Íslenski boltinn

Sjáðu rauðu spjöld KR-inga, mark beint úr horni og öll hin mörkin í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erlendur Eiríksson dómari lyftir hér rauða spjaldinu.
Erlendur Eiríksson dómari lyftir hér rauða spjaldinu. Vísir/Diego

Víkingur, Breiðablik og HK fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar þrír síðustu leikirnir fóru fram í sjöttu umferðinni. Nú má sjá mörkin úr þessum leikjum hér inn á Vísi.

Jón Guðni Fjóluson lék sinn fyrsta leik með Víkingum og lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Aron Elís Þrándarson í 2-0 sigri Víkings á FH. Seinna markið bjuggu varamenn Víkinga til en Helgi Guðjónsson skallaði þá aukaspyrnu Karl Friðleifs Gunnarssonar í markið.

Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik Víkings og FH

Víkingar skoruðu seinna markið sitt manni færri eftir að fyrirliðinn Nikolaj Andreas Hansen fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu.

Aron Bjarnason, Daniel Obbekjær og Benjamin Stokke skoruðu mörk Blika í 3-0 sigri á Fylki í Árbænum. Blikar hafa unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og eru í öðru sæti deildarinnar.

KR-ingar enduðu níu á vellinum í 2-1 tapi á heimavelli á móti HK-ingum. Atli Þór Jónasson og Arnþór Ari Atlason skoruðu mörk HK sem hefur unnið KR og Víking í síðustu tveimur leikjum sínum eftir að hafa verið án sigurs eftir fjóra fyrstu leikina.

KR-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason fékk beint rautt spjald á 70. mínútu og liðsfélagi hans Moutaz Neffati fékk sitt annað gula spjald átta mínútum fyrir leikslok.

Atli Sigurjónsson minnkaði muninn með marki beint úr hornspyrnu á 78. mínútu en nær komust Vesturbæingar ekki.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin og rauðu spjöldin úr þessum leikjum.

Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og Breiðabliks
Klippa: Mörk og rauð spjöld í leik KR og HK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×