Enski boltinn

Var með 0,99 í xG en skoraði samt ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Carlos er stór og öflugur varnarmaður en greinilega skelfilegur í því að nýta færin.
Diego Carlos er stór og öflugur varnarmaður en greinilega skelfilegur í því að nýta færin. Getty/Mike Hewitt

Það er nokkuð víst að Diego Carlos svaf ekki vel í nótt eftir færið sem hann klúðraði í leik Aston Villa og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Villa menn náðu reyndar að jafna leikinn í 3-3 með tveimur mörkum undir lokin og tryggja sér eitt stig. Það var kannski eins gott fyrir umræddan Carlos.

XG tölfræðin fræga eða tölfræðin um vænt mörk snýst um líkindareikning um það hversu líklegt er að leikmenn skori úr færum sínum miðað við það hvernig slík færi hafa verið nýtt í gegnum tíðina.

Samkvæmt henni var xG 0,99 fyrir Diego Carlos að skora úr dauðafæri sínu í leiknum í gær. Það þýðir að leikmenn myndu skora úr slíku færi í 99 tilfellum af 100.

Þetta kemst örugglega á lista yfir verstu klúðrum tímabilsins og kannski bara í sögunni.

Carlos fékk boltann fyrir opnu og tómu marki en stað þess að renna honum í netið þá stýrði hann boltanum fram hjá markinu.

Diego Carlos er 31 árs varnarmaður og það þarf ekki að koma á óvart að hann hefur ekki skorað í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hann skoraði hins vegar á móti AZ Alkmaar í Sambandsdeildinni í nóvember sem er eina mark hans í 37 leiknum í öllum keppnum á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×