Innlent

Göngin lokuð á mið­viku­dags­kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Göngin verða lokuð milli klukkan 21 og 23 á miðvikdagskvöldið.
Göngin verða lokuð milli klukkan 21 og 23 á miðvikdagskvöldið. Vegagerðin

Göngin um Hvalfjörð verða lokuð miðvikudaginn 15. maí frá klukkan 21til 23 vegna umfangsmikillar brunaæfingar á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að hjáleið verði um Hvalfjörð (47) meðan á æfingunni stendur. 

„Lokanir verða við gatnamót Hringvegar og Hvalfjarðavegar í Leirársveit og við gatnamót Hringvegar og Hvalfjarðavegar á Kjalarnesi.

Vegfarendur eru beðnir um að taka tillit til þessa í ferðaáætlunum sínum. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×