Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Telur vaxta­hækkanir við­skipta­bankanna brattar

Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arki­tekta- og verk­fræði­stofur merkja mikinn sam­drátt í verk­efnum

Allt útlit er fyrir minna framboð íbúðarhúsnæðis á næstu árum sem birtist meðal annars í því að meira en sextíu prósent arkitekta- og verkfræðistofa segja að verkefnum hjá sér hafi fækkað, samkvæmt nýrri könnun sem Samtak iðnaðarins hafa gert. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að áherslur stjórnvalda í húsnæðisstuðningi, sem beinast núna í meira mæli til leigjenda, séu til þess fallin að magna vandann enn frekar í stað þess að auka hvata til íbúðaruppbyggingar.

Innherji
Fréttamynd

Norð­lenskur útsýnisdraumur

Við Oddeyrargötu á Akureyri er finna einstaklega sjarmerandi einbýlishús. Húsið var byggt árið 1927 og hefur verið mikið endurnýjað síðastliðin ár á gerðarlegan máta með tilliti til sögu hússins. Ásett verð er 94,1 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Færri í­búðir í byggingu en fyrir ári

Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum

Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verslunarhjón selja glæsivillu í 108

Hjónin Ingibjörg Kristófersdóttir og Hákon Hákonarson, sem eiga tískuvöruverslanirnar Mathilda, Englabörn og Herragarðinn, hafa sett einbýlishús sitt við Byggðarenda á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Fagurt ein­býli í hjarta Vestur­bæjar

Við Ásvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna glæsilegt 320 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1941 eftir hönnun Þóris G. Baldvinssonar en var stækkað árið 1961 eftir teikningu Kjartans Sveinssonar.

Lífið
Fréttamynd

Ein lit­ríkasta í­búð landsins til sölu

Í Bólstaðarhlíð 5 má finna einstaka og litskrúðuga íbúð stútfulla af karakter með bláum, bleikum, gulum og rauðum veggjum. Íbúðin er skráð rúmir 145 fermetrar með tvennar svalir til suðurs og vesturs og glæsilegt nýuppgert baðherbergi. 

Lífið
Fréttamynd

Stefnir að sölu eigna og aukinni skuld­setningu til að bæta arð­semi Eikar

Fjárfestingafélagið Langisjór, sem fer með yfir 30 prósenta hlut í Eik og hefur gert öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, telur að arðsemi þess fjármagns sem hluthafar hafa bundið í rekstri fasteignafélagsins sé of lágt og vilja „straumlínulaga“ eignasafnið með sölu eigna og nýta þá fjármuni til arðgreiðslna. Þá boða forsvarsmenn Langasjávar, sem eru meðal annars eigendur að Ölmu leigufélagi, að kannaðir verði kostir þess að Eik útvíkki starfsemi sína með því að sinna uppbyggingu og útleigu íbúðarhúsnæðis til almennings.

Innherji
Fréttamynd

Biskupsbústaðurinn seldur

Biskupsbústaðurinn við Bergstaðastræti 75 er seldur. Séra Agnes M. Sigurðardóttir, sem vígði eftirmann sinn í embætti fyrir tæpum tveimur vikum er því síðasti biskupinn til að búa í húsinu. Félag í eigu Birnu Jennu Jónsdóttur fjárfestis keypti húsið.

Lífið
Fréttamynd

Brúðkaupskipuleggjandi og flug­maður selja slotið

Vigdís Björk Segatta, einn helsti brúðkaupsskipuleggjandi landsins og eigandi Luxwedding, og eiginmaður hennar Ólafur Jón Jónsson flugmaður hjá Icelandair, hafa sett fallegt einbýlishús við Sveinskotsvör á Álftanesi á sölu. 

Lífið
Fréttamynd

Í­búð við Lauga­veg sem áður var bíósalur

Við Laugaveg 96 í Reykjavík er að finna sjarmerandi íbúð í sögufrægu húsi sem var byggt árið 1967. Stjörnubíó var áður til húsa í eigninni en síðustu kvimyndasýningarnar fóru fram þann 28. febrúar 2002. Ásett verð er 119,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endur­bætur

Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda.

Lífið
Fréttamynd

Selur tvær í­búðir á sama tíma

Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir er með tvær íbúðir á sölu í miðborg Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum Leo Alsved. Aðra þeirra hafa þau nýtt í útleigu og á Airbnb.

Lífið
Fréttamynd

Selur í­búð með palli en engum berjarunna

Guðmundur Heiðar Helgason almannatengill hefur sett frægasta pall landsins í Vogahverfi í Reykjavík á sölu. Pallurinn komst í fréttir fyrir þremur árum síðan þegar borgaryfirvöld fóru fram á að þar yrði grasblettur og berjarunni.

Lífið
Fréttamynd

Hlýleiki og lita­gleði í mið­bænum

Við Nýlendugötu í Reykjavík er að finna ákaflega heillandi íbúð í reisulegu húsi sem var byggt árið 1925. Íbúðin sjálf er 58 fermetrar og hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár. 

Lífið