Johnson í erfiðri stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2024 16:38 Mike Johnson er í erfiðri stöðu þessa dagana. AP/J. Scott Applewhite Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. Þingmenn Repúblikanaflokksins sem eru mjög andvígir frekari aðstoð handa Úkraínumönnum hafa þegar lagt fram vantrauststillögu gegn Johnson. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og því hefur tiltölulega fámennur hópur mjög svo hægri sinnaðra þingmanna haft mikil áhrif á störf þingsins á kjörtímabilinu. Störf fulltrúadeildarinnar hafa einkennst af mikilli óreiðu á kjörtímabilinu. Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru þessa dagana að íhuga að gera þingmönnum erfiðara með að bola þingforseta úr embætti. Öldungadeildarþingmenn samþykktu fyrr á árinu umfangsmikið frumvarp um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum, Ísrael og Taívan, mannúðaraðstoð handa Palestínumönnum og umfangsmiklar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem Repúblikanar hafa lengi kallað eftir. Það frumvarp hefur þó ekki hlotið náð þingmanna í fulltrúadeildinni eftir að Donald Trump lýsti því yfir að hann væri mótfallinn því. Hann sagðist vilja nota hið hræðilega ástand á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Í stað þess að leggja fram eitt umfangsmikið frumvarp, eins og gert var í öldungadeildinni, ætlar Johnson að leggja fram fimm frumvörp. Eitt þeirra mun snúa að Úkraínu, annað að Ísrael og það þriðja að bandamönnum Bandaríkjanna í Austur-Asíu. Frumvörpin eru mjög lík því sem kom frá öldungadeildinni fyrir utan það að hluta hernaðaraðstoðar til Úkraínu er breytt í lán. Donald Trump hefur sagt að hann styðji slíkt. Frumvarpið felur í sér um 61 milljarða dala fyrir hernaðaraðstoð til Úkraínu en stórum hluta þess yrði varið í vopnaframleiðslu í Bandaríkjunum. Það felur einnig í sér um níu milljarða lán til efnahagsaðstoðar. Fjórða frumvarpið snýr að öðrum áhersluatriðum Repúblikana í utanríkismálum og það fimmta mun snúa að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þinghald mun standa yfir um helgina, þar sem frumvörp þessi verða til umræðu. Sjá einnig: Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Samkvæmt frétt Washington Post ríkir mikil óreiða innan Repúblikanaflokksins vegna þessarar áætlunar. Harðlínumenn innan flokksins hafa þegar reynt að standa í vegi fyrir þessum frumvörpum í nefndum í dag. Án þess að binda saman frumvörpin er ólíklegt að frumvarp um hertar aðgerðir á landamærunum fari í gegnum öldungadeildina, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Áðurnefndar viðræður milli þingamanna flokkanna í öldungadeildinni snerust einmitt um að Repúblikanar notuðu hernaðaraðstoð til Úkraínu sem vogarafl gegn Demókrötum til að ná fram sínum áherslum og þeim tókst það vel. Í viðtali í morgun sagði Johnson að hann hefði ekki atkvæðin innan síns þingsflokks fyrir frumvarp sem innihéldi bæði hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærunum. „Ef ég set Úkraínu í einhvern pakka, getur það ekki verið með landamærunum því ég missi atkvæði úr Repúblikanaflokknum með því,“ sagði Johnson. JOHNSON on border: Well, listen, we want the border to be a part of every single thing we do here, but it s just a matter of math. I just don t have the votes. If I put Ukraine in any package, it can't also be with border because I lose Republican votes on that rule. Me: we — Jake Sherman (@JakeSherman) April 18, 2024 Að renna út á tíma Johnson er þó mögulega að renna út á tíma. Þegar öldungadeildin samþykkti umfangsmikla frumvarpið sögðu margir innan Repúblikanaflokksins að þarna væri um einstakt tækifæri að ræða, þar sem þeir myndu líklega aldrei aftur hafa sambærilegt vogarafl í viðræðum við Demókrata, jafnvel þó þeir stjórnuðu báðum deildum þings og Hvíta húsinu. Fyrir nokkrum mánuðum voru lagðar fram tvær kröfu í fulltrúadeildinni sem á ensku kallast „Discharge petition“ en slík krafa felur í sér tilraun til að þvinga þingforseta til að halda atkvæðagreiðslu um frumvarp. Sjá einnig: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ 218 þingmenn þurfa að skrifa undir slíkar kröfur. Önnur þeirra sem búið er að leggja fram snýr að frumvarpinu frá öldungadeildinni en nú þegar hafa 194 Demókratar og einn Repúblikani skrifað undir það. Mun færri hafa skrifað undir hina. Axios sagði frá því í gær að mikil umræða um þessar kröfur hefði myndast innan Repúblikanaflokksins og að þingmenn innan flokksins hafi sagt það í myndinni að skrifa undir kröfu Demókrata. Funduðu lengi en fundu ekki leið Johnson, bandamenn hans og aðrir Repúblikanar funduðu í fjóra tíma á þriðjudaginn en fundu ekki leið til að koma frumvörpum um hernaðaraðstoð í gegnum þingið án aðkomu Demókrata, eins og þeir vilja gera. Þá segir Washington Post að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi gert Johnson ljóst að verði þessi frumvörp samþykkt, gæti það leitt til þess að honum verði bolað úr embætti. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt frá því að á fundi fyrr í dag hafi leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni kallað eftir því að þingmenn töluðu ekki opinberlega um hvernig þeir myndu greiða atkvæði ef vantrauststillaga gegn Johnson myndi rata inn á þinggólfið. Þannig hefði Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata, meira vogarafl í viðræðum sínum við Johnson og aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins. Bandaríkin Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins sem eru mjög andvígir frekari aðstoð handa Úkraínumönnum hafa þegar lagt fram vantrauststillögu gegn Johnson. