Matur

Bláberjaþeytingur í anda Gwyneth Paltrow

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kokkurinn og þjálfarinn Jana deildi á dögunum frískandi uppskrift af bláberjaþeytingi.
Kokkurinn og þjálfarinn Jana deildi á dögunum frískandi uppskrift af bláberjaþeytingi. SAMSETT

Heilsukokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila fjölbreyttum uppskriftum. Nýlega birti hún uppskrift af frískandi bláberja- og engifer þeytingi sem hún skírir í höfuðið á stórstjörnunni Gwyneth Paltrow.

Gwyneth Paltrow hefur leikið í stórmyndum á borð við Iron Man og Avengers en undanfarin ár hefur heilsan verið henni hugleikin. Hún rekur lífsstílsmerkið Goop og er þekkt fyrir að leita nýstárlegra og óhefðbundinna leiða þegar það kemur að lífsstíl og heilsu.

Hér má sjá uppskrift Jönu af þeytingnum:

„Gwyneth Paltrow blá­berja- og engi­fer þeyt­ing­ur

Fyr­ir 1

* 1 bolli fros­in blá­ber

* 1,5 bolli jurtamjólk

* ½ bolli frosið avóka­dó

* 1 msk collage duft (valfrjálst)

* 1 skeið óbragðbætt hreint prótein­duft að eig­in vali

* 1- 2 döðlur, stein­laus­ar

* Safi úr 1 límónu

* Vænn bút­ur, ferskt engi­fer, hreinsað

Aðferð:

1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í góðan bland­ara og blandið vel sam­an

2. Hellið í hátt glas og berið fram

3. Drekkið og njótið“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×