Seðlabankinn Krónan stöðug þrátt fyrir áföll og fátt sem kallar á veikingu á næstunni Krónan hefur sýnt styrk sinn með því að haldast afar stöðug í kringum gildið 150 á móti evrunni samfellt um margra mánaða skeið þrátt fyrir að ýmislegt hafi unnið á móti henni á liðnum vetri, að sögn gjaldeyrismiðlara. Væntingar eru um gengisstyrkingu horft inn í árið, sem endurspeglast að hluta í meiri framvirki gjaldeyrissölu, samhliða meðal annars mögulegu fjármagnsinnflæði við yfirtökuna á Marel en sumir vara við viðkvæmri stöðu eftir miklar launahækkanir sem hefur þrýst raungenginu á nánast sömu slóðir og fyrir heimsfaraldurinn. Innherji 16.5.2024 10:07 Trúverðugleiki skiptir máli Það er því keppikefli heimila og fyrirtækja að staðinn sé vörður um trúverðugleika peningastefnunnar. Slíkur varnarleikur — sem er nægilega erfiður fyrir — verður aftur á móti þrautinni þyngri samhliða sífelldum óábyrgum ummælum hinna ýmsu kjörnu fulltrúa sem nú sitja á Alþingi, segir hagfræðingur. Umræðan 11.5.2024 15:00 Halda áfram kaupum á íslenskum ríkisbréfum þótt það hægist á vextinum Fjárfesting erlendra sjóða í íslensk ríkisskuldabréf hélt áfram að aukast í liðnum mánuði þótt nokkuð hafi hægt á vextinum og hefur innflæðið ekki verið minna að umfangi í meira en hálft ár. Stöðugt fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra skuldabréfafjárfesta síðustu mánuði hefur átt sinn þátt í því að halda gengi krónunnar stöðugu um nokkurt skeið. Innherji 11.5.2024 13:57 Dagur til umhugsunar Níundi maí er merkur dagur sem haldinn er hátíðlegur um alla Evrópu. Níundi maí er Evrópudagurinn en þann dag er á ári hverju minnt á gildi evrópskrar samvinnu og þýðingu fyrir framfarir, frið og mannréttindi í álfunni. Skoðun 9.5.2024 07:31 Að leysa vandann með quick fix Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum. Skoðun 9.5.2024 07:01 Íslendingar þurfi að gæta hófs í vexti efnahagslífsins Seðlabankastjóri segir að gæta verði hófs í vexti ferðaþjónustunnar og í atvinnulífinu almennt. Seðlabankinn hafi fengið það hlutverk að knýja fram hófsemi með vaxtahækkunum. Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi þensla væru helstu ástæður þess að vextir væru ekki lækkaðir. Viðskipti innlent 8.5.2024 19:31 Ákvörðun Seðlabankans sé óskiljanleg Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir. Innlent 8.5.2024 15:57 Aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum hafa takmörkuð áhrif á verðbólgu Áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum fyrir stóran hluta vinnumarkaðarins eru takmörkuð á hagvöxt og verðbólgu, sagði aðalhagfræðingur Seðlabankans á fundi peningastefnunefndar í morgun. Seðlabankastjóri nefndi að hætta væri á að verðbólga verði treg til að fara niður í fjögur til fimm prósent. Innherji 8.5.2024 14:23 Miklar verðbólguvæntingar halda vöxtunum uppi Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi spenna í hagkerfinu eru aðalástæður þess að Seðlabankinn lækkar ekki meginvexti sína. Seðlabankastjóri segir algerlega nauðsynlegt að ná verðbólgu niður til að uppfylla forsendur kjarasamninga. Viðskipti innlent 8.5.2024 12:11 „Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. Innlent 8.5.2024 11:22 Hægir enn á hagvexti og auknar líkur á að núverandi raunvaxtastig sé „hæfilegt“ Horfur eru á að hagvöxtur verði umtalsvert minni í ár en Seðlabankinn gerði áður ráð fyrir samhliða því að hægt hefur nokkuð á vexti innlendrar eftirspurnar. Peningastefnunefnd hefur ákveðið halda vöxtum bankans óbreyttum fimmta fundinn í röð, sem er í samræmi við spár allra greinenda og markaðsaðila, og telur núna meiri líkur en áður að aðhaldsstigið dugi til að ná verðbólgunni niður í markmið. Innherji 8.5.2024 09:28 Kynning á yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanki Íslands birti í morgun yfirlýsing peningastefnunefndar og Peningamál. Stýrivextir eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun nefndarinnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25. Tíunda mánuðinn í röð. Viðskipti innlent 8.5.2024 09:01 Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. Viðskipti innlent 8.5.2024 08:31 Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. Innlent 7.5.2024 13:01 Vextir geta og þurfa að lækka Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Skoðun 7.5.2024 12:46 Seðlabankinn haldi raunaðhaldinu þéttu á meðan „verkið er óklárað“ Þótt verðbólgan sé að ganga niður þá er hún enn fjarri markmiði en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur verið skýr um að vilja bíða eftir trúverðugum vísbendingum um að sú þróun haldi áfram, sem eru ekki komin fram, áður en ráðist verður í lækkun vaxta og mun því halda á meðan raunaðhaldinu þéttu, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Samstaða er um það að vaxtastiginu verði haldið óbreyttu til næstu fimmtán vikna en stóra spurningin er hver framsýna leiðsögnin verður – og telja sumir að bankinn þurfi að senda sterk skilaboð um mikið aðhald í peningastefnunni næstu misserin. Innherji 6.5.2024 11:21 Spá því að stýrivextir haldist óbreyttir Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Spáin rímar við spá Íslandsbanka sem gerir einnig ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir. Viðskipti innlent 3.5.2024 12:39 Sjö vilja taka við af Gunnari Alls bárust sjö umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 9. apríl síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 30. apríl. Gunnar Jakobsson baðst á dögunum lausnar og var Arnór Sighvatsson settur tímabandið í embættið. Viðskipti innlent 2.5.2024 13:54 Arnór Sighvatsson settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sett Arnór Sighvatsson tímabundið í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Innlent 30.4.2024 22:47 Hvað er ofurhagnaður? Ef ég spyrði þig lesandi góður hvort að 100 þúsund krónur séu góðar vaxtatekjur á innlánsreikningi á einu ári hlýtur svarið þitt að fara eftir því hvað þú ert með inni á bankabókinni þinni. Skoðun 29.4.2024 12:30 Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. Viðskipti innlent 29.4.2024 11:45 Léttir fyrir markaðinn en „erfiði kaflinn“ við að ná niður verðbólgu að hefjast Það var léttir fyrir skuldabréfamarkaðinn að sjá mælda verðbólgu í apríl í lægri mörkum væntinga, segir fjárfestingastjóri, og verðbólguálag lækkaði um 0,15 til 0,2 prósentustig. Sérfræðingar telja að stýrivextir Seðlabankans verði ekki lækkaðir í maí en líkur hafi aukist á að þeir lækki í ágúst. Erfiði kaflinn í baráttunni við verðbólguna sé fram undan. „Við þurfum því að sjá meiri hjöðnun verðbólgu til að vextir geti lækkað eitthvað að ráði,“ að mati sjóðstjóra. Innherji 24.4.2024 16:14 Seðlabankinn geti ekki annað en lækkað vexti Formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabankann ekki geta annað en lækkað vexti um að minnsta kosti hálft prósentustig nú þegar verðbólga mælist sex prósent. Verkalýðshreyfingin hafi farið að tilmælum bankans um hógværa kjarasamninga og nú væri komið að Seðlabankanum. Innlent 24.4.2024 11:46 Vanskil fyrirtækja „ekki til marks um almenna breytingu“ hjá viðskiptavinum Íslandsbanki hefur ekki fundið fyrir mikilli aukningu í vanskilum hjá fyrirtækjum á undanförnum mánuðum, hvorki lengri né skemmri tíma vanskilum, segir fjármálastjóri Íslandsbanka. Heildarvanskil hjá fyrirtækjum í viðskiptum við Landsbankans hafa lítið eitt aukist frá áramótum en breytingin er „óveruleg og er ekki til marks um almenna breytingu hjá okkar viðskiptavinum.“ Innherji 23.4.2024 18:01 Bankastjóri: Vanskil hjá fyrirtækjum aukast og raunvaxtastig er of hátt Vanskil fyrirtækja vaxa frá mánuði til mánaðar. Bankastjóri Arion banka segir að raunvaxtastig sé orðið of hátt og óttast að fyrirtæki verði nauðbeygð að segja upp starfsfólki. Fyrir vikið gæti atvinnuleysi aukist. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þurfi að taka tillit til þess við vaxtaákvarðanir að áhrif þeirra komi ekki fram að fullu fyrr en eftir 18 mánuði. Innherji 22.4.2024 10:25 Enn ekkert að frétta af félagi sem þúsundir Íslendinga eiga kröfu á Seðlabanki Íslands hefur vakið athygli á því að slitastjóri hefur ekki enn verið skipaður yfir slóvakíska vátryggingafélaginu Novis, sem var svipt starfsleyfi fyrir tíu mánuðum. Sex til sjö þúsund Íslendingar hafa keypt tryggingarafurðir Novis og mikil óvissa ríkir um stöðu þeirra. Neytendur 18.4.2024 18:08 Óttast að stýrivextir lækki seinna vegna lítils aðhalds í fjármálaætlun Við fyrstu sýn er ekki hægt að segja að tiltrú fjárfesta á að ríkið sé að styðja við peningastefnu Seðlabankans muni aukast við þessa fjármálaáætlun, segir sjóðstjóri skuldabréfa sem telur að það gæti farið svo beðið verði með að lækka stýrivexti fram á næsta ár í ljósi þess hve lítið aðhald er í ríkisfjármálum. Innherji 17.4.2024 14:01 Spáir því að vextir haldist áfram háir þrátt fyrir „hóflega“ kjarasamninga Þrátt fyrir að heldur sé að draga úr þenslu í hagkerfinu er ólíklegt að „hóflegir“ kjarasamningar muni stuðla að því að hraðar dragi úr verðbólgu, að mati Hagfræðistofnunar, sem spáir því að húsnæðisverð muni hækka um liðlega tíu prósent í ár. Gert er ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans muni haldast áfram háir, jafnvel hækka frekar, sem skýrist einkum af miklum umsvifum í ferðaþjónustu. Innherji 12.4.2024 11:49 Netárásir geti sett fjármálakerfið á hliðina Netógnin er stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag og sá þáttur sem gæti sett það á hliðina, að mati varaseðlabankastjóra. Hann segir nauðsynlegt að auka samhæfingu og efla varnir þar sem gervigreind sé að skala upp getu netþrjóta. Innlent 11.4.2024 13:14 Bein útsending: Ásgeir svarar fyrir vextina Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar á opnum nefndarfundi sem hefst klukkan 8:30. Viðskipti innlent 11.4.2024 08:00 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 46 ›
Krónan stöðug þrátt fyrir áföll og fátt sem kallar á veikingu á næstunni Krónan hefur sýnt styrk sinn með því að haldast afar stöðug í kringum gildið 150 á móti evrunni samfellt um margra mánaða skeið þrátt fyrir að ýmislegt hafi unnið á móti henni á liðnum vetri, að sögn gjaldeyrismiðlara. Væntingar eru um gengisstyrkingu horft inn í árið, sem endurspeglast að hluta í meiri framvirki gjaldeyrissölu, samhliða meðal annars mögulegu fjármagnsinnflæði við yfirtökuna á Marel en sumir vara við viðkvæmri stöðu eftir miklar launahækkanir sem hefur þrýst raungenginu á nánast sömu slóðir og fyrir heimsfaraldurinn. Innherji 16.5.2024 10:07
Trúverðugleiki skiptir máli Það er því keppikefli heimila og fyrirtækja að staðinn sé vörður um trúverðugleika peningastefnunnar. Slíkur varnarleikur — sem er nægilega erfiður fyrir — verður aftur á móti þrautinni þyngri samhliða sífelldum óábyrgum ummælum hinna ýmsu kjörnu fulltrúa sem nú sitja á Alþingi, segir hagfræðingur. Umræðan 11.5.2024 15:00
Halda áfram kaupum á íslenskum ríkisbréfum þótt það hægist á vextinum Fjárfesting erlendra sjóða í íslensk ríkisskuldabréf hélt áfram að aukast í liðnum mánuði þótt nokkuð hafi hægt á vextinum og hefur innflæðið ekki verið minna að umfangi í meira en hálft ár. Stöðugt fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra skuldabréfafjárfesta síðustu mánuði hefur átt sinn þátt í því að halda gengi krónunnar stöðugu um nokkurt skeið. Innherji 11.5.2024 13:57
Dagur til umhugsunar Níundi maí er merkur dagur sem haldinn er hátíðlegur um alla Evrópu. Níundi maí er Evrópudagurinn en þann dag er á ári hverju minnt á gildi evrópskrar samvinnu og þýðingu fyrir framfarir, frið og mannréttindi í álfunni. Skoðun 9.5.2024 07:31
Að leysa vandann með quick fix Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum. Skoðun 9.5.2024 07:01
