Hjem til jul aftur á skjáinn Bandaríska streymisveitan Netflix ætlar að framleiða nýja seríu af norsku jólaþáttunum Hjem til jul. Um er að ræða þriðju seríu af gamanþáttunum en fimm ár eru síðan sú seinasta kom út. Bíó og sjónvarp 26. september 2024 13:00
Tökumenn LXS yfirheyrðir í 90 mínútur og áttu ekki að fá inngöngu inn í landið LXS gengið skellti sér í ferðalag til Marokkó í síðasta þætti. Ferðalagið var heldur betur skrautlegt en eftir millilendingu fóru stelpurnar í flug í eldgamalli Flugvél og stóð þeim hreinlega ekki á sama. Lífið 26. september 2024 10:31
Fagnaðarfundir á fyrstu frumsýningu vetrarins Það var margt um manninn í Borgarleikhúsinu síðastliðið sunnudagskvöld þegar fyrsta sýning vetrarins var frumsýnd en um er að ræða verkið Sýslumaður Dauðans. Verkið er íslenskur drama-gamanleikur eftir Björn Jón Sigurðsson fráfarandi leikskáld hússins. Lífið 25. september 2024 20:02
Sama hvað fólki finnst Grínistinn Ellen Degeneres segir að hún hafi loksins lært að vera sama um álit annarra á henni. Hún segist lengi hafa velt sér upp úr því hvað öðrum finnist en hafi loksins náð að sleppa taki á þeirri hugsun. Lífið 25. september 2024 15:55
Prince-dansarinn Cat er látinn Bandaríski dansarinn Catherine Vernice Glover frá Chicago, betur þekkt sem Cat, er látin, sextug að aldri. Cat var ein nánasta samstarfskona bandaríska tónlistarmannsins Prince á hans ferli. Lífið 25. september 2024 13:00
Svona undirbýr Bogi sig fyrir útsendingu Fréttamaðurinn Bogi Ágústsson hefur starfað á RÚV í áratugi. Hann byrjaði að lesa fréttir þegar hann var aðeins 25 ára, og er enn að hátt í fimm áratugum seinna. Lífið 25. september 2024 10:32
Um 12.000 manns hafa séð sýninguna Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu Það hefur ekkert lát verið á vinsældum einleiksins Orð gegn orði þar sem Ebba Katrín Finnsdóttir þykir fara á kostum í hlutverki lögfræðingsins Tessu. Nú styttist í 60. sýninguna en alls hafa um tólf þúsund leikhúsgestir upplifað þessa mögnuðu sýningu. Lífið samstarf 25. september 2024 08:33
Ekkert mál að hlaupa alveg staurblindur Valdimar Sverrisson ljósmyndari og uppistandari mætti í heimsókn til Hljóðbókasafnsins á dögunum þar sem honum var fagnað vel og innilega. Ástæðan er sú að Valdimar safnaði áheitum fyrir safnið í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst en Valdimar segir ekkert mál að hlaupa jafnvel þó hann sé „alveg staurblindur.“ Lífið 25. september 2024 07:02
„Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ „Ég held að galdurinn felist í því að gera þetta af einhverju óttaleysi, eða reyna það allavega,“ segir tónlistarkonan Una Torfa, sem er nú í óðaönn við að undirbúa útgáfutónleika. Tónlist 24. september 2024 16:09
Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Það var líf og fjör á Listasafni Árnesinga á dögunum þegar fjórar nýjar sýningar opnuðu samtímis. Fjöldi fólks mætti á svæðið og góð stemning myndaðist á safninu. Menning 24. september 2024 15:33
Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Ólafur Elíasson mun taka yfir gríðarstór auglýsingaskilti í stórborgum á borð við London og New York. Hann er með þekktari listamönnum landsins og þó víðar væri leitað en list hans má finna um allan heim. Menning 24. september 2024 14:11
„Æi góði hoppaðu upp í rassgatið á þér!“ Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður fékk dónaskapinn sem hann auglýsti eftir og gott betur. Lífið 24. september 2024 13:25
Mál Samherja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. Innlent 24. september 2024 08:53
Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Danska hrollvekjan Gæsterne kom út hér á landi fyrir u.þ.b. tveimur árum undir nafninu Speak No Evil. Hún vakti töluverða athygli og voru viðbrögð áhorfenda almennt mjög góð. Hollywood-fólk fór ekki varhluta af því og var ekki lengi að skella í eitt stykki endurgerð, sem heitir jú, Speak No Evil og er nú sýnd í kvikmyndahúsum. Gagnrýni 24. september 2024 08:02
Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard „Ennþá í dag er ég mjög þakklátur að hafa tekið þessa ákvörðun en ég skil hana samt ekki alveg því hún meikar ekki sens þegar maður er átján ára. Ég hef ekki heyrt um neinn annan sem hefur tekið þessa ákvörðun,“ segir tónlistarstjórinn Bergur Þórisson sem hafnaði inngöngu í hinn virta Juilliard háskóla í New York á sínum tíma og í kjölfarið fór ferilinn á flug. Tónlist 24. september 2024 07:03
Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal Það var líf og fjör í Ásmundarsal síðastliðið föstudagskvöld þegar píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson fögnuðu nýrri plötu með góðum vinum. Tónlist 23. september 2024 20:02
Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. Bíó og sjónvarp 23. september 2024 16:32
Frumsýning á Vísi: Helga Braga í kolsvartri kómedíu Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir fara með aðalhlutverkin í gamanmyndinni Top 10 möst eftir Ólöfu B. Torfadóttur. Um er að ræða kolsvarta kómedíu sem fjallar um viðkvæm málefni en er sett upp á spaugilegan hátt. Bíó og sjónvarp 23. september 2024 14:31
„Eini metnaðurinn minn var að líða ekki illa“ Lóa Hjálmtýsdóttir, listakona og söngkona hljómsveitarinnar FM Belfast, glímdi við þunglyndi á unglingsárum. Hún segir erfitt að leyfa sér gleði á meðan þjóðarmorð standi yfir og ástandið í heiminum virðist versna. Lífið 23. september 2024 12:31
Hjálmari Erni leið eins og manninum í Slumdog Millionaire í Kviss Í síðasta þætti af Kviss mættust Þróttarar og Fylkismenn. Í liði Þróttar mættu þau Þorvaldur Davíð og Vigdís Hafliðadóttir. Lið Fylkis var skipað af Árbæingunum Alberti Brynjari Ingasyni og Hjálmari Erni Jóhannssyni. Lífið 23. september 2024 10:31
Janet Jackson biðst afsökunar á undarlegum ummælum Söngkonan Janet Jackson hefur beðið Kamölu Harris forsetaframbjóðanda afsökunar fyrir ummæli sem hún lét falla í hennar garð sem vöktu mikla reiði vestanhafs. Lífið 22. september 2024 17:54
„Það eru komnir þrír mánuðir síðan pabbi minn sá fram á það að geta ekki lifað lengur“ „Ég er alls ekki týpan sem er mikið að opna sig á netinu. Þetta var erfitt og óþægilegt. En ég vildi gera þetta, fyrir pabba,“ segir tónlistarkonan Karlotta Sigurðardóttir en á dögunum gaf hún sitt fyrsta lag á íslensku sem ber heitið Hringekja. Lagið hefur afar sérstaka merkingu fyrir Karlottu vegna þess að það er seinasta lagið hennar sem faðir hennar, Sigurður Arnar Jónsson, fékk að heyra áður en hann féll fyrir eigin hendi, í apríl á þessu ári. Lífið 22. september 2024 14:10
„Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma“ Sir Alex Ferguson, hinn goðsagnakenndi þjálfari Manchester United, settist niður á dögunum og ræddi eiginkonu sína heitina, Cathy. Einnig ræddi hann heilabilanir og hvað hann hefur gert til að halda sér sem skörpustum í ellinni. Fótbolti 22. september 2024 07:02
Diddy á sjálfsvígsvakt Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm. Erlent 21. september 2024 17:08
Tæpur helmingur íbúa hefur séð myndina Kvikmyndin Ljósvíkingar sló aðsóknarmet á Ísafirði á föstudag og eru 1203 manns nú búnir að sjá hana í Ísafjarðarbíó. Bíó og sjónvarp 21. september 2024 14:30
Óþekkt tónverk eftir Mozart fannst Áður óþekkt tónverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart uppgötvaðist á bókasafni í Leipzig í Þýskalandi í vikunni. Mozart hefur sennilega enn verið barn þegar hann samdi verkið. Erlent 21. september 2024 11:03
„Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ „Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ segir listræni stjórnandinn Júnía Lin sem er jafnframt tvíburasystir Laufeyjar Lin. Tónlist 21. september 2024 07:03
Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Fyrsta umboðsstofan sem rekin er af leikurum hefur verið opnuð á Íslandi. Hún heitir Northern Talent og segir einn stofnenda hennar að hún sé ekki rekin sem hefðbundin umboðsstofa, þar sé enginn eiginlegur umboðsmaður heldur taki leikarar á sig mismunandi hlutverk í þágu heildarinnar. Menning 20. september 2024 17:01
Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara. Lífið 20. september 2024 15:26
Loka almenningsbókasafninu og leita til Akureyrar Svalbarðsstrandarhreppur í austanverðum Eyjafirði hefur ákveðið að loka almenningbókasafninu í þorpinu en efla jafnframt skólabókasafnið. Þá verða teknar upp viðræður við Akureyrarbæ um sérstakan þjónustusamning fyrir íbúa. Innlent 20. september 2024 14:37