Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Fjár­festa fyrir þrjá milljarða í Reykja­nes­bæ og Hafnar­firði

Reitir og Kjölur fasteignir hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á fasteignum að Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ og Lónsbraut 1 í Hafnarfirði. Í tilkynningu kemur fram að húsið að Njarðarvöllum 4 var byggt 2008 og er 2.338 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir Nesvelli dagvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Leigusamningur er við Reykjanesbæ til 2038.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja virði Kalda­lóns ekki njóta sann­mælis á markaði og flýta endur­kaupum

Kaldalón hefur óskað eftir því við hluthafa að boðuðum áformum um að hefja kaup á eigin bréfum verði flýtt enda endurspegli markaðsverðmæti félagsins, að mati stjórnarinnar, ekki undirliggjandi virði eigna þess. Bókfært eigið fé Kaldalóns er umtalsvert meira en markaðsvirði fasteignafélagsins sem er niður um nærri átta prósent frá áramótum.

Innherji
Fréttamynd

Gummi Marteins selur glæsihús í Garða­bæ

Guðmund­ur Marteins­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Bón­us, og eig­in­kona hans Ingi­björg B. Hall­dórs­dótt­ir hafa sett einbýlishús sitt við Hjálmakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 380 fermetra hús sem var byggt árið 2008.

Lífið
Fréttamynd

Glæsi­legar í­búðir með frá­bæru út­sýni

Nú eru komnar í söluferli 28 glæsilegar íbúðir í vönduðu og vel skipulögðu lyftu fjölbýlishúsi á Álftanesi við Hestamýri 1. Íbúðirnar eru hannaðar að innan af Sæju innanhúshönnuði og stæði í bílageymslu fylgir þeim öllum. Stórar geymslur fylgja auk þess öllum íbúðum.

Samstarf
Fréttamynd

Kjartan Henry og Helga selja í Vestur­bænum

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur hafa sett íbúð sína við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 89,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Stærsti líf­eyris­sjóður landsins byggir upp stöðu í Kalda­lón

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) byrjaði að byggja upp hlutabréfastöðu í Kaldalón undir lok síðasta mánaðar og er núna kominn í hóp tíu stærsta hluthafa fasteignafélagsins. Hlutabréfaverð Kaldalóns, sem fluttist yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra, hækkaði nokkuð eftir að stærsti lífeyrissjóður landsins bættist í eigendahóp félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Flughetja selur slotið með heitum og köldum

Kristinn Elvar Gunnarsson, flugstjóri hjá Norlandair sem meðal annars hefur haldið uppi loftbrú félagsins frá Akureyri til Vopnafjarðar og Þórshafnar, hefur sett hús sitt á Akureyri á sölu. Um er að ræða glæsilegt einbýlishús að Kolgerði á frábærum stað í brekkunni.

Lífið
Fréttamynd

Fast­eigna­mat sumar­bú­staða hækkar mest

Fasteignamat hækkar mun minna á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni því íbúðir hafa hækkað hlutfallslega meira út á landi. Mest er hækkun á Vestfjörðum eða ellefu prósent. Sumarbústaðir hækka mest. 

Innlent
Fréttamynd

Kynna upp­fært fast­eigna­mat

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnir uppfært fasteignamat fyrir árið 2025 á opnum fundi klukkan 10 í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Ein­stök hæð í retró stíl við Lauf­ás­veg

Við Laufásveg 47 í Reykjavík er að finna glæsilega 212 fermetra sérhæð. Húsið var byggt árið 1969 en var endurnýjað að miklu leyti árið 2017 með tilliti til hins byggingarstíls. Fasteignamat eignarinnar er 119,7 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Glæsi­legt rað­hús Maríu Paz til sölu

María Gomez lífstílsbloggari og eiginmaður hennar Ragnar Már Reynisson hafa sett raðhús sitt við Ásbúð í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1979. Eignin hefur verið endurnýjuð að innan á vandaðan og smekklegan máta. Ásett verð er 163,7 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Davíð Smári og Kolla selja glæsi­lega útsýnishæð