Íslendingar þurfi að gæta hófs í vexti efnahagslífsins Seðlabankastjóri segir að gæta verði hófs í vexti ferðaþjónustunnar og í atvinnulífinu almennt. Seðlabankinn hafi fengið það hlutverk að knýja fram hófsemi með vaxtahækkunum. Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi þensla væru helstu ástæður þess að vextir væru ekki lækkaðir. Viðskipti innlent 8.5.2024 19:31
Ákvörðun Seðlabankans sé óskiljanleg Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir. Innlent 8.5.2024 15:57
Aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum hafa takmörkuð áhrif á verðbólgu Áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum fyrir stóran hluta vinnumarkaðarins eru takmörkuð á hagvöxt og verðbólgu, sagði aðalhagfræðingur Seðlabankans á fundi peningastefnunefndar í morgun. Seðlabankastjóri nefndi að hætta væri á að verðbólga verði treg til að fara niður í fjögur til fimm prósent. Innherji 8.5.2024 14:23
Miklar verðbólguvæntingar halda vöxtunum uppi Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi spenna í hagkerfinu eru aðalástæður þess að Seðlabankinn lækkar ekki meginvexti sína. Seðlabankastjóri segir algerlega nauðsynlegt að ná verðbólgu niður til að uppfylla forsendur kjarasamninga. Viðskipti innlent 8.5.2024 12:11
„Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. Innlent 8.5.2024 11:22
Hægir enn á hagvexti og auknar líkur á að núverandi raunvaxtastig sé „hæfilegt“ Horfur eru á að hagvöxtur verði umtalsvert minni í ár en Seðlabankinn gerði áður ráð fyrir samhliða því að hægt hefur nokkuð á vexti innlendrar eftirspurnar. Peningastefnunefnd hefur ákveðið halda vöxtum bankans óbreyttum fimmta fundinn í röð, sem er í samræmi við spár allra greinenda og markaðsaðila, og telur núna meiri líkur en áður að aðhaldsstigið dugi til að ná verðbólgunni niður í markmið. Innherji 8.5.2024 09:28
Kynning á yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanki Íslands birti í morgun yfirlýsing peningastefnunefndar og Peningamál. Stýrivextir eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun nefndarinnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25. Tíunda mánuðinn í röð. Viðskipti innlent 8.5.2024 09:01
Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. Viðskipti innlent 8.5.2024 08:31
Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. Innlent 7.5.2024 13:01
Vextir geta og þurfa að lækka Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Skoðun 7.5.2024 12:46
Seðlabankinn haldi raunaðhaldinu þéttu á meðan „verkið er óklárað“ Þótt verðbólgan sé að ganga niður þá er hún enn fjarri markmiði en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur verið skýr um að vilja bíða eftir trúverðugum vísbendingum um að sú þróun haldi áfram, sem eru ekki komin fram, áður en ráðist verður í lækkun vaxta og mun því halda á meðan raunaðhaldinu þéttu, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Samstaða er um það að vaxtastiginu verði haldið óbreyttu til næstu fimmtán vikna en stóra spurningin er hver framsýna leiðsögnin verður – og telja sumir að bankinn þurfi að senda sterk skilaboð um mikið aðhald í peningastefnunni næstu misserin. Innherji 6.5.2024 11:21
Spá því að stýrivextir haldist óbreyttir Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Spáin rímar við spá Íslandsbanka sem gerir einnig ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir. Viðskipti innlent 3.5.2024 12:39
Sjö vilja taka við af Gunnari Alls bárust sjö umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 9. apríl síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 30. apríl. Gunnar Jakobsson baðst á dögunum lausnar og var Arnór Sighvatsson settur tímabandið í embættið. Viðskipti innlent 2.5.2024 13:54
Arnór Sighvatsson settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sett Arnór Sighvatsson tímabundið í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Innlent 30.4.2024 22:47
