Bretar klesstu Rollsinn Stjórnarmaðurinn skrifar 12. mars 2017 11:00 Hópur þingmanna á breska þinginu hefur nú, þvert á flokkslínur, sett fram þá tillögu að Bretar gangi að nýju í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretar myndu með því hverfa aftur til þeirrar stöðu sem þeir voru í árið 1973 áður en þeir gengu í ESB. Fyrir þá sem ekki muna þá eru Íslendingar meðlimir í EFTA, ásamt Norðmönnum, Liechtenstein og Sviss. Öll aðildarlöndin nema Sviss eru síðan aftur meðlimir að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði Evrópu, en sneiðir hjá ýmsum öðrum þáttum ESB á borð við tollabandalag og myntbandalag. Þótt Bretar myndu ganga í EFTA myndu þeir sennilega ekki geta fengið aðgang að innri markaðnum, til þess hafa bresk stjórnvöld einfaldlega lagt of mikla áherslu á takmarkanir á innflytjendur og á að tryggja að Bretar heyri ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins. Erfitt er að ímynda sér að ESB myndi fallast á miklar málamiðlanir í þeim efnum eftir það sem á undan er gengið. Þingmennirnir telja hins vegar að til einhvers væri að vinna í að nýta sér tiltekna viðskipta- og tollasamninga milli ESB og EFTA, sem draga myndu úr skriffinnsku við tollafgreiðslu og flýta för ferðamanna yfir landamæri í einhverjum mæli. Fríverslun yrði þess utan tryggð við EFTA-þjóðirnar fjórar. Þessi hugmynd þingmannanna lýsir um margt þeirri stöðu sem Bretar hafa komið sér í með útgöngu sinni úr ESB. Um leið og því ferli öllu saman lýkur verða þeir ein sex þjóða í heiminum sem ekki tilheyra fríverslunarbandalagi í einhverri mynd. Hinar þjóðirnar eru varla stórveldi á alþjóðamælikvarða, Máritanía og Sómalía sennilega þeirra þekktastar. Bretar þurfa að finna sér nýjan alþjóðlegan félagsskap nú þegar hillir undir lok aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Þingmennirnir sjá þar EFTA sem fyrsta skrefið, en síðan þurfi samninga við Bandaríkin, Japan, Kína og Ástralíu, og ESB í fyllingu tímans. Með þessu verði til samningssamband við lönd sem kaupa um 90% af útflutningi Breta. Einfalt er það hins vegar ekki. Eins og Angus McNeil, formaður Alþjóðaviðskiptanefndar breska þingsins og þingmaður skoskra þjóðernissinna, sagði: „Þetta er eins og við höfum klesst Rollsinn okkar og séum að leita að úr sér gengnum notuðum bíl í staðinn.“Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Hópur þingmanna á breska þinginu hefur nú, þvert á flokkslínur, sett fram þá tillögu að Bretar gangi að nýju í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretar myndu með því hverfa aftur til þeirrar stöðu sem þeir voru í árið 1973 áður en þeir gengu í ESB. Fyrir þá sem ekki muna þá eru Íslendingar meðlimir í EFTA, ásamt Norðmönnum, Liechtenstein og Sviss. Öll aðildarlöndin nema Sviss eru síðan aftur meðlimir að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði Evrópu, en sneiðir hjá ýmsum öðrum þáttum ESB á borð við tollabandalag og myntbandalag. Þótt Bretar myndu ganga í EFTA myndu þeir sennilega ekki geta fengið aðgang að innri markaðnum, til þess hafa bresk stjórnvöld einfaldlega lagt of mikla áherslu á takmarkanir á innflytjendur og á að tryggja að Bretar heyri ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins. Erfitt er að ímynda sér að ESB myndi fallast á miklar málamiðlanir í þeim efnum eftir það sem á undan er gengið. Þingmennirnir telja hins vegar að til einhvers væri að vinna í að nýta sér tiltekna viðskipta- og tollasamninga milli ESB og EFTA, sem draga myndu úr skriffinnsku við tollafgreiðslu og flýta för ferðamanna yfir landamæri í einhverjum mæli. Fríverslun yrði þess utan tryggð við EFTA-þjóðirnar fjórar. Þessi hugmynd þingmannanna lýsir um margt þeirri stöðu sem Bretar hafa komið sér í með útgöngu sinni úr ESB. Um leið og því ferli öllu saman lýkur verða þeir ein sex þjóða í heiminum sem ekki tilheyra fríverslunarbandalagi í einhverri mynd. Hinar þjóðirnar eru varla stórveldi á alþjóðamælikvarða, Máritanía og Sómalía sennilega þeirra þekktastar. Bretar þurfa að finna sér nýjan alþjóðlegan félagsskap nú þegar hillir undir lok aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Þingmennirnir sjá þar EFTA sem fyrsta skrefið, en síðan þurfi samninga við Bandaríkin, Japan, Kína og Ástralíu, og ESB í fyllingu tímans. Með þessu verði til samningssamband við lönd sem kaupa um 90% af útflutningi Breta. Einfalt er það hins vegar ekki. Eins og Angus McNeil, formaður Alþjóðaviðskiptanefndar breska þingsins og þingmaður skoskra þjóðernissinna, sagði: „Þetta er eins og við höfum klesst Rollsinn okkar og séum að leita að úr sér gengnum notuðum bíl í staðinn.“Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira