Innlent

Viktor hvetur for­seta­fram­bjóð­endur til að snið­ganga Stöð 2

Jakob Bjarnar skrifar
Viktor forsetaframbjóðandi er ósáttur við að aðeins þeim sem hafa mælst yfir fimm prósenta fylgi sé boðið til þátttöku í kappræðunum sem verða í kvöld á Stöð 2. Hann er með krók á móti bragði.
Viktor forsetaframbjóðandi er ósáttur við að aðeins þeim sem hafa mælst yfir fimm prósenta fylgi sé boðið til þátttöku í kappræðunum sem verða í kvöld á Stöð 2. Hann er með krók á móti bragði. vísir/vilhelm

Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu.

Viktor segir að í kvöld klukkan 18:55 muni Stöð 2 gangast fyrir kappræðum í opinni dagskrá. En helmingi frambjóðenda sé hins vegar, „meinaður aðgangur að jafnri umfjöllun,“ eins og Viktor orðar það í stuttri færslu á Facebook.

Viktor telur þá ákvarðanatöku byggja á ófaglegri túlkun niðurstaðna ólíkra skoðanakannana yfir langt tímabil. „Sem byggja á mistraustum tölfræðilegum grunni varðandi hvern landsmenn vilja helst í forsetaembættið.“

Viktor ætlar þó ekki að láta grípa sig alveg í bólinu og er með krók á móti bragði.

„Í kvöld mun ég taka óbeinan þátt í kappræðunum með því að svara sömu spurningum í rauntíma á mínum samfélagsmiðlum:

Þá segist hann hafa skorað á aðra frambjóðendur sem fengu boð um að mæta í kappræðurnar að sniðganga þær.

„Eða benda á þessi ólýðræðislegu vinnubrögð í beinni útsendingu í kvöld ásamt því að vísa fólki á samfélagsmiðla okkar hinna.“

Þá hefur hann hvatt aðra frambjóðendur til að taka þátt með sér í kvöld á samfélagsmiðlum.

„Sjáumst hress og kát,“ segir Viktor, hvergi nærri af baki dottinn.


Tengdar fréttir

Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“

Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína.

Stefnir í tveggja turna tal

Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×