþeganum sem var í bílnum en lifði af tvær milljónir í miskabætur og 250 þúsund í málskostnað. Honum er einnig gert að greiða öðrum einstaklingum bætur vegna málsins, annar þeirra fær 1,3 milljónir í skaðabætur og 3,5 milljónir í miskabætur. Og hinn fær 3,5 milljónir í miskabætur. Þar að auki er manninum gert að greiða rúmar 1,8 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Umferðaröryggi Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Einn farþegi, tvítug kona, sem var í aftursæti bílsins lést og annar farþegi slasaðist. Í ákæru segir að maðurinn hafi ekið bílnum undir áhrifum áfengis, en víndandmagn í blóði mældist 1,23 prósent. Manninum var gefið að sök að aka á 174 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Vegna þess hafi hann ekki haft fullt vald á bílnum sem varð til þess að hann missti stjórn, fór þvert yfir báðar akreinar vegarins og hafnaði utan vegar og valt síðan fjórar veltur. Maðurinn játaði sök, en í dómi málsins segir að hann hafi sýnt mikla iðrun og„ljóst að sakarefni máls þessa er honum þungbær.” Rannsóknarnefnd samgönguslysa fjallaði um málið í skýrslu árið 2023. Lesa má nánar um það hér. Í þeirri skýrslu kemur fram að hin látna hafi látist vegna fjöláverka. Þá slösuðust tveir aðrir farþegar alvarlega en annar þeirra var í framsæti og hinn í aftursæti. Ökumaðurinn hlaut sjálfur minniháttar áverka. Þá segir að allir hafi verið í öryggisbelti þegar slysið varð. Margar milljónir í bótagreiðslur Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um það sem honum er gefið að sök. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm, þar sem sex mánuðir eru skilorðsbundnir. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefði ekki hlotið refsingu áður. Þá er maðurinn sviptur ökurétti í tvö ár og sex mánuði. Manninum er einnig gert að greiða farþeganum sem var í bílnum en lifði af tvær milljónir í miskabætur og 250 þúsund í málskostnað. Honum er einnig gert að greiða öðrum einstaklingum bætur vegna málsins, annar þeirra fær 1,3 milljónir í skaðabætur og 3,5 milljónir í miskabætur. Og hinn fær 3,5 milljónir í miskabætur. Þar að auki er manninum gert að greiða rúmar 1,8 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Umferðaröryggi Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira