Lífið

Elín Hall í rán­dýrum kjól á rauða dreglinum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ljosbrot (When The Light Breaks) Photocall - 77th Annual Cannes Film Festival
Getty/Michael Buckner

Leikonan Elín Sif Hall klæddist kjól frá franska hátískuhúsinu Chanel á rauða dreglinum á kvikmyndahátiðinni í Cannes í Frakklandi í gær. Kjóllinn er úr haust- og vetr­ar­línu Chanel og kostar á aðra milljón króna.

Elín fer með hlutverk í kvik­mynd­inni Ljós­brot sem var heimsfrum­sýnd á hátíðinni sem var haldin í 77. skipti í gær. Ljós­brot var ein af opnunarmyndum hátiðarinnar sem var sýnd í flokknum Official Selection, Un Certain Regard. 

Leikarahópurinn mætti prúðbúinn og pósuðu fyrir ljósmyndara líkt og sannar stórstjörnur. Áður höfðu þau Katla Njálsdóttir og Mikael Kaaber opnað sig upp á gátt í samtali við Vísi og lýst ákveðnum kvíða fyrir því að finna réttu fötin fyrir tilefnið. Ljóst að það tókst á endanum og bæði stórglæsileg.

Elín virðrist hafa haft fataskipti fyrir kvöldið þar sem hún birti mynd af sér á Instagram klædd gylltum síðkjól, einnig frá Chanel, með gyllta handtösku frá Chanel. Samkvæmt vef Chanel kostar slíkur kjóll tæplega eina og hálfa milljón íslenskar krónur, eða 10800 dollara.

Elín Hall

Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

Heather Millard, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Katla Njálsdóttir, Rúnar Rúnarsson, Elín Hall, Mikael Emil Kaaber, Ágúst Wigum and Baldur Einarsson.Getty

Leikarar eru Elín Hall, Mikael Kaaber, Katla Njálsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson. Rúnar Rúnarsson skrifar handrit myndarinnar, leikstýrir og framleiðir ásamt Heather Millard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×