Þakkaði fyrir sig á íslensku Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík. Bíó og sjónvarp 16. september 2024 11:47
Shogun á spjöld sögunnar á Emmy verðlaunahátíðinni Sjónvarpsþáttaseríur líkt og Shogun, The Bear og Baby Reindeer voru meðal þeirra sería sem hlutu flest verðlaun á Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hver sería um sig fékk fjögur verðlaun. Bíó og sjónvarp 16. september 2024 09:56
Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Morguninn fyrir brúðkaup Ameliu og Benjis á draumaeyjunni Nantucket finnst einn brúðkaupsgestanna myrtur. Brúðkaupinu er aflýst og allir liggja undir grun. Enginn má fara af eyjunni fyrr en búið er að finna hinn seka. Gagnrýni 15. september 2024 13:33
Snerting framlag Íslands til Óskarsins Kvikmyndin Snerting verður framlag Íslands til Óskarsveðlaunanna 2025. Í janúar verður ljóst hvort myndin hlýtur tilnefningu til verðlauna eða ekki. Bíó og sjónvarp 14. september 2024 14:07
Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Suður-Kóreski handritshöfundurinn og leikstjórinn Bong Joon Ho verður heiðraður á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár. Hann er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Parasite, sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta myndin árið 2020. Menning 13. september 2024 15:40
„Myndin byggir á minni eigin lífsreynslu“ Norsk-íslenska kvikmyndagerðarkonan Lilja Ingólfsdóttir á heiðurinn að opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í ár, RIFF, en hún hefst í Háskólabíói 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Myndin ber heitið Elskulegur er frumraun Lilju á hvíta tjaldinu og byggir á hennar eigin hjónabandskrísu. Bíó og sjónvarp 13. september 2024 14:30
Standandi lófaklapp fyrir Ljósbroti í Toronto Nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Ljósbrot var frumsýnd fyrir fullum sal á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í vikunni. Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð Norður-Ameríku og hlaut myndin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu. Lífið 13. september 2024 13:01
Frumsýning á Vísi: Átta ára ferðalag kúreka norðursins Kúreki norðursins, sagan af Johnny King verður frumsýnd næsta laugardag. Myndin fjallar um gamlan íslenskan kántrýsöngvara sem er á krossgötum í lífinu og þarf um leið að gera upp fortíðina. Lífið 13. september 2024 12:46
Frumsýning á Vísi: Steindi og Dóri prófa skrýtnustu staðina með eina stjörnu Æskuvinirnir og grínistarnir Steindi Jr. og Dóri DNA fara í sprenghlægilegt ferðalag um heiminn í nýjum þáttum sem bera heitið 1 stjarna. Þar prófa þeir verstu staði í heimi. Dóri segist hafa fengið nóg af Steinþóri og lýsir honum sem skelfilegum ferðafélaga á meðan Steindi heldur ekki vatni yfir Dóra. Lífið 13. september 2024 10:37
Chad McQueen er látinn Bandaríski leikarinn Chad McQueen, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í fyrstu Karate Kid-myndunum, er látinn. McQueen, sem var sonur stórleikarans Steve McQueen, varð 63 ára gamall. Lífið 13. september 2024 07:50
Lygileg frammistaða hjá báðum liðum í fimmföldum Það má með sanni segja að Valur og íþróttafélagið Ösp hafi staðið sig vel í liðinum fimmföldum í Kviss á laugardagskvöldið. Spurningaþátturinn Kviss hóf þá göngu sína á nýjan leik. Lífið 11. september 2024 14:31
Hafdís segir Emmy tilnefninguna „smá súrrealíska“ Förðunarfræðingurinn Hafdís Pálsdóttir skein skært á Emmy verðlaununum um síðustu helgi þar sem hún og teymið hennar fengu tilnefningu. Blaðamaður ræddi við hana um ferilinn, tilnefninguna og stóra kvöldið. Lífið 10. september 2024 11:31
James Earl Jones er látinn Bandaríski leikarinn James Earl Jones er látinn, 93. ára að aldri. Jones var hvað þekktastur sem röddin á bakvið illmennið Svarthöfða í Stjörnustríðsmyndunum. Lífið 9. september 2024 21:07
Barnastjarna úr Aðþrengdum eiginkonum ólétt Madison de la Garza, leikkona sem gerði garðinn frægan sem Juanita Solis í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum, á von á sínu fyrsta barni. Lífið 8. september 2024 14:41