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og því hefur tiltölulega fámennur hópur mjög svo hægri sinnaðra þingmanna haft mikil áhrif á störf þingsins á kjörtímabilinu. Störf fulltrúadeildarinnar hafa einkennst af mikilli óreiðu á kjörtímabilinu. Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru þessa dagana að íhuga að gera þingmönnum erfiðara með að bola þingforseta úr embætti. Öldungadeildarþingmenn samþykktu fyrr á árinu umfangsmikið frumvarp um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum, Ísrael og Taívan, mannúðaraðstoð handa Palestínumönnum og umfangsmiklar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem Repúblikanar hafa lengi kallað eftir. Það frumvarp hefur þó ekki hlotið náð þingmanna í fulltrúadeildinni eftir að Donald Trump lýsti því yfir að hann væri mótfallinn því. Hann sagðist vilja nota hið hræðilega ástand á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Í stað þess að leggja fram eitt umfangsmikið frumvarp, eins og gert var í öldungadeildinni, ætlar Johnson að leggja fram fimm frumvörp. Eitt þeirra mun snúa að Úkraínu, annað að Ísrael og það þriðja að bandamönnum Bandaríkjanna í Austur-Asíu. Frumvörpin eru mjög lík því sem kom frá öldungadeildinni fyrir utan það að hluta hernaðaraðstoðar til Úkraínu er breytt í lán. Donald Trump hefur sagt að hann styðji slíkt. Frumvarpið felur í sér um 61 milljarða dala fyrir hernaðaraðstoð til Úkraínu en stórum hluta þess yrði varið í vopnaframleiðslu í Bandaríkjunum. Það felur einnig í sér um níu milljarða lán til efnahagsaðstoðar. Fjórða frumvarpið snýr að öðrum áhersluatriðum Repúblikana í utanríkismálum og það fimmta mun snúa að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þinghald mun standa yfir um helgina, þar sem frumvörp þessi verða til umræðu. Sjá einnig: Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Samkvæmt frétt Washington Post ríkir mikil óreiða innan Repúblikanaflokksins vegna þessarar áætlunar. Harðlínumenn innan flokksins hafa þegar reynt að standa í vegi fyrir þessum frumvörpum í nefndum í dag. Án þess að binda saman frumvörpin er ólíklegt að frumvarp um hertar aðgerðir á landamærunum fari í gegnum öldungadeildina, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Áðurnefndar viðræður milli þingamanna flokkanna í öldungadeildinni snerust einmitt um að Repúblikanar notuðu hernaðaraðstoð til Úkraínu sem vogarafl gegn Demókrötum til að ná fram sínum áherslum og þeim tókst það vel. Í viðtali í morgun sagði Johnson að hann hefði ekki atkvæðin innan síns þingsflokks fyrir frumvarp sem innihéldi bæði hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærunum. „Ef ég set Úkraínu í einhvern pakka, getur það ekki verið með landamærunum því ég missi atkvæði úr Repúblikanaflokknum með því,“ sagði Johnson. JOHNSON on border: Well, listen, we want the border to be a part of every single thing we do here, but it s just a matter of math. I just don t have the votes. If I put Ukraine in any package, it can't also be with border because I lose Republican votes on that rule. Me: we — Jake Sherman (@JakeSherman) April 18, 2024 Að renna út á tíma Johnson er þó mögulega að renna út á tíma. Þegar öldungadeildin samþykkti umfangsmikla frumvarpið sögðu margir innan Repúblikanaflokksins að þarna væri um einstakt tækifæri að ræða, þar sem þeir myndu líklega aldrei aftur hafa sambærilegt vogarafl í viðræðum við Demókrata, jafnvel þó þeir stjórnuðu báðum deildum þings og Hvíta húsinu. Fyrir nokkrum mánuðum voru lagðar fram tvær kröfu í fulltrúadeildinni sem á ensku kallast „Discharge petition“ en slík krafa felur í sér tilraun til að þvinga þingforseta til að halda atkvæðagreiðslu um frumvarp. Sjá einnig: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ 218 þingmenn þurfa að skrifa undir slíkar kröfur. Önnur þeirra sem búið er að leggja fram snýr að frumvarpinu frá öldungadeildinni en nú þegar hafa 194 Demókratar og einn Repúblikani skrifað undir það. Mun færri hafa skrifað undir hina. Axios sagði frá því í gær að mikil umræða um þessar kröfur hefði myndast innan Repúblikanaflokksins og að þingmenn innan flokksins hafi sagt það í myndinni að skrifa undir kröfu Demókrata. Funduðu lengi en fundu ekki leið Johnson, bandamenn hans og aðrir Repúblikanar funduðu í fjóra tíma á þriðjudaginn en fundu ekki leið til að koma frumvörpum um hernaðaraðstoð í gegnum þingið án aðkomu Demókrata, eins og þeir vilja gera. Þá segir Washington Post að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi gert Johnson ljóst að verði þessi frumvörp samþykkt, gæti það leitt til þess að honum verði bolað úr embætti. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt frá því að á fundi fyrr í dag hafi leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni kallað eftir því að þingmenn töluðu ekki opinberlega um hvernig þeir myndu greiða atkvæði ef vantrauststillaga gegn Johnson myndi rata inn á þinggólfið. Þannig hefði Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata, meira vogarafl í viðræðum sínum við Johnson og aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins.
Bandaríkin Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18
Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01