Sjóböð meira en sundið Á hryssingslegum haustdegi virðist fátt minna freistandi en að stinga sér til sunds í ískaldan sjóinn. Það finnst þó ekki meðlimum í Sjósundfélaginu sem hittast vikulega hvernig sem viðrar og fá sér sundsprett í nístingskaldri Nauthólsvík Menning 19. október 2004 00:01
Vioxx endurgreitt Gigtarlyfið Vioxx hefur verið tekið af markaði eftir að rannsóknir bentu til að inntaka þess hefði óæskileg áhrif á hjarta-og æðakerfið. Menning 19. október 2004 00:01
Hnetur til varnar gallsteinum Samkvæmt niðurstöðum kannana frá Harvard School of Public Health kemur í ljós að 30 grömm af jarðhnetum eða öðrum hnetum á dag (160 kalóríur í hvert skipti), fimm sinnum eða oftar í viku, minnka hættu á gallsteinum um 25%. Ein matskeið af hnetusmjöri jafn oft í viku minnkar líkurnar um 15%. Menning 19. október 2004 00:01
Aðgerð gegn aukakílóum Þeir sem gengist hafa undir aðgerð á maga og þörmum í þeim tilgangi að losa sig við aukakílóin eiga á hættu að verða fyrir taugaskaða í kjölfar aðgerðinnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var við sjúkrahús í Minnesota og fjallað er um rannsóknina á fréttasíðu BBC. Menning 19. október 2004 00:01
Tíunda graðasta þjóð veraldar Íslendingar njóta kynlífs um það bil tvisvar í viku og hafna í tíunda sæti í skoðanakönnun Durex-smokkaframleiðandans um tíðni bólfara um veröld víða. Menning 13. október 2004 00:01
Konur á breytingaskeiði Um einn fjórði kvenna sem hættu að taka inn hormóna eftir að rannsóknir sýndu að þeir gætu valdið aukinni hættu á hjartasjúkdómum og ákveðnum tegundum krabbameins, eru aftur farnar að taka þá inn. Menning 12. október 2004 00:01
Sundkórinn æfir á föstudagsmorgnum "Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið" glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstudagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður. Menning 12. október 2004 00:01
Eldað ofan í skólakrakka Stefna skólayfirvalda í Reykjavík er að komið verði upp fullkomnu mötuneyti í öllum skólum og eldað á staðnum. Menning 12. október 2004 00:01
Flensan ekki komin Byrjað var um síðustu mánaðamót að bólusetja fólk gegn inflúensu hér á landi og eru þær aðgerðir í fullum gangi. Enda þótt fréttir berist um hörgul á bóluefni í Bandaríkjunum og víðar, vegna mistaka í framleiðslu þess hjá stóru lyfjafyrirtæki í Bretlandi, mun skorts ekki gæta hér á landi. Menning 12. október 2004 00:01
"Feiti maðurinn" Líkami og sál. Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um andlega og líkamlega heilsu. Menning 12. október 2004 00:01
Reykingavarnir góðar á Íslandi Íslendingar fá hrós fyrir baráttu gegn reykingum í nýrri evrópskri rannsókn og standa sig betur en nokkuð annað Evrópuríki. Menning 10. október 2004 00:01
Bólusett í búðinni Bólusetningar hófust í Lyfju í Smáralind í gær, en Lyfja er fyrst lyfjabúða á Íslandi með slíka þjónustu. "Við höfum fengið mjög sterk viðbrögð. Það biðu tíu manns við dyrnar hjá okkur þegar við opnuðum," segir Þórbergur Egilsson lyfjafræðingur, sem er yfirmaður lyfjasviðs Lyfju. Menning 9. október 2004 00:01
Fækkar aðgerðum vegna æxla í húð Nýtt lyf sem upprætir vissar tegundir húðkrabbameins hefur verið flutt hingað til lands og samþykkt af yfirvöldum. Það heitir Metvix og er þróað og framleitt í Noregi. Lyfið hefur gagnast vel á húðæxli af flöguþekju-uppruna og fækkað skurðaðgerðum vegna þeirra. Menning 5. október 2004 00:01
Reykingar kvenna minnka Reykingar íslenskra kvenna hafa dregist saman um 10% á 13 árum. Þetta kemur fram í fréttapistli heilbrigðisráðuneytisins. Fjórðungur íslenskra karlmanna reykti daglega árið 2003 á móti 19% íslenskra kvenna samkvæmt samnorrænni rannsókn á reykingum Norðurlandabúa. Menning 5. október 2004 00:01
Fótbolti í morgunsárið Þeir eru glaðbeittir í morgunsárið guðsmennirnir sem spila fótbolta í KR heimilinu milli klukkan 8 og 9 á fimmtudagsmorgnum. Spurðir hvort þeim finnist þetta ekki ókristilegur tími fyrir iðkun fótbolta svara þeir því galvaskir neitandi og einn bætir við að boltinn sé góður með morgunbæninni. Menning 5. október 2004 00:01
Skálað í skjóli menningar Myrkar hliðar fylgja breyttum drykkjusiðum Íslendinga. Þeim fjölgar sem drekka áfengi daglega. Hættulegt, segir Þórarinn Tyrfingsson. </font /></b /> Menning 5. október 2004 00:01
