Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára út­legð

Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður.

Bíó og sjónvarp


Fréttamynd

For­seti Hæsta­réttar og Kristján Lofts­son í gámapartýi

Margt var um manninn og mikil stemning ríkti á opnunarhátíð Íslenska gámafélagsins að Kalksléttu á dögunum þegar ný flokkunarlína sem nefnist Stjáni, var vígð. Gestum var boðið upp á að gæða sér á dýrindis kræsingum ásamt því að hlýða söng einvalalið tónlistamanna fram eftir kvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Matti og tengdó selja 220 milljóna króna ein­býlis­hús

Matthías Tryggvi Haraldsson, tónlistarmaður og leikari, hefur sett 328 fermetra einbýlishús við Furugerði 8 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða hús á tveimur hæðum, sem skiptist í tvær íbúðir. Ásett verð er 220 milljónir. Matthías Tryggvi á húsið ásamt Ásdísi Olsen tengdamóður sinni og Bergþóru Sigurðardóttur, móðursystur Ásdísar.

Lífið
Fréttamynd

Baltasar og Sunn­eva af­hjúpa kynið

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, eiga von á stúlku í byrjun ágúst. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en Baltasar á fjögur börn fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Gleði­tár hjá hundrað konum á Geysi

Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og eigandi Withsara og Elísabet Gunnarsdóttir athafnakona sameinuðu krafta sína með skipulagningu á sólarhrings heilsuferð fyrir konur (e. Wellness Retreat) á Hótel Geysi síðastliðna helgi. Þær segjast hrærðar yfir viðbrögðunum sem fóru fram úr þeirra björtustu vonum.

Lífið
Fréttamynd

Biggi Maus breiðir yfir Frikka Dór

Á miðnætti gefur Birgir Örn Steinarsson, sem starfar undir listamannanafninu Biggi Maus, út ábreiðu á lagi Friðriks Dórs 'I don't remember your name'. Lagið er nú kannski ekki á meðal þekktustu slagara Frikka en það kom upphaflega út á annarri breiðskífu hans Vélrænn árið 2012. Friðrik samdi lagið ásamt þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen sem saman mynda raf-dúettinn Kiasmos.

Lífið
Fréttamynd

Fá í fyrsta sinn að klæðast striga­skóm

6. maí síðastliðinn var flugáhöfnum hollenska flugfélagins KLM heimilt að klæðast strigaskóm í stað hæla- og fínum leðurskóm við störf sín í háloftunum. Félagið segir breytinguna stuðla að vellíðan og afköstum starfsmanna í takt við tímann.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Þægi­leg blanda af von og trega“

„Þetta er svona lag þar sem bassalínan rífur í hálsmálið á þér og spyr spurninga. Þægileg blanda af von og trega,“ segir tónlistarmaðurinn Jónfrí um nýtt lag sem hann og Ólafur Bjarki voru að senda frá sér. Lagið heitir Gott og vel og voru þeir sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem er frumsýnt í spilaranum hér fyrir neðan.

Tónlist
Fréttamynd

Fleiri snið­gengu en ekki

Fleiri slepptu því að horfa á keppniskvöld Íslands í Eurovision þriðjudagskvöldið 7. maí heldur en horfðu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar Prósents en þar kemur fram að tæplega þriðjungur þjóðarinnar hafi horft á umrætt Eurovision kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Von á á­kæru eftir spennuþrungna daga í Malmö

Fulltrúi Hollands í Eurovision sem var meinuð þátttaka á úrslitakvöldinu klukkustundum fyrir keppni verður að líkindum ákærður fyrir hótanir að sögn sænsku lögreglunnar. Hinn 26 ára gamli Joost Klein komst á spjöld sögunnar því engum keppanda hefur áður verið vísað úr keppni.

Lífið
Fréttamynd

Inga Lind selur í­búð við Valshlíð

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona hefur sett smekklega íbúð við Valshlíð í Reykjavík á sölu. Íbúðin er jafntfram í eigu dóttur hennar Hrafnhildar Össurardóttur og eiginmanns hennar Árna Hjaltasonar. Ásett verð er 93,9 milljónir.

Lífið