Sport

Yngst á þessari öld til að komast í undan­úr­slit

Hin 17 ára gamla Mirra Andreeva er komin í undanúrslit Opna franska meistaramótsins í tennis. Hún er yngsti keppandi risamóts til að komast svo langt síðan Marina Hingis gerði það á Opna bandaríska árið 1997, þá 16 ára gömul.

Sport

Heldur út í at­vinnu­mennsku og ætlar sér fast sæti í lands­liðinu

Komið er að tíma­mótum á ferli skyttunnar ungu, Þor­steins Leós Gunnars­sonar. Hann kveður nú upp­eldis­fé­lag sitt Aftur­eldingu með trega og heldur út í at­vinnu­mennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Mark­mið Þor­steins næstu árin á hans ferli snúa mikið að ís­lenska lands­liðinu. Hann ætlar sér að verða fasta­maður í því liði.

Handbolti

Maddi­son fer ekki með Eng­landi á EM

James Maddison, miðvallarleikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, verður ekki í flugvélinni þegar enska landsliðið heldur til Þýskalands á Evrópumót karla í knattspyrnu sem þar fer fram frá 19. júní til 14. júlí næstkomandi.

Fótbolti

Stór fáni af Pétri dreginn upp í Stokk­hólmi: „Farið til hel­vítis“

Segja má að Pétur Marteins­son, fyrr­verandi at­vinnu- og lands­liðs­maður í fótbolta, hafi skilið eftir sig al­vöru fót­spor hjá sænska úr­vals­deildar­fé­laginu Hammar­by eftir tíma sinn þar sem leik­maður. Það sýndi sig einna best um ný­liðna helgi er gríðar­stór fáni, mynd af honum á eftir­minni­legri stundu, var dreginn upp í einni af stúkum Tele2 leik­vangsins í Stokk­hólmi. Pétur fékk veður af þessu og hefur gaman að, segir þetta til marks um ríginn sem ríkir milli þessara nágranna í Stokkhólmi.

Fótbolti

Upp­selt á leik Eng­lands og Ís­lands á Wembl­ey

England mætir Íslandi í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram á hinum fornfræga Wembley-leikvangi og er uppselt á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Fótbolti

Í sex ára keppnis­bann og heims­metið talið ó­lög­legt

Rhonex Kipruto frá Kenía hefur verið dæmdur í sex ára keppnisbann vegna misræmis í blóðsýnum. Segir heiðarleikadeild frjálsra íþrótta (Athletics Integrity Unit) að því sé staðfest að Kipruto hafi gerst sekur um svindl. Heimsmetið sem hann setti árið 2020 gildir því ekki.

Sport

KR og FH án lykil­manna í næstu um­ferð

Ef til vill finnur Gregg Ryder lausn á varnarvandræðum KR-liðsins í næstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Miðvarðarpar liðsins, Finnur Tómas Pálmason og Axel Óskar Andrésson, verður í leikbanni þegar KR-ingar sækja ÍA heim þann 18. júní næstkomandi.

Íslenski boltinn