Ofurhetjan Sólon selur íbúðina í Kópavogi Einar Björn Þórarinsson, Ofurhetjan Sólon, og sambýliskona hans Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona, hafa sett íbúð sína við Ásakór í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 67,9 milljónir. Lífið 19. júní 2024 10:31
„Gaman hvað verið er að tala fallega um samstarfsfólkið mitt“ Kvikmyndin Snerting hefur hlotið lof í mörgum af stærstu bíómyndamiðlum vestanhafs. Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar fagnar góðu dómunum sem og góðu áhorfi í bíóhúsum hérlendis. Bíó og sjónvarp 17. júní 2024 13:49
Bjór, bingó og bíó í Vinabæ á ný Búið er að opna bruggstofu í gamla Tónabíó og Vinabæ. Bráðum verður hægt að spila bingó þar á ný en eigandinn var óviss um hvort hann næði að opna staðinn allt fram á síðustu stundu. Viðskipti innlent 12. júní 2024 21:00
Tengdasonur Íslands trúðaði Simon Cowell upp úr skónum Tengdasonur Íslands, trúðurinn Jelly Boy the Clown, heillaði Simon Cowell og félaga í dómnefndinni í raunveruleikaþættinum America's Got Talent upp úr skónum með ótrúlegu áhættuatriði. Sjá má atriðið í myndbandi neðst í fréttinni. Bíó og sjónvarp 12. júní 2024 15:07
Gerard Butler á klakanum í enn eitt skiptið Skoski leikarinn Gerard Butler er staddur á landinu. Tilefnið eru tökur á spennumyndinni Greenland: Migration en tökurnar hófust í gær. Bíó og sjónvarp 12. júní 2024 09:21
Françoise Hardy er látin Franska tónlistarkonan Françoise Hardy lést í gær áttræð að aldri. Sonur hennar, Thomas Dutronc, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum. Lífið 12. júní 2024 07:46
Gerir upp sögu Séð og heyrt: „Þetta er mjög sterkur samfélagsspegill“ „Ég hitti blaðamann, sem hafði unnið á blaðinu og fór að segja mér sögur. Ég hugsaði með mér að ef þetta er ekki sjónvarp, þá er ekkert sjónvarp.“ Lífið 11. júní 2024 21:01
Íslenskur hryllingstryllir á Vestfjörðum vekur athygli í Tribeca Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, hryllingsmyndin The Damned sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum hefur vakið athygli og sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Bíó og sjónvarp 7. júní 2024 14:00
Eltihrellirinn höfðar mál gegn Netflix Skosk kona sem segist vera innblásturinn að eltihrellinum Mörthu Scott í vinsælu þáttunum Baby Reindeer úr smiðju Netflix hefur höfðað mál á hendur streymisveitunni. Hún krefst 170 milljóna dala í skaðabætur sem nemur um 24 milljörðum íslenskra króna. Bíó og sjónvarp 7. júní 2024 09:12
Þýskur risi í samstarf við ACT4 um gerð Stóra Bróður Íslenska kvikmyndafyrirtækið ACT4 hefur gert samstarfssamning við þýska dreifingaraðilann ZDF Studios um þróun á sjónvarsþáttaröðinni Stóra Bróður. Þetta kemur fram í tilkynningu en Variety greindi fyrst frá. Bíó og sjónvarp 4. júní 2024 10:00
Dóttir Jolie og Pitt vill ekki heita Pitt lengur Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, dóttir stjörnuparsins fyrrverandi, Brad Pitt og Angelinu Jolie, sótti um að láta fjarlægja ættarnafn föður síns, Pitt, á átján ára afmælisdaginn sinn í liðinni viku. Lífið 2. júní 2024 15:42
Dauðþreyttur Jón eyddi átta milljónum króna Jón Gnarr segist aldrei á ævinni hafa verið jafnþreyttur og nú, daginn eftir lok strembinnar kosningabaráttu. Hann segir að framboðið hafi kostað um átta milljónir króna en hann hafi komið út á sléttu eftir styrki. Innlent 2. júní 2024 13:12
The Lazarus Project: Varúð, veldur svefnleysi The Lazarus Project hefur snúið aftur og er nú öll önnur þáttaröðin komin inn á Stöð 2 +. Fyrsta sería heppnaðist mjög vel og gaf undirritaður henni fjórar stjörnur fyrir um ári síðan. Gagnrýni 1. júní 2024 08:56
Margrét Helga hlýtur heiðursverðlaun Grímunnar Margrét Helga Jóhannsdóttir hlaut heiðursverðlaun Grímunnar í kvöld. Það var Guðni Th. Jóhannesson sem veitti leikkonunni verðlaunin í Þjóðleikhúsinu. Menning 29. maí 2024 22:13
