Viðskipti innlent

Starfs­fólk fær 150 milljónir í hluta­bréfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grand hótel í Reykjavík er eitt Íslandshótela.
Grand hótel í Reykjavík er eitt Íslandshótela. Vísir/Egill

Eigendur og stjórn Íslandshótela hafa tilkynnt að samhliða útboði og skráningu félagsins á markað, verði öllu fastráðnu starfsfólki afhentir hlutir í félaginu að gjöf.

632 starfsmenn Íslandshótela fá þannig hlutabréf í félaginu að gjöf og fer fjárhæð gjafarinnar eftir starfsaldri starfsmanna og er mest 500 þúsund krónur miðað við lágmarksgengið 50 krónur á hlut. Um er að ræða 3.040.000 hluti sem þannig verða afhentir starfsmönnum að markaðsvirði 152 milljónir króna.

Þá munu Íslandshótel jafnframt greiða starfsfólki sínu aukagreiðslu til að vega á móti skattalegum áhrifum gjafarinnar og nemur sú upphæð um 100 milljónum króna.


Tengdar fréttir

Al­mennt út­boð Ís­lands­hótela hefst á morgun

Íslandshótel birtu í dag útboðslýsingu vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en almennt útboð á hlutabréfum félagsins hefst klukkan tíu í fyrramálið, þriðjudaginn 14. maí og lýkur á miðvikudaginn, 22. maí, klukkan 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×