Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.

Fréttamynd

Tekur til varna eftir stuðningsyfirlýsingu við Katrínu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, tekur til varna á Facebook-síðu sinni eftir að hafa upplýst að atkvæði hans í komandi forsetakosningum færi til Katrínar Jakobsdóttur. Yfirlýsingin vakti mikla athygli og var meðal annars spurt hvort einhver óprúttinn hefði komist í tölvu verkalýðsforkólfsins.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Breytum reiði í gleði

Ég var bara ungur sveinn en ég man svo vel eftir reiðinni sem var í samfélaginu eftir hrunið. Fólki fannst stjórnmálin hafa brugðist og kerfið allt. Ég skildi það ekki allt þá en ég fann reiðina sem kraumaði undir niðri. Út í heimi sáum við hvernig fólk sem kenndi útlendingum og minnihlutahópum fyrir það hvernig fór sækja í sig veðrið og komast á þing víða. Nú 14 árum seinna er aftur mikil reiði í samfélaginu og fólkið sem komst á þing víða um heim kennandi öðrum um vandamál okkar eru nú komin í valdastöður.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnir í tveggja turna tal

Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga.

Innlent
Fréttamynd

„Þegar hann loksins náði að bjóða mér út missti ég hnén“

Makar þriggja forsetaframbjóðenda voru gestir Pallborðsins sem lauk fyrir stundu. Í myndverið mættu þau Felix Bergsson eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, Jóga Gnarr eiginkona Jóns Gnarr og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur og fór sérlega vel á með þeim.

Innlent
Fréttamynd

Svona var Pall­borðið með mökunum

Makar þriggja forsetaframbjóðenda verða gestir Pallborðsins á Vísi sem hefst í beinni útsendingu klukkan 14 í dag. Í myndver mæta Felix Bergsson eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, Jóga Jóhannsdóttir eiginkona Jóns Gnarr og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar og kíg­hósti

Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. 

Skoðun
Fréttamynd

Baldur fýkur ekki eftir vindi

Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgi Höllu hrundi eftir kappræðurnar á RÚV

Marktæk breyting varð á fylgi Höllu Hrundar Logadóttur, forsetaframbjóðanda, eftir kappræðurnar á RÚV 3. maí síðastliðinn. Fyrir kappræðurnar sögðust 33 prósent ætla að kjósa Höllu en tæplega 23 prósent eftir kappræðurnar. 

Innlent
Fréttamynd

Ástþór Magnús­son í spá­dómum?

Í bókinni Nostradamus og spádómarnir um Ísland, má lesa eftirfarandi á b.l.s 29; Ísland verður eins og ljósdepill í myrkvuðum heimi og þá munu Íslendingar taka sér fyrir hendur að leysa viðfangsefni, sem mikla blessun munu hafa í för með sér fyrir allt mannkynið.

Skoðun
Fréttamynd

Minnis­leysi eða þekkingar­skortur?

Formaður Alþýðuhreyfingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, sagði í grein á Vísir.is í gær að það hefði verið sláandi að heyra Katrínu Jakobsdóttur segja í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins á dögunum að tæki Alþingi ákvörðun um það að ganga í Evrópusambandið án þess að leggja málið í þjóðaratkvæði teldi hún það augljóslegt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Nokkuð sem þó hefði ekki átt að koma honum á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Facebook bannar Ástþóri að aug­lýsa

Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Efstar með ómarktækan mun á milli sín

Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Katrín Jakobsdóttir kemur á hæla henni, en ómarktækur munur er á þeim tveimur. Þar á eftir koma Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr, en marktækur munur er á stuðningi við Katrínu og Baldur annars vegar og við Baldur og Jón hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Stuðnings­menn Katrínar á­huga­samari en aðrir

63 prósent landsmanna hafa mikinn áhuga á forsetakosningunum sem fram fara í júní. Fjórðungur kveðst hafa hvorki mikinn né lítinn áhuga og tólf prósent hafa lítinn áhuga. Stuðningsmenn Katrínar Jakobsdóttur eru með meiri áhuga á kosningunum en stuðningsmenn annarra frambjóðenda. 

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund á­fram efst

Halla Hrund Logadóttir mælist með 29,1 prósent fylgi í nýrri könnun markaðsrannsóknarfyrirtækisins EMC. Næst á eftir er Katrín Jakobsdóttir með 22,9 prósent fylgi og Baldur Þórhallsson með 21,8 prósent fylgi. 

Innlent
Fréttamynd

For­seta­efni tókust á um forsetavaldið

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir hádegismálþingi með frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Rætt var um beitingu valds forseta auk þess sem tekið var við spurningum úr sal.

Innlent
Fréttamynd

Út­rýming mannsins á RÚV

Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu.

Skoðun