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra og eiginkona hans Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheill, hafa sett glæsilega 268 fermetra eign við Dalbraut á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 139,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Eig­endur Sportvörur.is selja einbýlið í Garða­bæ

Hjónin og eigendur Sportvörur.is, Eyþór Ragnarsson og Sigríður Gunnarsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Markarflöt í Garðabæ á sölu. Um er að ræða vel skipulagt 220 fermetra hús á einni hæð. Ásett verð er 189,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Lit­fögur listamannaíbúð við Melhaga

Listaparið Matthías Rúnar Sigurðsson og Anna Vilhjálmsdóttir hafa sett afar glæsilega hæð með sérinngangi við Melhaga í Vestubær Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 99,8 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Í­búar undir­búa hóp­­mál­­sókn vegna upp­­­kaupa í Grinda­­vík

Kjartan Sigurðsson athafnamaður frá Grindavík skipuleggur nú, ásamt öðrum, hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra skilyrða sem sett hafa verið við uppkaup fasteigna í Grindavík.  Samkvæmt skilmálum Þórkötlu fasteignafélags er  einstaklingum sem eiga íbúðarhúsnæði gefinn kostur á að selja félaginu fasteign sína.

Innlent
Fréttamynd

Glæsihús Gerðar í Blush aftur á sölu

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, og kærastinn hennar Jakob Fannar Hansen hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Kópavogi á sölu. Húsið var einnig á sölu fyrir tveimur árum en á þeim tíma hefur fasteignaverð þess hækkað um tæpar sjötíu milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Vaxtalækkanir ekki verð­lagðar inn hjá Heimum

Verðlagning fasteignafélaga virðist í engu samræmi við væntingar stjórnmálamanna, verkalýðshreyfingar, aðila vinnumarkaðarins, greiningadeilda og almennings um lækkun vaxta. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær fjárfestar vakna til lífsins og hefja kaup á hlutabréfum fasteignafélaga af fullum þunga.

Umræðan
Fréttamynd

Hönnunarhús Markúsar Mána og Kristínar til sölu

Markús Máni M. Maute, annar stofnandi hug­búnaðarfyr­ir­tæksins Abler, og eiginkona hans Kristín Laufey Guðjónsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Lindarbraut á Seltjarnarnesi á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 185 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Andri og Erla selja í Seljunum

Andri Heiðar Kristinsson fjárfestingastjóri og Erla Ósk Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá Símanum hafa sett íbúð sína í Stuðlaseli í Breiðholti á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 87,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Fantaflott með frönskum gluggum í Vestur­bænum

Við Grenimel 35 í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna einstaka 172 hæð með bílskúr í reisulegu húsi sem var byggt árið 1945. Húsið var teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt og hefur verið vel viðhaldið. Ásett verð er 159,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Al­geng mis­tök við fast­eigna­kaup og hvernig þú forðast þau

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um mikilvægi innivistar er að það vekur hjá mér áhyggjur þegar ég sé hversu þétt er verið að byggja íbúðir í mínu nærumhverfi. Ég hef áhyggjur af því að fólk sé ekki alltaf nægilega vel upplýst um þá þætti sem mestu máli skiptir fyrir gæði innivistar.

Skoðun
Fréttamynd

Smekk­legt ein­býli í Foss­vogi á 230 milljónir

Við Kvistaland 7 í Fossvogsdal má finna fallegt 203 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 1973. Eignin var nýverið tekin í gegn á smekklegan máta þar sem ekkert var til sparað. Ásett verð er 228,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Matti og tengdó selja 220 milljóna króna ein­býlis­hús

Matthías Tryggvi Haraldsson, tónlistarmaður og leikari, hefur sett 328 fermetra einbýlishús við Furugerði 8 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða hús á tveimur hæðum, sem skiptist í tvær íbúðir. Ásett verð er 220 milljónir. Matthías Tryggvi á húsið ásamt Ásdísi Olsen tengdamóður sinni og Bergþóru Sigurðardóttur, móðursystur Ásdísar.

Lífið