Þetta eru liðin í Kviss Spurningaþátturinn Kviss hefur göngu sína á ný annað kvöld undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Eins og í fyrri þáttaröðunum munu sextán lið mæta til leiks og keppa í útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. Lífið 6. september 2024 20:02
Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Rúm þrjátíu prósent Íslendinga nota ólöglega sjónvarpsþjónustu. Forstjóri norrænna samtaka um hugverkavernd segir söluhagnað af ólöglega streyminu meðal annars fara í að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi eins og vændi, fíknefnasölu og smygl. Innlent 6. september 2024 19:40
Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. Innlent 5. september 2024 13:36
Þynnkan bar hópinn ofurliði og Ína grét úr reiði Það getur reynt á taugarnar þegar bestu vinkonurnar standa ekki við fyrirhuguð plön. Því fékk Ína María Einarsdóttir að kynnast þegar aðeins ein úr LXS genginu mætti í skipulagða loftbelgsferð í Marokkó. Hinar voru of þunnar og létu ekki sjá sig. Lífið 5. september 2024 10:31
Svikakvendið ætlar að dansa með stjörnunum Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey, mun keppa í 33. þáttaröð af bandarísku dansþættinum Dancing with the stars. Dansfélagi hennar verður atvinnudansarinn Ezra Sosa. Lífið 4. september 2024 15:27
Hlátur og grátur á Ljósvíkingum Kvikmyndin Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason var frumsýnd í Smárabíó í gær. Þangað lögðu rúmlega átta hundruð manns leið sína til að berja myndina augum í þremur sölum. Bíó og sjónvarp 4. september 2024 14:25
Fróaði sér á tónleikum með Bríeti Tónlistarkonan Bríet segist hafa lent í ýmsu á tónleikum sínum í gegnum tíðina. En það sem stendur mögulega upp úr var þegar einn tónleikagestur fróaði sér á miðjum tónleikum. Þetta kemur fram í síðasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 sem var á sunnudagskvöldið. Lífið 3. september 2024 10:33
Nastassja Kinski heiðursgestur á RIFF í ár Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Lífið 2. september 2024 17:36
Rándýr frumsýning hjá LXS skvísum í Sjálandi Það var mikið um dýrðir þegar þriðja sería raunveruleikaþáttanna LXS var frumsýnd í Sjálandi síðastliðið fimmtudagskvöld. Fyrsti þáttur fer í loftið á Stöð 2 og Stöð 2+ á miðvikudagskvöld. Lífið 2. september 2024 13:59
Ljósbrot valin besta norræna kvikmyndin Kvikmyndin Ljósbrot hefur farið sigurför um heiminn og hlaut um helgina aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló sem besta norræna kvikmyndin. Bíó og sjónvarp 2. september 2024 10:37
Sautján tíma ferðalag með krefjandi Steinda framundan „Þetta er stundum eins og að ferðast með þriðja barninu sínu,“ segir skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal um sautján tíma ferðalag til Nýja Sjálands sem framundan er hjá honum og Steinda Jr. Saman eru þeir lið í nýrri Draumsseríu sem væntanleg er á Stöð 2 í febrúar. Lífið 1. september 2024 17:02
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Svörtu söndum 2 Fyrsta stiklan úr annarri seríu af Svörtu söndum sem sýnd verður á Stöð 2 í haust er komin í loftið á Vísi. Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með. Bíó og sjónvarp 30. ágúst 2024 14:05
Lymskuleg skot Love Island stjörnu Love Island stjörnurnar Matilda Draper og Sean Stone eru hætt saman. Örfáum klukkustundum eftir að hafa opinberað það skýtur Matilda lymskulega á sinn fyrrverandi á samfélagsmiðlum í gegnum eigin reikninga og reikninga vinkvenna sinna. Lífið 29. ágúst 2024 16:34
Ekki einu sinni götusópararnir finna símann Skemmtikrafturinn, framleiðandinn og leikarinn Sandra Barilli glataði símanum sínum við tökur á sjónvarpsþáttunum IceGuys í gær. Hún var í miðjum tökum með Herra Hnetusmjör og hafði í andartak lagt símann frá sér ofan á þaki bíls sem svo óheppilega vildi til að keyrði í burtu. Lífið 29. ágúst 2024 15:05
Sver af sér ásakanir um framhjáhald Breska raunveruleikaþáttastjarnan Tommy Fury segir ásakanir þess efnis sem birst hafa á samfélagsmiðlum um að hann hafi haldið framhjá fyrrverandi kærustu sinni Molly-Mae Hague hryllilegar. Hann segir síðustu vikur hafa tekið gríðarlega á sig. Lífið 29. ágúst 2024 13:35
Ældi næstum úr stressi á Cannes Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael. Bíó og sjónvarp 29. ágúst 2024 07:01