Bretar á bjargbrúninni Stjórnarmaðurinn skrifar 8. júní 2016 10:00 Nokkur titringur er nú á alþjóðamörkuðum vegna fregna af nýjustu skoðanakönnunum um afstöðu breskra kjósenda til útgöngu úr Evrópusambandinu. Kannanir benda nú flestar til þess að meirihluti vilji ganga úr Evrópusambandinu. Helstu forvígismenn ríkisstjórnar Davids Cameron hafi barist hart fyrir áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu, og hafa meðal annars bent á rannsóknir þess efnis að ríflega tekjuskattshækkun þurfi á hvert mannsbarn til að mæta því tekjutapi sem breski ríkissjóðurinn verði af við útgöngu. Sérfræðingar breska fjármálaráðuneytisins áætla jafnframt að eftir 15 ár verði breska hagkerfið ríflega 6% minna gangi Bretar úr ESB en láti þeir það ógert. Varla þarf svo að fjölyrða hvaða áhrif þetta hefði á húsnæðisverð og lánskjör í landinu gangi þessar spár eftir. Alþjóðafjármálamarkaðir eru greinilega trúaðir á greiningu Camerons og félaga á ástandinu, en nú, þegar kannanir benda til þess að Bretar taki jafnvel stökkið, hefur pundið hríðfallið og hefur það ekki verið veikara gagnvart helstu gjaldmiðlum síðan í lausafjárkrísunni 2008. Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að Bretar virðist ætla að kjósa með hjartanu fremur en höfðinu. Málflutningur útgöngusinna hefur enda helst byggst á því sem kalla mætti hjartarök. Gamla breska heimsveldið eigi ekki að ganga skrifræðisbákninu í Brussel á hönd, Bretar eigi að ráða því einir hverjum þeir hleypi inn í land sitt. Og þar fram eftir götum. Baráttan hefur sömuleiðis að nokkru snúist upp í einvígi þeirra Camerons forsætisráðherra og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, en sá síðarnefndi hefur leynt og ljóst haft augastað á stól Camerons um lengri tíma. Johnson er hreinlega mun vinsælli en Cameron og líklegt að skoðanakannanir taki mið af því. Stjórnarmaðurinn þykist þó þekkja ágætlega til í Bretlandi, og spáir því að aðildarsinnar hafi nokkuð öruggan sigur þegar upp er staðið. Fólk láti hausinn fremur en hjartað ráða.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Nokkur titringur er nú á alþjóðamörkuðum vegna fregna af nýjustu skoðanakönnunum um afstöðu breskra kjósenda til útgöngu úr Evrópusambandinu. Kannanir benda nú flestar til þess að meirihluti vilji ganga úr Evrópusambandinu. Helstu forvígismenn ríkisstjórnar Davids Cameron hafi barist hart fyrir áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu, og hafa meðal annars bent á rannsóknir þess efnis að ríflega tekjuskattshækkun þurfi á hvert mannsbarn til að mæta því tekjutapi sem breski ríkissjóðurinn verði af við útgöngu. Sérfræðingar breska fjármálaráðuneytisins áætla jafnframt að eftir 15 ár verði breska hagkerfið ríflega 6% minna gangi Bretar úr ESB en láti þeir það ógert. Varla þarf svo að fjölyrða hvaða áhrif þetta hefði á húsnæðisverð og lánskjör í landinu gangi þessar spár eftir. Alþjóðafjármálamarkaðir eru greinilega trúaðir á greiningu Camerons og félaga á ástandinu, en nú, þegar kannanir benda til þess að Bretar taki jafnvel stökkið, hefur pundið hríðfallið og hefur það ekki verið veikara gagnvart helstu gjaldmiðlum síðan í lausafjárkrísunni 2008. Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að Bretar virðist ætla að kjósa með hjartanu fremur en höfðinu. Málflutningur útgöngusinna hefur enda helst byggst á því sem kalla mætti hjartarök. Gamla breska heimsveldið eigi ekki að ganga skrifræðisbákninu í Brussel á hönd, Bretar eigi að ráða því einir hverjum þeir hleypi inn í land sitt. Og þar fram eftir götum. Baráttan hefur sömuleiðis að nokkru snúist upp í einvígi þeirra Camerons forsætisráðherra og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, en sá síðarnefndi hefur leynt og ljóst haft augastað á stól Camerons um lengri tíma. Johnson er hreinlega mun vinsælli en Cameron og líklegt að skoðanakannanir taki mið af því. Stjórnarmaðurinn þykist þó þekkja ágætlega til í Bretlandi, og spáir því að aðildarsinnar hafi nokkuð öruggan sigur þegar upp er staðið. Fólk láti hausinn fremur en hjartað ráða.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira