Tilvistarkreppa Netflix Stjórnarmaðurinn skrifar 20. júlí 2016 09:15 Bréf í streymiþjónustunni Netflix sem skráð er á markað í New York hafa hríðfallið frá vikubyrjun eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Einkum voru það áskriftartölur sem skelfdu fjárfesta en Netflix var langt frá því að ná yfirlýstu markmiði um 2,5 milljónir nýrra notenda á fjórðungnum. Það þrátt fyrir að hafa nýverið kynnt þjónustu sína til leiks í 130 nýjum löndum, þar með talið á Íslandi. Netflix hefur um árabil farið með himinskautum á hlutabréfamarkaði. Hátt verð hefur einkum verið réttlætt með væntingum um mikinn tekjuvöxt í náinni framtíð. Streymiþjónustur á borð við Netflix séu framtíðin á meðan hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki eigi undir högg að sækja. Þess vegna er Netflix metið á 130x EBIDTA hagnað á meðan hefðbundið sjónvarpsfyrirtæki á borð við Sky er metið á 9 til 10x EBIDTA. Gallinn er bara sá að Netflix á í ákveðinni tilvistarkreppu. Stóru kvikmyndaverin sjá Netflix sem ógn og hafa því dregið verulega úr sölu á efni til þeirra. Af þeim sökum er mikið af gömlu og úr sér gengnu efni á þjónustunni. Þetta hefur líka orðið til þess að Netflix hefur í auknum mæli þurft að stóla á eigin framleiðslu til að halda viðskiptavinum og laða að nýja. Vissulega hefur þeim oft tekist prýðilega til, samanber House of Cards og Narcos, en eigin framleiðsla er gríðarlega kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst eru komnar fjölmargar streymiþjónustur sem keppa við Netflix. Má þar nefna Now TV í Bretlandi sem rekið er af Sky og hefur að geyma nýrra og ferskara efni en Netflix. Það er líf í gömlu hundunum og Netflix situr ekki lengur eitt að sínu viðskiptamódeli. Hvað er þá til ráða fyrir Netflix? Einhvern tíma hætta fjárfestar að einblína á framtíðarvöxt og fara að velta fyrir sér tekjum og rekstrarhorfum hér og nú. Í því samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér að Sky í Bretlandi hefur aflað meiri nýrra tekna undanfarin ár en Netflix utan Bandaríkjanna. Vandi er um að spá en fyrst áskriftartölur virðast staðnaðar er varla annað að gera en hækka verðið – og umtalsvert ef Netflix ætlar að standast fyrirtækjum á borð við Sky snúning þegar kemur að arðsemi. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Bréf í streymiþjónustunni Netflix sem skráð er á markað í New York hafa hríðfallið frá vikubyrjun eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Einkum voru það áskriftartölur sem skelfdu fjárfesta en Netflix var langt frá því að ná yfirlýstu markmiði um 2,5 milljónir nýrra notenda á fjórðungnum. Það þrátt fyrir að hafa nýverið kynnt þjónustu sína til leiks í 130 nýjum löndum, þar með talið á Íslandi. Netflix hefur um árabil farið með himinskautum á hlutabréfamarkaði. Hátt verð hefur einkum verið réttlætt með væntingum um mikinn tekjuvöxt í náinni framtíð. Streymiþjónustur á borð við Netflix séu framtíðin á meðan hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki eigi undir högg að sækja. Þess vegna er Netflix metið á 130x EBIDTA hagnað á meðan hefðbundið sjónvarpsfyrirtæki á borð við Sky er metið á 9 til 10x EBIDTA. Gallinn er bara sá að Netflix á í ákveðinni tilvistarkreppu. Stóru kvikmyndaverin sjá Netflix sem ógn og hafa því dregið verulega úr sölu á efni til þeirra. Af þeim sökum er mikið af gömlu og úr sér gengnu efni á þjónustunni. Þetta hefur líka orðið til þess að Netflix hefur í auknum mæli þurft að stóla á eigin framleiðslu til að halda viðskiptavinum og laða að nýja. Vissulega hefur þeim oft tekist prýðilega til, samanber House of Cards og Narcos, en eigin framleiðsla er gríðarlega kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst eru komnar fjölmargar streymiþjónustur sem keppa við Netflix. Má þar nefna Now TV í Bretlandi sem rekið er af Sky og hefur að geyma nýrra og ferskara efni en Netflix. Það er líf í gömlu hundunum og Netflix situr ekki lengur eitt að sínu viðskiptamódeli. Hvað er þá til ráða fyrir Netflix? Einhvern tíma hætta fjárfestar að einblína á framtíðarvöxt og fara að velta fyrir sér tekjum og rekstrarhorfum hér og nú. Í því samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér að Sky í Bretlandi hefur aflað meiri nýrra tekna undanfarin ár en Netflix utan Bandaríkjanna. Vandi er um að spá en fyrst áskriftartölur virðast staðnaðar er varla annað að gera en hækka verðið – og umtalsvert ef Netflix ætlar að standast fyrirtækjum á borð við Sky snúning þegar kemur að arðsemi.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira