Lífið

„Það var út­göngu­bann og herinn var búinn að her­taka sjón­varps­turninn“

Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar
Íbúi í Vilníus sem bíður frétta.
Íbúi í Vilníus sem bíður frétta. RAX

RAX fór til Eystrasaltsríkjanna um sama leyti og blóðugustu atburðir sjálfstæðisbaráttu þeirra áttu sér stað. Fólk safnaðist saman á götum úti, kveikti varðelda og reisti vegatálma og beið þess sem vera vildi. Sovéskar hersveitir reyndu að berja niður sjálfstæðistilburðina og það var alls ekki hættulaust að lenda í klónum á þeim.

Eitt sinn þegar RAX var á ferð að kvöldlagi að mynda ástandið í Vilníus þurfti hann að fela sig undir vegatálma þegar hermenn nálguðust. 

„Við felum okkur þarna undir hrúgunni og þetta var bara eins og í bíómynd.“

Vegatálminn í Vilníus þar sem RAX faldi sig.RAX

RAX hafði á þessum tímapunkti týnt öllum samferðamönnum sínum en ókunnug kona kom honum til bjargar og leiddi hann í öruggt skjól meðal annars með leynilegri bílferð.

„Ég veit ekkert hvaða fólk þetta var í Vilníus sem kom mér í bílinn.“

Ókunnuga konan og leynilega bílferðin.RAX

Söguna af þessari hættuför má sjá í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan.

Klippa: RAX augnablik - Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna

Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX.

RAX hefur áður verið á slóðum þar sem hætta vofir yfir. Um aldamótin fór hann til Suður-Afríku og Mósambík til þess að mynda ástandið í miklum eyðni faraldri sem geisaði í syðri hluta álfunnar. Tilgangurinn var að hefja söfnun til þess að fræða fólk á þessu svæði um sjúkdóminn en óvíst var hvort að fólkið sem hann myndaði yrði enn á lífi þegar myndirnar birtust.

Klippa: RAX Augnablik - Eyðni í Afríku

RAX fór líka til Síberíu til að mynda líf hreindýrahirðingja á síberísku túndrunni. Nútíminn með allri sinni tækni og þægindum er ekki einn um að ógna þessum lifnaðarháttum því með hlýnandi veðurfari bráðnar sífrerinn sífellt meir og óvíst er hvaða óværur hafa leynst þar frosnar í hundruð eða jafnvel þúsund ára.

Klippa: RAX Augnablik - Hreindýrahirðingjarnir á túndrunni

Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.


Tengdar fréttir

RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 

„Þetta var partur af hans lífsgleði“

„Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn.

RAX Augnablik: „Í gær var ég ung“

Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×