„Margir héldu að ég væri endanlega búinn að missa það“ Baltasar Kormákur segir sjálfsvinnu skemmtilegasta verkefni sem hann hefur teksti á við. Baltasar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þurft að breyta mörgu í eigin fari og þó að það sé ekki auðvelt, sé það á endanum stærsta verkefnið í lífinu. Lífið 29. maí 2024 07:00
Balti var í hesthúsinu þegar Jason Statham hringdi „Góðu tíðindin eru að Statham myndin rokseldist í Cannes og er bara klár í slaginn,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur um spennumynd sem hann og harðhausinn Jason Statham ætla að gera saman. Bíó og sjónvarp 28. maí 2024 07:00
Gleði og tilhlökkun fyrir fyrstu Filmu hátíðinni Kvikmyndahátíðin Filma verður haldin 29. og 30. maí í Bíó Paradís, þar sem nemendur Kvikmyndalistadeildar Listaháskóla Íslands sýna verk sín almennum áhorfendum í fyrsta skiptið. Bíó og sjónvarp 27. maí 2024 15:02
Anora hlaut Gullpálmann í ár Kvikmyndin Anora undir leikstjórn Sean Baker hlaut Gullpálmann á kvikmyndahatíðinni í Cannes í gær. Myndin er gríndrama sem fjallar um unga fatafellu í New York sem á í ástarsambandi við son rússnesks auðjöfurs. Bíó og sjónvarp 26. maí 2024 12:06
Millie Bobby Brown og sonur Bon Jovi orðin hjón Breska leikkonan Millie Bobby Brown og bandaríska fyrirsætan Jake Bongiovi giftu sig við leynilega athöfn síðustu helgi. Parið hefur verið saman í tvö ár og trúlofuðu sig fyrir rúmu ári. Lífið 25. maí 2024 21:13
Hafnaði beiðni Baldwin um frávísun Dómari við bandarískan dómstól hefur hafnað beiðni leikarans Alec Baldwin um að vísa frá ákæru um manndráp af gáleysi þegar Halyna Hutchins lést vegna voðaskots á tökustað myndarinnar Rust. Baldwin leikskýrði og lék í myndinni og hleypti skotinu af byssunni. Erlent 25. maí 2024 11:56
Syngja með Grease á fyrstu skynsegin sýningu Íslandssögunnar Blásið verður til sérstakrar sing-along sýningar á Grease í Bíó Paradís fyrir skynsegin fólk í kvöld. Skipuleggjandi segir um að ræða fyrstu sýninguna sinnar tegundar hér á landi en gripið verður til ýmissa ráðstafana til að tryggja viðeigandi skynsegin skilyrði í kvikmyndahúsinu. Bíó og sjónvarp 24. maí 2024 10:01
Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga. Bíó og sjónvarp 24. maí 2024 07:00
Opinbera Hemsworth í hlutverki Geralt Aðdáendur þáttanna The Witcher á Netflix fengu loks í gær að sjá Liam Hemsworth í hlutverki skrímslabanans Geralt frá Rivíu. Henry Cavill, sem lék Geralt í fyrstu þremur þáttaröðunum, hætti í október 2022. Bíó og sjónvarp 23. maí 2024 11:42
Svaraði engu um Affleck Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni. Lífið 23. maí 2024 09:23
Egill mætti með barnabörnin á forsýningu Snertingar Hátiðarforsýning á íslensku kvikmyndinni Snertingu í leikstjórn Baltasar Kormáks fór fram með pompi og prakt í Smárabíó í gærkvöldi. Sýningin var gríðarlega vel sótt og voru þar meðal annars alþjóðlegar stórstjörnur sem vinna nú með Baltasar að þáttagerð hér á landi. Bíó og sjónvarp 21. maí 2024 15:15
Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins. Viðskipti innlent 21. maí 2024 13:38
Stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur fyrir Ljósbroti Kvikmyndahúsagestir stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur í gærkvöldi þegar Ljósbrot, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, var frumsýnd á verðlaunahátíðinni í Cannes. Bíó og sjónvarp 16. maí 2024 16:13
Elín Hall í rándýrum kjól á rauða dreglinum Leikonan Elín Sif Hall klæddist kjól frá franska hátískuhúsinu Chanel á rauða dreglinum á kvikmyndahátiðinni í Cannes í Frakklandi í gær. Kjóllinn er úr haust- og vetrarlínu Chanel og kostar á aðra milljón króna. Lífið 16. maí 2024 13:13
Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára útlegð Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður. Bíó og sjónvarp 16. maí 2024 10:53
Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar. Bíó og sjónvarp 15. maí 2024 10:00