Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Fróðleiksfúsi“ slær í gegn í Sand­gerði

„Fróðleiksfúsi“ í Sandgerði stendur svo sannarlega undir nafni því hann miðlar fróðleik í gegnum spjaldtölvu um öll dýrin á náttúrugripasafninu á staðnum, sem er hluti af Þekkingarsetri Suðurnesja.

Fæddist með einn fót og Ung­frú Ís­land næst á dag­skrá

18 ára stelpa í Reykjanesbæ, sem fæddist bara með einn fót lætur ekkert stöðva sig, enda búin að stunda dans í mörg ár og æfa sund. Næst er það keppnin í ungfrú Ísland. Foreldrum hennar var ráðlagt að fara í þungunarrof þegar þetta var ljóst í 12 vikna sónar.

Sjómannadagsfjör á Skaga­strönd

Það iðar allt af lífi og fjöri á Skagaströnd um helgina en þar byrjuðu íbúar á fimmtudaginn að fagna sjómannadagshelginni og hápunktur hátíðarhaldanna verður svo á morgun, sjómannadaginn.

Sigga á Grund er fyrsti heiðurs­borgari Flóahrepps

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er alltaf kölluð var gerð að fyrsta heiðursborgara Flóahrepps í 80 ára afmælishófi hennar í Vatnsholti í Flóa í gærkvöldi.

Tvíburafolöld mætt í heiminn í Suðurnesjabæ

Tvíburafolöld komu í heiminn á bænum Melabergi á Stafnesi í Suðurnesjabæ í gærkvöldi. Það kom jörp hryssa og brúnn hestur og hafa þau fengið nafnið Hula og Háski. Systkinin komu vel undan nóttinni og voru farin að hlaupa saman í morgun.

Vilja nýtt hjúkrunar­heimili í Vík í Mýr­dal

Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins.

Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni

Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga.

Brauðtertuveisla í brauðtertusamkeppni á Sel­fossi

Átta manns skiluðu inn nokkrum brauðtertum og ostakökum í morgun í brauðtertu og ostakökusamkeppni Kaffi Krúsar og Konungskaffi á Selfossi. Brauðtertan, sem vinnur fer í sölu í Konungskaffi í nýja miðbænum í sumar og ostkakan á Kaffi Krús við Austurveg.

Afmælisstemming hjá Eld­stó á Hvols­velli

Það verður blásið til veislu Hvolsvelli á morgun, sunnudag en þá fagnar eina kaffihús staðarins 20 ára afmæli og býður öllum, sem vilja upp á köku og kaffi í tilefni dagsins frá 15:00 til 17:00. Póstur og sími voru áður í húsnæðinu.

Sjá meira