Hvað er ofurhagnaður? Ef ég spyrði þig lesandi góður hvort að 100 þúsund krónur séu góðar vaxtatekjur á innlánsreikningi á einu ári hlýtur svarið þitt að fara eftir því hvað þú ert með inni á bankabókinni þinni. Skoðun 29.4.2024 12:30
Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. Viðskipti innlent 29.4.2024 11:45
Léttir fyrir markaðinn en „erfiði kaflinn“ við að ná niður verðbólgu að hefjast Það var léttir fyrir skuldabréfamarkaðinn að sjá mælda verðbólgu í apríl í lægri mörkum væntinga, segir fjárfestingastjóri, og verðbólguálag lækkaði um 0,15 til 0,2 prósentustig. Sérfræðingar telja að stýrivextir Seðlabankans verði ekki lækkaðir í maí en líkur hafi aukist á að þeir lækki í ágúst. Erfiði kaflinn í baráttunni við verðbólguna sé fram undan. „Við þurfum því að sjá meiri hjöðnun verðbólgu til að vextir geti lækkað eitthvað að ráði,“ að mati sjóðstjóra. Innherji 24.4.2024 16:14
Seðlabankinn geti ekki annað en lækkað vexti Formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabankann ekki geta annað en lækkað vexti um að minnsta kosti hálft prósentustig nú þegar verðbólga mælist sex prósent. Verkalýðshreyfingin hafi farið að tilmælum bankans um hógværa kjarasamninga og nú væri komið að Seðlabankanum. Innlent 24.4.2024 11:46
Vanskil fyrirtækja „ekki til marks um almenna breytingu“ hjá viðskiptavinum Íslandsbanki hefur ekki fundið fyrir mikilli aukningu í vanskilum hjá fyrirtækjum á undanförnum mánuðum, hvorki lengri né skemmri tíma vanskilum, segir fjármálastjóri Íslandsbanka. Heildarvanskil hjá fyrirtækjum í viðskiptum við Landsbankans hafa lítið eitt aukist frá áramótum en breytingin er „óveruleg og er ekki til marks um almenna breytingu hjá okkar viðskiptavinum.“ Innherji 23.4.2024 18:01
Bankastjóri: Vanskil hjá fyrirtækjum aukast og raunvaxtastig er of hátt Vanskil fyrirtækja vaxa frá mánuði til mánaðar. Bankastjóri Arion banka segir að raunvaxtastig sé orðið of hátt og óttast að fyrirtæki verði nauðbeygð að segja upp starfsfólki. Fyrir vikið gæti atvinnuleysi aukist. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þurfi að taka tillit til þess við vaxtaákvarðanir að áhrif þeirra komi ekki fram að fullu fyrr en eftir 18 mánuði. Innherji 22.4.2024 10:25
Enn ekkert að frétta af félagi sem þúsundir Íslendinga eiga kröfu á Seðlabanki Íslands hefur vakið athygli á því að slitastjóri hefur ekki enn verið skipaður yfir slóvakíska vátryggingafélaginu Novis, sem var svipt starfsleyfi fyrir tíu mánuðum. Sex til sjö þúsund Íslendingar hafa keypt tryggingarafurðir Novis og mikil óvissa ríkir um stöðu þeirra. Neytendur 18.4.2024 18:08
Óttast að stýrivextir lækki seinna vegna lítils aðhalds í fjármálaætlun Við fyrstu sýn er ekki hægt að segja að tiltrú fjárfesta á að ríkið sé að styðja við peningastefnu Seðlabankans muni aukast við þessa fjármálaáætlun, segir sjóðstjóri skuldabréfa sem telur að það gæti farið svo beðið verði með að lækka stýrivexti fram á næsta ár í ljósi þess hve lítið aðhald er í ríkisfjármálum. Innherji 17.4.2024 14:01
Spáir því að vextir haldist áfram háir þrátt fyrir „hóflega“ kjarasamninga Þrátt fyrir að heldur sé að draga úr þenslu í hagkerfinu er ólíklegt að „hóflegir“ kjarasamningar muni stuðla að því að hraðar dragi úr verðbólgu, að mati Hagfræðistofnunar, sem spáir því að húsnæðisverð muni hækka um liðlega tíu prósent í ár. Gert er ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans muni haldast áfram háir, jafnvel hækka frekar, sem skýrist einkum af miklum umsvifum í ferðaþjónustu. Innherji 12.4.2024 11:49
Netárásir geti sett fjármálakerfið á hliðina Netógnin er stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag og sá þáttur sem gæti sett það á hliðina, að mati varaseðlabankastjóra. Hann segir nauðsynlegt að auka samhæfingu og efla varnir þar sem gervigreind sé að skala upp getu netþrjóta. Innlent 11.4.2024 13:14
Bein útsending: Ásgeir svarar fyrir vextina Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar á opnum nefndarfundi sem hefst klukkan 8:30. Viðskipti innlent 11.4.2024 08:00