Gufaðist um tækjasalinn "Ég er nýbúin að fá mér árskort í Laugum," segir Þrúður Vilhjálmsdóttir leikkona með stolti þegar hún er spurð hvaða líkamsrækt hún stundi. "Tækjasalurinn er minn staður þessa stundina og er ég nýbúin að læra á hann, en fram að því gufaðist ég bara um tækjasalinn," segir Þrúður Menning 5. október 2004 00:01
Gúrú Ég skrifa þessa stuttu útskýringu á hugtakinu gúrú vegna ofnotkunar og misnotkunar þess í fjölmiðlum síðastliðin ár og mánuði. Orðið gúrú er upphaflega úr sanskrít og þýðir sá sem ryður burt myrkri með ljósi eða sá sem ryður burt þoku Menning 5. október 2004 00:01
Herferð gegn offitufaraldri barna Til þess að berjast gegn offitufaraldri barna í Bandaríkjunum þarf þjóðin að fara í allsherjar herferð gegn vandanum. Bandaríska vísindaakademían (National Academy og Sciences), sem rannsakað hefur orsakir og afleiðingar offituvandans, kynnti nýlega skýrslu sína um málið. Menning 1. október 2004 00:01
Lifa í öðrum veruleika Fyrir nokkrum mánuðum hitti ég skólastjóra úti á landi. Ég var að halda tóbaksvarnarfyrirlestra fyrir unglingana í skólanum hans. Hann sagðist ekki hafa svo miklar áhyggjur af reykingum í sínum skóla og það fannst mér ánægjulegt að heyra. Hins vegar sagði hann að upp væri að koma nýr hópur sem væri ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af. Menning 28. september 2004 00:01
Góðir skór og vilji allt sem þarf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ætlar að fara alla leið til Minneapolis í Bandaríkjunum til að taka þátt í maraþonhlaupi. Það er þó ekki hvaða maraþonhlaup sem er því Twin City maraþonið er heimsfrægt og hefur verið kjörið fallegasta maraþon Bandaríkjanna. Hann hefur stundað útihlaup undanfarin tvö ár. Menning 28. september 2004 00:01
Boltar í stað stóla Æfingaboltar rúlla nú um líkamsræktarstöðvarnar enda nýjasta æðið í heimi heilsuræktar. Krisztina G. Agueda er menntaður íþróttakennari og hefur réttindi til Fit-ball kennslu og þjálfunar, en Fit-ball eru æfingaboltar sem koma frá Ítalíu þar sem heilt æfingakerfi hefur verið smíðað í kringum þá. Menning 28. september 2004 00:01
Best að æfa á morgnanna "Ég reyni að stunda nokkuð reglulega líkamsrækt yfir veturinn og fer þá yfirleitt í stöðvar eins og World Class eða aðrar sem ég get lyft lóðum í og komist á hlaupabretti," segir Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður. Á sumrin segist hún vera óskipulagðari. Menning 28. september 2004 00:01
E-vítamín við heyrnarleysi E-vítamín getur haft áhrif á skyndilegt heyrnarleysi, samkvæmt nýlegri rannsókn sem gerð var í Ísrael. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á ráðstefnu háls-, nef- og eyrnalækna í New York í vikunni. Menning 28. september 2004 00:01
Hundar finna lykt af krabbameini Vísindamenn í Englandi hafa komist að því að hundar finna lykt af krabbameini. Hundar hafa allt að hundrað þúsund sinnum betra lyktarskyn en mannfólkið. Menning 26. september 2004 00:01
Þriðjungur deyr úr hjartakvillum Sautján milljónir manna deyja ár hvert úr hjartasjúkdómum eða hjartaáföllum. Það er um þriðjungur þeirra sem deyja á ári í heiminum. Þetta kom fram á fundi Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar sem haldinn var í tilefni alþjóðlega hjartadagsins sem var í gær. Menning 26. september 2004 00:01
Hundar geta greint krabbamein Komið hefur í ljós að hundar geta greint krabbamein í mannfólki. Svo virðist sem sérstök lykt stafi af krabbameini og hundarnir geta greint þessa lykt þótt krabbameinið sé tiltölulega nýkomið af stað. Menning 24. september 2004 00:01
Tóbak má ekki sjást Ástralar ætla að feta í fótspor Íslendinga með löggjöf sem bannar að tóbak sé sjáanlegt á sölustöðum, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustöðvar. Lög þessa efnis tóku gildi hér á landi 1. ágúst árið 2001. Menning 23. september 2004 00:01
Fjórar leiðir til lengra lífs Hollt matarræði, hófleg áfengisneysla, regluleg hreyfing og engar reykingar auka lífslíkur eldri borgara um 65%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, þar sem 1500 eldri borgurum á aldrinum 70-90 ára, frá ellefu Evrópulöndum var fylgt eftir í 10 ár. Menning 22. september 2004 00:01
Farsímanotkun ekki heilsuspillandi Yfirvöld geislavarna á Norðurlöndum hafa sammælst um að engar vísindalegar vísbendingar séu um að farsímanotkun geti verið skaðleg heilsu fólks, hvorki geislun frá símtækjunum sjálfum né heldur sendum. Enda noti tækin sendistyrk neðan viðmiðunarmarka og grunngilda sem Alþjóða geislavarnaráðið um ójónandi geislun (ICNIRP) hefur mælt með. Menning 21. september 2004 00:01