Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Icelandair fyrsta samstarfsflugfélag banda­rísks risa

Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja samstarf á árinu 2025. Samstarfið mun gefa viðskiptavinum tækifæri á þægilegum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja. Icelandair verður þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flogið á milli landa á endur­nýjan­legri orku: Draum­sýn eða Raun­veru­leiki?

Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta.

Skoðun
Fréttamynd

Segir á­kvörðun um kæru fyrir nauðgun tekna fyrir and­lát flug­manns

Lögmaður sem gætir hagsmuna fimm kvenna segir hafa legið fyrir að kæra ætti fyrir nauðgun áður en flugmaður og meintur gerandi svipti sig lífi. Kæran hafi verið formlega lögð fram eftir andlát mannsins. Maðurinn lést 25. ágúst en kæra var formlega lögð fram 28. ágúst. Í millitíðinni leituðu foreldrar flugmannsins á náðir Vilhjálms og báðu hann um að gæta hagsmuna sonar síns. Vilhjálmur gætti þá þegar hagsmuna konunnar sem sakar hinn látna um nauðgun.

Innlent
Fréttamynd

Skyldur vinnu­veit­enda gífur­legar í erfiðum málum

„Varðandi MeToo-umræðuna. Að mörgu leyti hefur regluverkið ekki mikið breyst í gegnum tíðina. Kannski hefur verið skerpt aðeins á því hvað telst einelti og hvað er ofbeldi og slíkt en fyrirtækin eru að taka þetta miklu miklu fastari tökum og miklu meira formfast og rannsaka þetta með skipulögðum hætti. Málin eru bara svo flókin, það er engin ein leið rétt.“

Innlent
Fréttamynd

Icelandair þurfi að kannast við reglur réttar­ríkisins

Hæstaréttarlögmaður segir samfélagið þurfa að spyrja sig áleitinna spurninga þegar kemur að kynferðisbrotamálum, og hvort líta eigi svo á að menn teljist sekir þar til annað kemur í ljós. Þar séu stórfyrirtæki á borð við Icelandair ekki undanskilin. Hann rifjar upp mál manns sem hann aðstoðaði, sem var vikið úr starfi hjá fyrirtækinu vegna ásakana, en mál hans síðan fellt niður. 

Innlent
Fréttamynd

Hver er á­byrgð Icelandair?

Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg meinsemd sem á ekki að viðgangast. Hins vegar þarf að fara varlega þegar ásakanir eru bornar á einstaklinga sama hvers eðlis þær eru. Kynferðisbrot geta ekki verið þar undanskilin, slík mál þurfa faglega og vandaða úrvinnslu.

Skoðun
Fréttamynd

Gengi Icelandair flaug upp á við

Gengi hlutabréfa Icelandair rauk upp um 6,45 prósent í dag í 612 milljóna króna viðskiptum. Gengið hefur ekki verið hærra frá 9. júní. Þá hækkaði gengi Play næstmest allra félaga í Kauphöllinni, um 3,03 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verið að fara fram á rann­sókn, ekki þöggun

„Þau vilja fá að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir, talsmaður fjölskyldu Sólons Guðmundssonar flugmanns. Fjölskyldan sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvernig andlát Sólons bar að.

Innlent
Fréttamynd

Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns

Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur.

Innlent
Fréttamynd

Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skylda flug­manns Icelandair vill að lög­regla rann­saki and­lát hans

Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Hinir grunuðu í mansalsmálinu ganga lausir

Ekki var talin ástæða til þess að fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim rann út í gær og þeir ganga því lausir.

Innlent
Fréttamynd

Á­hyggju­efni að innri landa­mærin séu ekki betur tryggð

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli.

Innlent