Rússíbanareið krónunnar Stjórnarmaðurinn skrifar 20. mars 2017 11:30 Gjaldeyrishöftin voru afnumin í vikunni. Lauk þar löngum kafla í lífi þjóðar. Höftin voru á sínum tíma neyðarráðstöfun til að koma í veg fyrir hrun krónunnar, og virkuðu glimrandi sem slík. Einhvers konar stöðugleika var náð þótt fylgismenn hins óhefta og frjálsa markaðar þyrftu tímabundið að halda fyrir nefið. Höftin þjónuðu tilgangi sínum og komu í veg fyrir að lífskjaraskerðing þjóðarinnar eftir hrun yrði meiri en hún varð. Nú tæpum níu árum seinni hafa höftin verið afnumin. Sennilegast er að í þetta skiptið hafi hugsunarháttur þeirra stjórnmálamanna sem tilkynntu um ákvörðunina verið sá að veikja krónuna handvirkt. Staðan er nefnilega sú að sterkt gengi er farið að hafa veruleg áhrif á sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og aðrar útflutningsgreinar. Áhugavert í því samhengi var að heyra forstjóra leitarvélarinnar Dohop benda á að fyrirtækið yrði af um fjórðungi tekna sinna á þessu ári vegna styrkingar krónunnar. Munar um minna og þá sérstaklega fyrir minni félög í örum vexti. Krónan er enn og aftur farin að láta á sér kræla sem skaðvaldur atvinnulífsins. Fyrir stjórnvöld er hins vegar er mun jákvæðara að tilkynna um afnám hafta en gengisfellingu. Þótt krónan hafi tímabundið gefið eftir er fátt sem bendir til annars en að hún styrkist fremur en hitt. Ísland er skuldlaust og hér ríkir hagvöxtur sem varla þekkist annars staðar. Tvær milljónir ferðamanna er vissulega mikil aukning frá því sem áður var, en er alls ekki mikið í stóra samhenginu. Er eitthvað sem segir að við getum ekki átt von á tvöfalt fleiri ferðamönnum innan örfárra ára? Þá mega gjaldeyriskaup Seðlabankans sín lítils. Sama gildir um vaxtalækkanir af ofurvöxtunum sem hér ríkja að jafnaði. Vopnabúr Seðlabankans er bert. Mörgum er starsýnt á að krónan hafi hjálpað okkur við endurreisnina eftir hrun. Það er mikið til í því, en hin hliðin á peningnum er sú að hún átti líka stóran hlut í að koma okkur í klandrið til að byrja með. Í fyrirtækjarekstri er mikið unnið með því að þekkja sem flestar breytur og lágmarka með því áhættu í rekstrinum. Þannig er sennilega farsælla til lengri tíma að baka ágætt brauð alla daga, fremur en að baka stórkostlegan hleif einn daginn, en óætan þann næsta Gildir ekki það sama í peningamálum þjóðar?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Gjaldeyrishöftin voru afnumin í vikunni. Lauk þar löngum kafla í lífi þjóðar. Höftin voru á sínum tíma neyðarráðstöfun til að koma í veg fyrir hrun krónunnar, og virkuðu glimrandi sem slík. Einhvers konar stöðugleika var náð þótt fylgismenn hins óhefta og frjálsa markaðar þyrftu tímabundið að halda fyrir nefið. Höftin þjónuðu tilgangi sínum og komu í veg fyrir að lífskjaraskerðing þjóðarinnar eftir hrun yrði meiri en hún varð. Nú tæpum níu árum seinni hafa höftin verið afnumin. Sennilegast er að í þetta skiptið hafi hugsunarháttur þeirra stjórnmálamanna sem tilkynntu um ákvörðunina verið sá að veikja krónuna handvirkt. Staðan er nefnilega sú að sterkt gengi er farið að hafa veruleg áhrif á sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og aðrar útflutningsgreinar. Áhugavert í því samhengi var að heyra forstjóra leitarvélarinnar Dohop benda á að fyrirtækið yrði af um fjórðungi tekna sinna á þessu ári vegna styrkingar krónunnar. Munar um minna og þá sérstaklega fyrir minni félög í örum vexti. Krónan er enn og aftur farin að láta á sér kræla sem skaðvaldur atvinnulífsins. Fyrir stjórnvöld er hins vegar er mun jákvæðara að tilkynna um afnám hafta en gengisfellingu. Þótt krónan hafi tímabundið gefið eftir er fátt sem bendir til annars en að hún styrkist fremur en hitt. Ísland er skuldlaust og hér ríkir hagvöxtur sem varla þekkist annars staðar. Tvær milljónir ferðamanna er vissulega mikil aukning frá því sem áður var, en er alls ekki mikið í stóra samhenginu. Er eitthvað sem segir að við getum ekki átt von á tvöfalt fleiri ferðamönnum innan örfárra ára? Þá mega gjaldeyriskaup Seðlabankans sín lítils. Sama gildir um vaxtalækkanir af ofurvöxtunum sem hér ríkja að jafnaði. Vopnabúr Seðlabankans er bert. Mörgum er starsýnt á að krónan hafi hjálpað okkur við endurreisnina eftir hrun. Það er mikið til í því, en hin hliðin á peningnum er sú að hún átti líka stóran hlut í að koma okkur í klandrið til að byrja með. Í fyrirtækjarekstri er mikið unnið með því að þekkja sem flestar breytur og lágmarka með því áhættu í rekstrinum. Þannig er sennilega farsælla til lengri tíma að baka ágætt brauð alla daga, fremur en að baka stórkostlegan hleif einn daginn, en óætan þann næsta Gildir ekki það sama í peningamálum þjóðar?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira