Erlent

Fjöldi látinna á Gasa á reiki

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Heilbrigðisráðuneytið á Gasa virðist hafa breytt því hvernig það telur fjölda látinna en Sameinuðu þjóðirnar segja að nú sé þeir aðeins taldir sem borin hafa verið kennsl á.
Heilbrigðisráðuneytið á Gasa virðist hafa breytt því hvernig það telur fjölda látinna en Sameinuðu þjóðirnar segja að nú sé þeir aðeins taldir sem borin hafa verið kennsl á. AP/Abdel Kareem Hana

Sameinuðu þjóðirnar hafa neitað því að áætlaður fjöldi látinna á Gasa hafi minnkað eftir að nýjar tölur voru birtar á vefsvæði samtakanna. Þar stendur nú að 24.686 hafi látist, ekki 35.000 eins og áður hafði verið gefið út.

Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja um að ræða nýja talningu heilbrigðisráðuneytisins á Gasa og 24.686 sé sá fjöldi líka sem borin hafi verið kennsl á. Það standi enn að áætlað sé að um 35.000 hafi látist, sem gefur til kynna að enn eigi eftir að bera kennsl á um 10.000 líkamsleifar.

Fjöldi látinna barna og kvenna hefur helmingast samkvæmt nýju tölunum en af þessum 24.686 eru 7.797 börn og 4.959 konur.

Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja teymi samtakanna á Gasa ekki geta staðfest fjölda látinna og því séu þær tölur sem samtökin birta fengnar frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virtist tjá sig um hinar uppfærðu tölur í hlaðvarpinu Call Me Back, þar sem hann áætlaði að helmingur látinna á Gasa væru Hamas-liðar og helmingur almennir borgarar; eða um 14.000 Hamas-liðar og 16.000 borgara.

Guardian greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×