Golf

„Ef hann á slæmt mót þá endar hann samt í topp tíu“

Aron Guðmundsson skrifar
Áhuginn er mikill á PGA meistaramótinu sem hefst í dag og hér má sjá kylfinginn Scottie Scheffler, sem er af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu.
Áhuginn er mikill á PGA meistaramótinu sem hefst í dag og hér má sjá kylfinginn Scottie Scheffler, sem er af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. Vísir/Getty

Annað risa­mót ársins í golf­heiminum hefst seinna í dag þegar að kylfingar hefja fyrsta hring á PGA meistara­mótinu á Val­halla vellinum í Ken­tucky. Þrír kylfingar eru taldir lík­legastir til af­reka á mótinu sem gæti verið leikið við meira krefjandi að­stæður en vana­lega. Og sem fyrr eru augu margra á Tiger Woods.

Veður­spár á svæðinu gera ráð fyrir breyti­legu veðri á meðan að keppnis­dagar PGA meistara­mótsins standa yfir. Þrumu­veður er í kortunum fyrir næstu þrjá daga. Eitthvað sem mótshaldarar vona að verði ekki raunin en slíkar aðstæður munu gera kylfingum erfitt fyrir á velli sem er nógu krefjandi fyrir við fullkomnar aðstæður.

ESPN hefur tekið saman sögu­línur sem gott er að hafa í huga á meðan á mótinu stendur og er þar meðal annars rýnt betur í þá kylfinga sem fyrir fram eru taldir lík­legri en aðrir til af­reka um helgina..

Þrír taldir standa framar öðrum

Einn þeirra er Banda­ríkja­maðurinn Scotti­e Schef­fler sem stóð uppi sem sigur­vegari Masters í síðasta mánuði. Schef­fler hefur staðið uppi sem sigur­vegari á fjórum mótum undan­farna tvo mánuði.

„Hann er að slá kúluna betur en nokkur annar kylfingur síðan að við sáum Tiger Woods upp á sitt besta,“ segir í um­fjöllun ESPN. Tiger Woods sjálfur er hrifinn af því sem Schef­fler hefur verið að gera.

Scottie Scheffler er mættur til Kentucky Vísir/Getty

„Ef hann á slæmt mót þá endar hann samt í topp tíu sætunum,“ segir Woods um Schef­fler í að­draganda PGA meistara­mótsins. „Ef hann spila á­gæt­lega þá vinnur hann. Púttin hans eru fram­úr­skarandi, kylfingur sem getur allt.“

Þá verða Rory McIl­roy og Brooks Koepka einnig að teljast lík­legir til af­reka. McIl­roy hefur unnið tvö mót í röð í að­draganda PGA meistara­mótsins. Og það er kannski ekki sigurinn sjálfur sem gerir hann lík­legan til af­reka. Heldur hvernig hann hefur spilað á leið sinni í átt að sigri. Af sjálfs­trausti.

Einka­lífið er hins vegar í brenni­depli hjá McIl­roy í að­draganda mótsins og neitaði Norður-Írinn að svara spurningum fjöl­miðla um yfir­vofandi skilnað hans við eigin­konu sína á blaða­manna­fundi í gær. Munu vangaveltur um einkalíf McIlroy hafa áhrif á hann um helgina?

Þá er Brooks Koepka, ríkjandi meistari PGA meistara­mótsins, einnig talinn líklegur til afreka er hann reynir nú að verja titil sinn. Og það er ekki síður árangur Koepka á PGA meistara­mótinu í gegnum tíðina sem sér til þess að hann er metinn lík­legur til af­reka um helgina. 

Koepka hefur í þrí­gang unnið PGA meistara­mótið og eftir því sem erfið­leika stigið hækkar með krefjandi völlum á borð við þann sem verður spilaður um helgina virðist Brooks Koepka alltaf stíga upp. Maður stóru stundanna.

Brooks Koepka er einn þeirra sem er talinn líklegastur til afreka á PGA meistaramótinu um helginaVísir/Getty

Hvað gerir Tiger Woods?

Sem fyrr beinast augu margra að Banda­ríkja­manninum Tiger Woods sem er mættur aftur með kleinu­hringinn sem hefur stolið senunni í aðdraganda mótsins. 

„Ég er bara latur,“ svaraði Tiger á blaðamannafundi aðspurður um hvers vegna hann kaus að skarta kleinuhring á mótinu. Letin mun ekkert hafa upp á sig innan vallar á PGA meistaramótinu. 

Tiger Woods er mættur á PGA meistaramótið og skartar kleinuhring. Hann gerði slíkt hið sama fyrir tíu árum síðan á þessu sama mótiVísir/Getty

Tiger hefur staðið uppi sem sigur­vegari á PGA meistara­mótinu fjórum sinnum og alls hefur hann unnið fimm­tán risa­mót á sínum ferli. Síðast á Masters árið 2019.

Woods keppti á Masters mótinu í síðasta mánuði og komst í gegnum niður­skurð 24.árið í röð. Það er met. Hann lauk leik í sex­tugasta sæti og hefur greint frá því að hann ætli sér að taka þátt á öllum risa­mótum ársins. Enn fremur hefur hann enn trú á því að geta staðið uppi sem sigur­vegari. Bætir hann við sextánda sigrinum á risamóti um helgina?

„Mér líður enn eins og ég geti unnið golf­mót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods.

Þú gerir ekki neitt nema að hafa trú á því sjálfur að geta af­rekað eitt­hvað. Trúin flytur fjöll. En sem fyrr eru á lofti spurningar um stöðuna á Woods sem hefur þurft að ganga í gegnum margt undan­farin ár í kjöl­far al­var­legs bíl­slyss. Tiger Woods hefur leik á PGA meistara­mótinu í dag.

PGA-meistaramótið hefst í dag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×